Byggðarráð Skagafjarðar

498. fundur 19. nóvember 2009 kl. 10:00 - 11:41 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Þórdís Friðbjörnsdóttir formaður
  • Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir varaform.
  • Páll Dagbjartsson aðalm.
  • Bjarni Jónsson áheyrnarftr. VG
  • Guðmundur Guðlaugsson sveitarstjóri
  • Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá

1.Útsvarsprósenta 2010

0911050

Lögð fram tillaga um að útsvarsprósenta í Sveitarfélaginu Skagafirði verði hæsta leyfilega gildi vegna ársins 2010, nú 13,28%.

Byggðarráð samþykkir tillöguna.

2.Lokun afgreiðslu Nýja Kaupþings banka á Hofsósi

0911068

Vegna áforma um lokun afgreiðslu Nýja Kaupþings banka á Hofsósi ályktar byggðarráð eftirfarandi.

"Byggðarráð mótmælir áformum um lokun afgreiðslu bankans á Hofsósi, ekki síst í ljósi þess að engin önnur bankaafgreiðsla er á staðnum. Lýsir ráðið undrun á að gripið sé til þessara aðgerða hjá ríkisbanka stuttu áður en nýir eigendur taki við rekstri hans. Þjónusta bankans hefur haft mikla þýðingu fyrir íbúa svæðisins og bent er á að langt er í næstu bankastofnanir. Byggðarráð skorar á stjórn bankans að endurskoða þessi áform þar sem þau munu án efa leiða til fækkunar viðskiptavina og ólíklegt að þau skili bankanum þeim fjárhagslega ávinningi sem stefnt er að. Verði lokun afgreiðslu Nýja Kaupþings banka að veruleika skorar byggðarráð á aðrar bankastofnanir að opna afgreiðslu á staðnum og stuðla þannig að góðri þjónustu við íbúa þessa víðfeðma svæðis."

3.Fjárhagsáætlun Menningar- og kynningarnefndar 2010

0911045

Lögð fram til kynningar fjárhagsáætlun menningar- og kynningarnefndar fyrir árið 2010.

4.Uppgjör vegna refaveiða

0911029

Lagt fram til kynningar bréf frá Umhverfisstofnun þar sem vakin er athygli á því að í frumvarpi til fjárlaga 2010 er ekki gert ráð fyrir neinum fjármunum til endurgreiðslu vegna refaveiða. Samkvæmt 4. mgr. 12.gr. laga nr. 64/1994, um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum, er endurgreiðsla kostnaðar vegna refaveiða háð því að fjármunir fáist til þess í fjárlögum.

Byggðarráð mótmælir þessari einhliða ákvörðun á lækkun framlaga til refaveiða og krefst þess að ríkið endurgreiði að lágmarki útlagðan virðisaukaskatt vegna veiðanna.

5.Málefni fatlaðra

0911030

Lagt fram til kynningar bréf frá stjórn Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV) varðandi málefni fatlaðra og hagræðingartillögur vegna rekstrar á árinu 2010.

6.Yfirfærsla árið 2010

0911056

Lagt fram erindi frá félags- og tryggingamálaráðuneytinu varðandi yfirfærslu þjónustu fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga í ársbyrjun 2011.

7.Þakkir fyrir glæsilega umgjörð og góðar móttökur

0911052

Lagt fram bréf frá Ungmennafélagi Íslands þar sem fram kemur að 46. sambandsþing UMFÍ haldið 10.-11. október 2009 í Reykjanesbæ, þakkar sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar fyrir glæsilega umgjörð og góðar móttökur á 12. unglingalandsmóti UMFÍ.

Fundi slitið - kl. 11:41.