Byggðarráð Skagafjarðar

70. fundur 27. október 1999
 Byggðarráð Skagafjarðar
Fundur 70 – 27.10.1999

    Ár 1999, miðvikudaginn 27. október kom byggðarráð saman til fundar á skrifstofu Skagafjarðar kl. 1000.
    Mætt voru: Herdís Á. Sæmundardóttir, Elinborg Hilmarsdóttir, Gísli Gunnarsson, Árni Egilsson, Ingibjörg Hafstað og sveitarstjóri Snorri Björn Sigurðsson.
DAGSKRÁ:
  1. Bréf frá ÁTVR.
  2. Fjármögnunarleigusamningur.
  3. Bréf frá Kristnihátíðarnefnd.
  4. Fjármálaráðstefnan.
  5. Fundarboð Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum.
  6. Fundarboð vegna fjarvinnslufyrirtækja á Norðurlandi vestra.
  7. Tilboð í Iðnaðarhöllina.
  8. Málefni Loðskinns kynnt á fundinum.
  9. Kaup á túni - Friðbjörn Þórhallsson.
  10. Bréf frá Sýslumanni.
  11. Bréf frá Ferðasmiðjunni.
  12. Kaupsamningur um verkstæðishús í Messuholti.
  13. Trúnaðarmál – kynnt á fundinum.
AFGREIÐSLUR:
 1. Lagt fram bréf frá ÁTVR dagsett 14. október 1999 varðandi endurnýjun leyfis til rekstrar vínbúðar að Smáragrund 2, Sauðárkróki. Erindið samþykkt.
 2. Lagður fram fjármögnunarleigusamningur um fasteign og fylgifé á milli Búnaðarbanka Íslands hf og Sveitarfélagsins Skagafjarðar vegna eldri hluta 2. hæðar húss Búnaðarbanka Íslands hf. við Faxatorg 1 ásamt tilheyrandi hlutdeild í lóð og sameign. Samningurinn samþykktur.
 3. Lagt fram til kynningar bréf frá Kristnihátíðarnefnd dagsett 15. október 1999, varðandi Kristnihátíð. Samþykkt að vísa bréfinu til Menningar- íþrótta- og æskulýðsnefndar.
 4. Lögð fram til kynningar dagskrá ráðstefnu um fjármál sveitarfélaga 28. og 29. október 1999.
 5. Lagt fram fundarboð Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum sem haldinn verður 28. október 1999. Samþykkt að Elinborg Hilmarsdóttir verði fulltrúi Skagafjarðar á fundinum.
 6. Lagt fram fundarboð frá Iðnþróunarfélagi Norðurlands vestra, vegna fundar í Reykjavík föstudaginn 29. október, um fjarvinnslufyrirtæki á Norðurlandi vestra. Samþykkt að þeir byggðarráðsmenn sem tök hafa á sæki fundinn.
 7. Lögð fram tilboð í 2 bil í Iðnaðarhöllinni í Varmahlíð frá Firði sf. að upphæð kr. 2.750.000, Sveini Allan Morthens að upphæð kr. 2.200.000 og Ómari Bragasyni að upphæð kr. 1.300.000. Samþykkt að taka hæsta tilboði.
 8. Lagt fram samkomulag milli Búnaðarbanka Íslands hf. og Sveitarfélagsins Skagafjarðar varðandi yfirtöku Búnaðarbankans á fasteigninni Borgarmýri 5 og 5A. Byggðarráð samþykkir framlagt samkomulag.
 9. Lagður fram kaupsamningur um kaup sveitarfélagsins á ræktunarlandi ofan Grunnskólans á Hofsósi af Friðbirni Þórhallssyni á kr. 138.600. Byggðarráð samþykkir kaupsamninginn.
 10. Lagt fram bréf frá Sýslumanninum á Sauðárkróki dagsett 21. október 1999 varðandi umsögn um umsókn Löngumýrarskóla um endurnýjun á leyfi til að reka gistiheimili og námskeiða- og ráðstefnustað að Löngumýri. Byggðarráð gerir ekki athugasemd við leyfið.
 11. Lagt fram bréf frá Ferðasmiðjunni ehf., dagsett 19. október 1999 með ósk um að breyta hluta af skuld hennar við sveitarfélagið í hlutafé. Erindinu frestað og ákveðið að afla frekari upplýsinga.
 12. Lagður fram kaupsamningur á milli Sigurþórs Hjörleifssonar og Gunnars Ágústssonar um m.a. kaup á lóð úr landi Messuholts skv. lóðarbréfi dags. 19.07. 1999. Byggðarráð samþykkir að nýta ekki forkaupsrétt sinn.
 13. Trúnaðarmál. Sjá trúnaðarbók.
Fleira ekki gert. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 11:30.
Herdís Á. Sæmundardóttir 
Elinborg Hilmarsdóttir 
Gísli Gunnarsson
Árni Egilsson
Ingibjörg Hafstað
                    Kristín Bjarnadóttir, ritari
                    Snorri Björn Sigurðsson