Byggðarráð Skagafjarðar

548. fundur 03. mars 2011 kl. 09:00 - 09:39 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Stefán Vagn Stefánsson formaður
  • Arnrún Halla Arnórsdóttir varam.
  • Sigríður Svavarsdóttir varam.
  • Sigurjón Þórðarson áheyrnarftr.
  • Þorsteinn Tómas Broddason varam. áheyrnarftr.
  • Ásta Björg Pálmadóttir sveitarstjóri
  • Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá

1.Byggingarnefnd Árskóla

1102124

Á 547. fundi byggðarráðs var svohljóðandi tillaga samþykkt:

"Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkir að setja á fót byggingarnefnd Árskóla. Byggingarnefndin skal hafa yfirumsjón með viðhaldi og nýframkvæmdum í skólanum á starfstíma hennar. Í nefndinni skulu sitja þrír sveitarstjórnarfulltrúar, tveir frá meirihluta og einn frá minnihluta. Auk þeirra skulu sitja fundi nefndarinnar, sveitarstjóri, fræðslustjóri, sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs og fulltrúi Árskóla. Fullskipa skal í nefndina á byggðarráðsfundi 3. mars 2011. Nefndin heyrir undir byggðarráð og skal reglulega uppfæra byggðarráðið um stöðu verkefnisins."

Lögð fram tillaga um að eftirtaldir sveitarstjórnarfulltrúar skipi byggingarnefnd Árskóla:

Bjarni Jónsson, Stefán Vagn Stefánsson og Jón Magnússon.

Tillagan samþykkt samhljóða.

Þorsteinn Tómas Broddason áheyrnarfulltrúi Samfylkingarinnar leggur fram eftirfarandi tillögu:

Lagt er til í stað þess að skipa sérstaka bygginganefnd Árskóla að byggðaráð fari með yfirumsjón með viðhaldi og nýframkvæmdum í Árskóla. Fræðslustjóri, sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs og fulltrúi Árskóla sitji fundi byggðaráðs þegar fjallað er um framkvæmdir við Árskóla.

Greinargerð:

Ekki er þörf á því að byggðaráð skipi sérstaka nefnd til að fara með yfirumsjón með viðhaldi og nýframkvæmdum í Árskóla, þar sem það er hlutverk byggðaráðs ásamt sveitarstjóra, að fara með framkvæmda- og fjármálastjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Ekki er því þörf á að byggðaráð skipi sérstaka bygginganefnd með tilheyrandi aukakostnaði. Tryggt er með þessari tillögu að allir flokkar komi að umræðu og upplýsingum um viðhald og nýframkvæmdum Árskóla, en það er mikilvægt þar sem um er að ræða stóra, kostnaðarsama og umdeilda framkvæmd. Þorsteinn Tómas Broddason, Samfylkingunni.

Tillagan borin upp og felld með þremur atkvæðum.

Sigurjón Þórðarson óskar bókað að hann er samþykkur tillögu Þorsteins.

Þorsteinn Tómas Broddason óskar bókað: "Samfylkingin styður ekki tillögu um sérstaka bygginganefnd Árskóla. Í ljósi þess að fulltrúar nefndarinnar eru þeir sömu og skipa byggðaráð er augljóst að auðveldlega hefði verið hægt að vinna verkefnið innan byggðaráðs og spara þannig kostnað á sama tíma og tryggð hefði verið aðkoma allra flokka að málinu. Meirihluti Vinstri Grænna og Framsóknarflokks sýnir með þessu að hann hefur ekki vilja til að tryggja aðkomu allra flokka að stærri málum sveitarfélagsins."

2.Þjóðaratkvæðagreiðsla 2011

1102147

Þjóðaratkvæðagreiðsla verður 9. apríl 2011 í framhaldi af ákvörðun forseta Íslands að synja staðfestingar á lögum um Icesave.

Byggðarráð samþykkir að kosið verði á eftirtöldum stöðum í sveitarfélaginu: Steinsstöðum, Varmahlíð, Sauðárkróki, Heilbr.stofnuninni Sauðárkróki, á Skaga, að Hólum, Hofsósi og í Fljótum.

3.Ályktun vegna niðurskurðar

1103001

Lögð fram til kynningar ályktun stjórnar Félags leikskólakennara vegna niðurskurðar til leikskóla hjá sveitarfélögum landsins.

4.Fjárframlög sveitarfélaga til stjórnmálasamtaka

1102150

Lögð fram til kynningar greinargerð með niðurstöðu könnunar á fjárframlögum sveitarfélaga til stjórnmálasamtaka. Könnunin og greinargerðin var unnin af Vali Rafni Halldórssyni, MPA nema, á starfsþjálfunartíma hans hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.

5.Grænn apríl

1102146

Lögð fram til kynningar gögn vegna verkefnisins Grænn apríl. Verkefnið er átaksverkefni sem miðar að því að fá ríkisstjórnina, sveitarstjórnir, fyrirtæki, félagasamtök og einstaklinga til að kynna vöru, þekkingu og þjónustu sem er græn og vistvæn og leiðir til aukinnar sjálfbærni á Íslandi. Byggðarráð vísar erindinu til umfjöllunar í umhverfis- og samgöngunefnd.

6.XXV. landsþing SÍS

1102140

Lögð fram til kynningar tilkynning frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um að XXV. landsþing sambandsins verði haldið föstudaginn 25. mars 2011 í Reykjavík.

Fundi slitið - kl. 09:39.