Byggingarnefnd Sundlaugar Sauðárkróks

31. fundur 17. nóvember 2021 kl. 12:30 - 12:51 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Stefán Vagn Stefánsson formaður
  • Gísli Sigurðsson aðalm.
  • Ólafur Bjarni Haraldsson aðalm.
  • Álfhildur Leifsdóttir
Starfsmenn
  • Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri
  • Þorvaldur Gröndal Umsjónarmaður íþróttamannvirkja
  • Friðrik Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
  • Steinn Leó Sveinsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs
  • Einar Andri Gíslason byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá

1.Sundlaug Sauðákróks, áfangi 2, uppskipting útboðs - verkefnis.

2106165

Lögð fram fundargerð dagsett 9. nóvember 2021 vegna opnunar tilboða í útboðsverkið "Sundlaugin á Sauðárkróki - Áfangi 2 - Uppsteypa".
Tvö tilboð bárust í verkið, annars vegar frá Friðriki Jónssyni ehf. sem bauð 214.981.032 kr. (109,00%) og hins vegar frá Uppsteypu ehf. sem bauð 189.053.555 kr. (95,8%) í verkið. Kostnaðaráætlun var 197.243.581 kr. Allar fjárhæðir eru með virðisaukaskatti. Engar athugasemdir komu fram fyrir né eftir opnun tilboðanna. Búið er að fara yfir tilboðin og fundust engar villur.
Byggingarnefnd Sundlaugar Sauðárkróks samþykkir að taka tilboði Uppsteypu ehf. og vísar ákvörðuninni til afgreiðslu byggðarráðs. Jafnframt heimilar nefndin Steini L. Sveinssyni, sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs að tilkynna í lok athugasemdarfrests að tilboðinu verði tekið.

Fundi slitið - kl. 12:51.