Byggingarnefnd Sundlaugar Sauðárkróks

4. fundur 02. júní 2016 kl. 12:30 - 13:21 Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Stefán Vagn Stefánsson formaður
  • Sigríður Svavarsdóttir
  • Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir
  • Bjarni Jónsson
Starfsmenn
  • Ásta Björg Pálmadótttir sveitarstjóri
  • Indriði Þór Einarsson Sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs
  • Ingvar Páll Ingvarsson starfsmaður tæknisviðs
  • Friðrik Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá

1.Sundlaug Sauðárkróks

1601183

Byggingarnefnd Sundlaugar Sauðárkróks samþykkir að farið verði í hönnun byggingarnefndarteikninga og kostnaðargreiningu á breytingum á Sundlaug Sauðárkróks samkvæmt fyrirliggjandi drögum frá Úti og inni arkitektum. Framkvæmd við breytingu og nýbyggingu vegna sundlaugarinnar verði skipt upp í A og B áfanga. Í áfanga A verður unnið við að breyta högun innanhúss o.þ.h. Áfangi B felur í sér nýbyggingu útisvæða. Stefnt er að því að hefjast handa við áfanga A haustið 2016.

Fundi slitið - kl. 13:21.