Byggingarnefnd Sundlaugar Sauðárkróks

12. fundur 22. júní 2017 kl. 11:00 - 11:40 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Stefán Vagn Stefánsson formaður
  • Sigríður Svavarsdóttir
  • Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir
  • Bjarni Jónsson
Starfsmenn
  • Ásta Björg Pálmadóttir sveitarstjóri
  • Jón Örn Berndsen byggingarfulltrúi
  • Indriði Þór Einarsson Sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs
  • Ingvar Páll Ingvarsson starfsmaður tæknisviðs
Fundargerð ritaði: Ásta Björg Pálmadóttir sveitarstjóri
Dagskrá

1.Sundlaug Sauðárkróks

1601183

Mánudaginn 19. júní 2017 voru opnuð tilboð í verkið Sundlaugin á Sauðárkróki - Endurbætur 2017. Um var að ræða lokað útboð og var fimm aðilum gefinn kostur að taka þátt. Eitt tilboð barst, það hefur nú verið yfirfarið.

Niðurstaðan er eftirfarandi:

K-TAK ehf. kr. 373.973.204,- 133%
Kostnaðaráætlun, Stoð ehf. kr. 281.188.227,- 100%

Bygginganefnd samþykkir að hafna tilboði K-Taks ehf. þar sem það er 33% yfir kostnaðaráætlun.

Bygginganefnd leggur jafnframt til að verkið verði boðið út aftur í opnu útboði með breyttum forsendum.

Fundi slitið - kl. 11:40.