Byggðarráð Skagafjarðar

403. fundur 20. september 2007 kl. 10:00 - 11:45 í skrifstofu sveitarstjóra
Nefndarmenn
  • Gunnar Bragi Sveinsson formaður
  • Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir varaformaður
  • Páll Dagbjartsson aðalmaður
  • Bjarni Jónsson áheyrnarfulltrúi
  • Guðmundur Guðlaugsson sveitarstjóri
  • Friðrik Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá

1.Tilnefning í nefnd um samstarf v. heilbr.mála

0709010

Byggðarráð samþykkir að Ásgrímur Sigurbjörnsson verði fulltrúi sveitarfélagsins í nefnd sem á að fjalla um möguleika á samstarfi og samvinnu í heilbrigðismálum á starfssvæði SSNV.

2.Reglugerð að lögreglusamþykkt

0709022

Byggðaráð samþykkir að óska eftir áliti sýslumannsins í Skagafirði á því hvort hann telji þörf á sérstakri reglugerð fyrir Skagafjörð. Jafnframt beinir byggðaráð því til nefnda sveitarfélagsins að kanna hvort lögreglusamþykkt í framlagðri mynd fullnægi þörf sveitarfélagsins.
Undir þessum lið var rætt um málefni lögregluembættisins í Skagafirði og samþykkt að óska eftir upplýsingum frá embættinu um hvort stöðugildum hafi fækkað, hvort allar stöður séu mannaðar og hvort miklar mannabreytingar séu yfirvofandi. Byggðarráð telur mikilvægt að stöðugleiki ríki í starfsmannahaldi hjá svo mikilvægu embætti. Þá samþykkir byggðaráð að óska eftir áliti landssambands lögreglumanna á þróun löggæslunnar í Skagfirði.
Sveitarstjóra falið að fylgja málinu eftir.

3.Lög og reglugerðir um heilbrigðisþjónustu.

0709015

Byggðráð Sveitarfélagins Skagafjarðar lýsir undrun á vinnubrögðum heilbrigðisráðuneytisins við setningu nýrra laga um heilbrigðisþjónustu og reglugerða þeim lögum tengdum þmt. Reglugerðar um heilbrigðisumdæmi. Í bréfi dags. 30.júlí 2007 er framkvæmdastjórn heilbrigðisstofuninarinnar beðin um umsögn um drög að reglugerðum um heilbrigðisumdæmi og um heilsugæslustöðvar og var óskað svars fyrir 17. ágúst. Í bréfi dags. 16. ágúst sl. óskar framkvæmdastjóri stofnunarinnar eftir fresti til að svara vegna sumarleyfa. Því erindi er ekki svarað en fljótlega kynnt ný reglugerð sem er algjörlega á skjön við það sem hafði áður verið kynnt.
Áðurnefndum drögum er breytt án skýringa og hvorki framkvæmdastjórn Heilbrigðisstofnunarinnar Sauðárkróki né sveitarstjórn gefið færi á að tjá sig um ný reglugerðardrög.
Þá er ljóst að Ráðuneytið tekur ekkert tillit til álits Sambands íslenskra sveitarfélaga né álits Sveitarfélagsins Skagafjaðar. Byggðaráð harmar að Norðurland vestra skuli ekki vera eitt heilbrigðisumdæmi eins og gert var ráð fyrir í fyrri reglugerðardrögum. Krefst ráðið skýringa ráðuneytisins á breytingum á þeim tillögum.

4.Menntun sjúkraliða

0709023

Byggðarráð lýsir yfir stuðningi við hugmyndir framkvæmdastjórnarinnar um að það sé full þörf á að við Fjölbrautaskóla Nlv. verði námi komið aftur á fót á sjúkraliðabraut.

5.Freyjugata 7

0709024

Byggðaráð samþykkir að styrkja Hólaskóla um upphæð húsaleigunnar að Freyjugötu 7 til 1. apríl 2008 en húsið skal tæmt og búnaður af lóð fyrir þann tíma. Ekki verður um frekari framlengingu á samningi að ræða.

6.Gönguskarðsá

0709025

Byggðaráð telur ekki forsendur til að verða við erindinu þar sem ekki hafa farið fram viðræður sveitarfélagsins og RARIK um framtíð virkjunar í Gönguskarðsá og mannvirkja henni tengdri. Formanni byggðarráðs falið að ræða við bréfritara.

7.Umsóknir til fjárlaganefndar 2007

0709026

Samþykkt að fela formanni byggðarráðs og sveitarstjóra að vinna drög að erindum fyrir nefndina.

8.Umsókn um að nytja leiguland til skógræktar

0708007

Byggðarráð samþykkir erindið.

9.Nýr leikskóli

0709027

Fundi slitið - kl. 11:45.