Byggðarráð Skagafjarðar

426. fundur 13. mars 2008 kl. 10:00 - 12:36 í Ráðhúsinu
Nefndarmenn
  • Gunnar Bragi Sveinsson formaður
  • Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir varaformaður
  • Páll Dagbjartsson aðalmaður
  • Bjarni Jónsson áheyrnarfulltrúi
  • Guðmundur Guðlaugsson sveitarstjóri
  • Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Heimsókn forseta Íslands í Skagafjörð

0802053

Áskell Heiðar Ásgeirsson sviðsstjóri markaðs- og þróunarsviðs mætti á fund byggðarráðs og gerði grein fyrir undirbúningsvinnu vegna opinberrar heimsóknar forseta Íslands og forsetafrúar ásamt fylgdarliði dagana 14. til 15. apríl n.k.

2.Aukning hlutafjár í Gagnaveitu Skagafjarðar ehf

0803074

Gagnaveita Skagafjarðar hefur fengið vilyrði fyrir láni frá Byggðastofnun að uppfyltum ákveðnum skilyrðum um hlutafjáraukningu. Er því leitað til hluthafa með þá málaleitan að auka hlutafé í félaginu. Í ljósi þess að fjármunir komu frá Iðnþróunarsjóði SSNV á árinu, sem ekki gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun ársins samþykkir byggðarráð að nota hluta þess fjár til að auka hlut sveitarfélagsins í Gagnaveitu Skagafjarðar ehf um kr. 1.500.000 sem ekki heldur var gert ráð fyrir í fjárfestingum ársins.

3.Málefni heilbrigðisstofnana á Sauðárkróki og Blönduósi

0803073

Framkvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunarinnar á Sauðárkróki kynnti sveitarstjóra í símtali ákvörðun heilbrigðisráðherra þess efnis að um næstu áramót verði heilbrigðisstofnanirnar á Sauðárkróki og Blönduósi sameinaðar undir eina yfirstjórn. Kom hann á framfæri ósk frá nefnd þeirri á vegum ráðuneytisins sem fjalla á um málið, að hún fái að hitta fulltrúa sveitarfélagsins að máli föstudaginn 14. mars n.k. á Sauðárkróki. Byggðarráð samþykkir að fara á fund nefndar ráðuneytisins á morgun.

4.Sáttmáli til sóknar í skólamálum í Skagafirði

0802076

Í skýrslu um Framhalds- og háskólanám í Skagafirði sem unnin var af Herdísi Sæmundardóttur fyrir Sáttmála til sóknar í Skagafirði var m.a. lögð til skipan starfshóps um framhalds- og háskólanám í Skagafirði. Byggðarráð tók málið fyrir á fundi þann 6. mars s.l. og var afgreiðslu þá frestað. Byggðarráð samþykkir að óska eftir að Herdís Sæmundardóttir komi á fund byggðarráðs til viðræðu um framhald verkefnisins.

5.Aðalgata 23 - umsókn um niðurfellingu fasteignagjalda

0803061

Stjórn Villa Nova ehf. óskar eftir því við sveitarstjórn að hún nýti heimildarákvæði í 7. gr. laga um húsafriðun nr. 104, 31. maí 2001 til að fella niður fasteignagjöld Aðalgötu 23, Villa Nova, fyrir árið 2008. Á grundvelli reglna sveitarélagsins um styrki til greiðslu fasteignaskatts samþykkir byggðarráð að styrkja Villa Nova ehf um 70% af álögðum fasteignaskatti af hluta hússins (213-1154) líkt og árið 2007.

6.Kaupfélag Skagfirðinga - umsagnarbeiðni

0803069

Fyrir fundinum liggur umsagnarbeiðni Sýslumannsins á Sauðárkróki um umsókn Péturs Stefánssonar um endurnýjun rekstrarleyfis til að reka veitingastofu í húsnæði Kaupfélags Skagfirðinga í Varmahlíð. Byggðarráð gerir fyrir sitt leyti ekki athugasemdir við endurnýjun rekstrarleyfisins. Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir vék af fundi við afgreiðslu þessa liðar.

7.Umsókn um styrk vegna ráðstefnu

0803050

Fyrir liggur umsókn Náttúrustofu Norðurlands vestra um styrk til sveitarfélagsins vegna ráðstefnu sem fyrirhuguð er um náttúru Skagafjarðar þann 12. apríl næstkomandi. Með umsókn fylgja drög að dagskrá ráðstefnunnar. Sótt er um styrk að fjárhæð kr. 400 þús. Byggðarráð telur jákvætt að þessi ráðstefna sé haldin en telur eðlilegt að gert sé ráð fyrir slíkum viðburðum í fjárhagsáætlun stofnunarinnar. Byggðarráð sér sér ekki fært að leggja fram umbeðinn styrk, en er tilbúið að styðja við verkefnið með öðrum hætti og felur sveitarstjóra að ræða það við forstöðumann Náttúrustofu Norðurlands vestra.

8.Trúnaðarmál

0803013

Málefni kynnt og fært í trúnaðarbók.

9.Beiðni um að fá Sólgarðaskóla leigðan

0802062

Erindi frá Erni Þórarinssyni og Maríu G. Guðfinnsdóttur um að fá Sólgarðaskóla til leigu vegna reksturs ferðaþjónustu á komandi sumri. Einnig inna þau eftir hvort skólastjórabústaðurinn sé einnig falur til leigu. Málið var tekið fyrir á fundi Byggðarráðs þann 21. febrúar og var þá frestað. Að höfðu samráði við fræðslustjóra og skólastjóra Grunnskólans austan Vatna er samþykkt að leigja Erni og Maríu fasteignirnar. Byggðarráð felur skólastjóra Grunnskólans austan Vatna og fræðslustjóra umsýslu málsins í samvinnu við stjórnsýslu- og fjármálasvið.

10.Launamál kennara og starfsmanna skóla

0803011

Lagt fram til kynningar bréf frá Kennarasambandi Norðurlands vestra um kjaramál kennara.

11.Umhverfi og heilsa barna í norrænum leikskólum

0803071

Lagður fram til kynningar bæklingur frá Umhverfisstofnun þar sem greint er frá úrræðum sem yfirvöld á Norðurlöndum hafa gripið til í þeim tilgangi að bæta umhverfi og heilsu barna.

12.Þakkir frá UMSS

0803056

Lagt fram til kynningar bréf frá Ungmennasambandi Skagafjarðar þar sem fram kemur ályktun frá síðasta ársþings sambandsins. "88. ársþing UMSS haldið 29. febrúar 2008 í Verinu á Sauðárkróki þakkar sveitarstjórnarmönnum fyrir góðan stuðning við íþróttahreyfinguna í gegnum tíðina. Þingið hvetur sveitarstjórnarmenn einnig til að styðja stjórn UMSS í umsókn sinni um að halda Unglingalandsmót UMFÍ árið 2010 á 100 ára afmæli sambandsins."

13.Skólamálastefna Samb. ísl. sveitarfélaga

0803055

Lögð fram til kynningar skólamálastefna Sambands íslenskra sveitarfélaga ásamt greinargerð.

Fundi slitið - kl. 12:36.