Byggðarráð Skagafjarðar

521. fundur 08. júlí 2010 kl. 09:00 - 11:14 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Stefán Vagn Stefánsson aðalm.
  • Bjarni Jónsson aðalm.
  • Sigríður Svavarsdóttir varam.
  • Sigurjón Þórðarson áheyrnarftr.
  • Guðmundur Guðlaugsson sveitarstjóri
  • Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá

1.Fundur stjórnar SSNV með sveitarstjórnum

1006201

Undir þessum dagskrárlið komu á fund byggðarráðs fulltrúar SSNV, Jón Óskar Pétursson framkvæmdastjóri, Elín R. Líndal formaður stjórnar og Ágúst Þór Bragason stjórnarmaður. Kynntu þau samtökin og þau verkefni sem þar eru unnin. Einnig sátu fundinn undir þessum dagskrárlið sveitarstjórnarmennirnir Viggó Jónsson, Bjarki Tryggvason og Sigríður Magnúsdóttir.

2.Umsókn um leyfi til að halda rallýkeppni 2010

1006236

Erindi frá Bílaklúbbi Skagafjarðar, þar sem sótt er um leyfi til að halda rallýkeppni, laugardaginn 24. júlí 2010. Eknar verða sérleiðirnar Ásgarður - Bakki, Mælifellsdalur og Nafir.

Byggðarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti svo fremi að öll önnur tilskilin leyfi fáist frá hlutaðeigandi aðilum og öllum reglum verði framfylgt.

3.Suðurbraut 27 - Umsögn um reikstarleyfi

1006231

Lagt fram erindi frá sýslumanninum á Sauðárkróki, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Valgeirs Þorvaldssonar um rekstrarleyfi fyrir Prestbakka, Suðurbraut 27, Hofsósi - Íbúðir flokkur II.

Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.

4.Suðurbraut 8, Suðurbraut 26 - Umsögn um rekstrarleyfi

1006089

Lagt fram erindi frá sýslumanninum á Sauðárkróki, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Valgeirs Þorvaldssonar um rekstrarleyfi fyrir Sunnuberg, Suðurbraut 8, Hofsósi - Gistiheimili flokkur II.

Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.

5.Tölvur fyrir sveitarstjórnarmenn

1007016

Lögð fram tillaga um að þeim sveitarstjórnarmönnum sem vilja, gefist kostur á að kaupa fartölvur út á samning sveitarfélagsins. Sveitarfélagið greiði þriðjung af verði þeirra og sá kostnaður færður á málaflokk 2010.

Byggðarráð samþykkir tillöguna.

6.Vinabæjamót í Skagafirði 2011

1007017

Sveitarfélagið hefur boðið vinabæjum sínum, Espoo, Kongsberg, Kristianstad, Köge til vinabæjamóts árið 2011.

Byggðarráð samþykkir að mótið verði haldið dagana 15. og 16. júní 2011 og felur sviðsstjóra markaðs- og þróunarsviðs að sjá um undirbúning þess.

7.Sundlaugin á Hofsósi

1007048

Að beiðni Sigurjóns Þórðarsonar var rætt um ástand Sundlaugarinnar á Hofsósi og leiðir til að hraða úrbótum. Beiðninni fylgdi eftirfarandi greinargerð:

Það er ljóst að sundlaugin er mjög vinsæl og mikið notuð enda er umhverfi og útlitshönnun stórkostleg. Á þeim skamma tíma sem sundlaugin hefur verið starfrækt hafa komið í ljós gallar á húsnæðinu m.a. biluðum blöndunartæki, kanntar á veggjum farnir að molna og hurðir og innréttingar þola illa raka. Ég hef orðið þess áskynja að margir hafa hug á að leggja leið sína í rómaða sundlaug og er miður ef að við þeim tekur nýtt mannvirki, sem augljóslega þarf að sníða af ákveðna ágalla. Ég tel vera mikilvægt að fara sem fyrst í nauðsynlegar lagfæringar m.a. til þess að sundlaugin standi undir væntingum og verði ferðaþjónustunnni Skagafirði til sóma.

Sveitarstjóri kynnti þá vinnu sem er í gangi vegna þessa máls. Byggðarráð leggur áherslu á að úrbótum verði hraðað sem kostur er.

8.Nýting fasteignaskattsálagningar árið 2010

1007005

Lagðar fram til kynningar upplýsingar frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um nýtingu fasteignaskattsálagningar sveitarfélaga árið 2010.

9.Endurskoðun framlags Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga v/tryggingagjalds

1006238

Lagt fram til kynningar bréf frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga þar sem tilkynnt er um endurskoðun á áætlaðri úthlutun framlags til sveitarfélaga á árinu 2010 vegna hækkunar tryggingagjaldi úr 7,0% í 8,65% á árinu 2010. Áætlað endurskoðað framlag til sveitarfélagsins árið 2010 er 21.550.680 kr. og hækkar um rúmar 3 mkr. frá fyrri áætlun.

10.Aukaframlag 2010

1007014

Lagt fram til kynningar bréf frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga, þar sem tilkynnt er um að ekki sé búið að ljúka gerð reglna um úthlutun sérstaks viðbótarframlags að upphæð 1.000 mkr. Gert er ráð fyrir að reglurnar verið tilbúnar í september nk. og 3/4 framlagsins verði greiddur til sveitarfélaga í október og 1/3 í desember 2010.

11.Heildarendurskoðun á reglum Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga

1007013

Lögð fram til kynningar skýrsla starfshóps samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um heildarendurskoðun á regluverki Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga. Skýrsluna er einnig að finna á vefsíðu ráðuneytisins: http://www.samgonguraduneyti.is/utgefid-efni/nr/3186

11.1.Málefni búfjáreftirlits

1004083

Afgreiðsla 151. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 521. fundi byggðarráðs með þremur atkvæðum.

11.2.Dreifibréf til landeigenda í Skagafirði - girðingamál

1007009

Afgreiðsla 151. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 521. fundi byggðarráðs með þremur atkvæðum.

11.3.Skýrsla um girðingaúttekt 2009

1007010

Afgreiðsla 151. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 521. fundi byggðarráðs með þremur atkvæðum.

11.4.Kjör fulltrúa í fjallskilanefnd í Hóla- og Viðvíkurhreppum.

1006173

Afgreiðsla 151. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 521. fundi byggðarráðs með þremur atkvæðum.

12.Landbúnaðarnefnd - 152

1006018F

Fundargerð 152. fundar landbúnaðarnefndar lögð fram til afgreiðslu á 521. fundi byggðarráðs eins og einstök erindi bera með sér. Ingi Björn Árnason formaður landbúnaðarnefndar kom á fundinn og kynnti fundargerðina.

Afgreiðsla 521. fundar byggðarráðs staðfest með þremur atkvæðum.

12.1.Kjör í landbúnaðarnefnd

1006095

Afgreiðsla 152. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 521. fundi byggðarráðs með þremur atkvæðum.

12.2.Kjör fulltrúa í fjallskilanefnd Austur-Fljóta

1006168

Afgreiðsla 152. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 521. fundi byggðarráðs með þremur atkvæðum.

12.3.Kjör fulltrúa í fjallskilanefnd Vestur-Fljóta

1006169

Afgreiðsla 152. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 521. fundi byggðarráðs með þremur atkvæðum.

12.4.Kjör fulltrúa í fjallskilanefnd Framhluta Seyluhrepps og Lýtingstaðahrepps.

1006180

Afgreiðsla 152. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 521. fundi byggðarráðs með þremur atkvæðum.

12.5.Kjör fulltrúa fjallskilanefdar Hofsafréttar

1006181

Afgreiðsla 152. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 521. fundi byggðarráðs með þremur atkvæðum.

12.6.Kjör í stjórn Staðarafréttar

1006182

Afgreiðsla 152. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 521. fundi byggðarráðs með þremur atkvæðum.

12.7.Kjör fulltrúa í fjallskilanefnd Seyluhrepps-úthluta

1006179

Afgreiðsla 152. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 521. fundi byggðarráðs með þremur atkvæðum.

12.8.Kjör fulltrúa í fjallskilanefnd Staðarhrepps

1006178

Afgreiðsla 152. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 521. fundi byggðarráðs með þremur atkvæðum.

12.9.Kjör fulltrúa í fjallskilanefnd Sauðárkróks

1006177

Afgreiðsla 152. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 521. fundi byggðarráðs með þremur atkvæðum.

12.10.Kjör fulltrúa í fjallskilanefnd Skefilstaðahrepps

1006175

Afgreiðsla 152. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 521. fundi byggðarráðs með þremur atkvæðum.

12.11.Kjör fulltrúa í fjallskilanefnd Skarðshrepps

1006176

Afgreiðsla 152. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 521. fundi byggðarráðs með þremur atkvæðum.

12.12.Kjör fulltrúa í fjallskilanefnd Hegranes, Rípurhrepp

1006174

Afgreiðsla 152. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 521. fundi byggðarráðs með þremur atkvæðum.

12.13.Kjör fulltrúa í fjallskilanefnd í Hóla- og Viðvíkurhreppum.

1006173

Afgreiðsla 152. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 521. fundi byggðarráðs með þremur atkvæðum.

12.14.Kjör fulltrúa í fjallskilanefnd Hofsós - Unadals

1006172

Afgreiðsla 152. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 521. fundi byggðarráðs með þremur atkvæðum.

12.15.Kjör fulltrúa í fjallskilanefnd Deildarsdals

1006170

Afgreiðsla 152. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 521. fundi byggðarráðs með þremur atkvæðum.

12.16.Kjör fulltrúa í fjallskiladeild Hrollleifsdals

1007002

Afgreiðsla 152. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 521. fundi byggðarráðs með þremur atkvæðum.

12.17.Kjör fulltrúa í búfjáreftirlitsnefnd Skagafjarðar og Siglufjarðar

1006141

Afgreiðsla 152. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 521. fundi byggðarráðs með þremur atkvæðum.

12.18.Kjör fulltrúa í Skarðsárnefnd

1006140

Afgreiðsla 152. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 521. fundi byggðarráðs með þremur atkvæðum.

13.Fræðslunefnd - 59

1006015F

Fundargerð 59. fundar fræðslunefndar lögð fram til afgreiðslu á 521. fundi byggðarráðs eins og einstök erindi bera með sér. Afgreiðsla 59. fundar fræðslunefndar staðfest á 521. fundi byggðarráðs með þremur atkvæðum.

13.1.Kosning formanns fræðslunefndar

1006228

Afgreiðsla 59. fundar fræðslunefndar staðfest á 521. fundi byggðarráðs með þremur atkvæðum.

13.2.Kosning varaformanns fræðslunefndar

1006229

Afgreiðsla 59. fundar fræðslunefndar staðfest á 521. fundi byggðarráðs með þremur atkvæðum.

13.3.Kosning ritara fræðslunefndar

1006230

Afgreiðsla 59. fundar fræðslunefndar staðfest á 521. fundi byggðarráðs með þremur atkvæðum.

13.4.Kosning formanns skipulags- og byggingarnefndar

1006224

Afgreiðsla 209. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 521. fundi byggðarráðs með þremur atkvæðum.

13.5.Kosning varaformanns skipulags- og byggingarnefndar

1006225

Afgreiðsla 209. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 521. fundi byggðarráðs með þremur atkvæðum.

13.6.Kosning ritara skipulags- og byggingarnefndar

1006226

Afgreiðsla 209. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 521. fundi byggðarráðs með þremur atkvæðum.

13.7.Sæmundargata 7 - Umsagnarbeiðni rekstarleyfi

1006202

Afgreiðsla 209. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 521. fundi byggðarráðs með þremur atkvæðum.

13.8.Víðilundur 13-15 - Umsókn um skiptingu lóðar

1006227

Afgreiðsla 209. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 521. fundi byggðarráðs með þremur atkvæðum.

13.9.Suðurbraut 8, - Umsögn um rekstrarleyfi

1006089

Afgreiðsla 209. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 521. fundi byggðarráðs með þremur atkvæðum.

13.10.Suðurbraut 27 - Umsögn um rekstrarleyfi

1006231

Afgreiðsla 209. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 521. fundi byggðarráðs með þremur atkvæðum.

Fundi slitið - kl. 11:14.