Byggingarnefnd Sundlaugar Sauðárkróks

13. fundur 19. október 2017 kl. 11:00 - 11:35 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Stefán Vagn Stefánsson formaður
  • Sigríður Svavarsdóttir
  • Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir
  • Bjarni Jónsson
Starfsmenn
  • Ásta Björg Pálmadóttir sveitarstjóri
  • Herdís Á. Sæmundardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs
  • Indriði Þór Einarsson Sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs
Fundargerð ritaði: Ásta Björg Pálmadóttir sveitarstjóri
Dagskrá

1.Sundlaug Sauðárkróks

1601183

Farið yfir opnun tilboða í útboðsverkið Sundlaugin á Sauðárkróki. Tilboðin voru opnuð fimmtudaginn 14.september 2017 á skrifstofu Stoðar ehf, verkfræðistofu, kl. 13. Eitt tilboð barst frá K- Tak ehf sem var 128,6% af kostnaðaráætlun.
Bygginganefnd samþykkir að óska eftir fundi með bjóðanda ásamt fulltrúum verkfræðistofunnar, þriðjudaginn 24.október n.k. kl 10.

Fundi slitið - kl. 11:35.