Byggðarráð Skagafjarðar

559. fundur 07. júlí 2011 kl. 09:15 - 11:30 í Konungsverslunarhúsinu á Hofsósi
Nefndarmenn
  • Stefán Vagn Stefánsson formaður
  • Bjarni Jónsson varaform.
  • Jón Magnússon aðalm.
  • Sigurjón Þórðarson áheyrnarftr.
Fundargerð ritaði: Ásta Björg Pálmadóttir sveitarstjóri
Dagskrá
Í upphafi fundar hittu fundarmenn Byggðaráðs forsvarsmenn Björgunarsveitarinnar Grettis, slökkviliðsstjóra Brunavarna Skagafjarðar og umsjónarmann eignasjóðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Sameiginlegt húsnæði þessara aðila skoðað.
Að því loknu var Félagsheimilið Höfðaborg skoðað m.t.t. endurbóta, einnig svæðið umhverfis áhaldahús sveitarfélagsins og vigtarskúrs, ljóst er að nauðsynlegra úrbóta er þörf.

1.Fundargerð samráðsnefndar Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Akrahrepps

1107026

Fundargerð 9. fundar Samstarfsnefndar með Akrahreppi lögð fram til afgreiðslu á 559. fundi byggðarráðs eins og einstök erindi bera með sér.

1.1 Viðhald á skólastjórabústað í Varmahlíð

Afgreiðsla 9. fundar samstarfsnefndar með Akrahreppi staðfest á 559. fundi byggðarráðs með þremur atkvæðum.

1.2 Breytingar á skólahúsnæði Varmahlíðarskóla

Afgreiðsla 9. fundar samstarfsnefndar með Akrahreppi staðfest á 559. fundi byggðarráðs með þremur atkvæðum.

1.3 Ráðningarsamningur við skólastjóra

Afgreiðsla 9. fundar samstarfsnefndar með Akrahreppi staðfest á 559. fundi byggðarráðs með þremur atkvæðum.

1.4 Leiguhúsnæði fyrir skólastjóra

Afgreiðsla 9. fundar samstarfsnefndar með Akrahreppi staðfest á 559. fundi byggðarráðs með þremur atkvæðum.

2.Umsókn um leyfi til viðbyggingar

1106114

Í upphafi fundar hittu fundarmenn forsvarsmenn Björgunarsveitarinnar Grettis á Hofsósi og Brunavarna Skagafjarðar vegna umsóknar björgunarsveitarmanna um viðbyggingu við hús björgunarsveitar Grettis á Hofsósi og Brunavarna Skagafjarðar. Byggðaráð gerir ekki athugasemdir við fyrirhugaða viðbyggingu sem greidd er af Björgunarsveitinni Gretti, en eigendur hússins eru sammála um að áður en viðbygging hefst verði búið að ganga frá eignaskiptasamningi um húsið á milli aðila.

3.Ártorg 4 - Umsókn um rekstrarleyfi

1107027

Lagt fram bréf frá Sýslumanninum á Sauðárkróki þar sem óskað er umsagnar vegna umsóknar fyrir Ábæ N1 þjónustustöð á Sauðárkróki um endurnýjun á rekstrarleyfi. Veitingaverslun Flokkur I.

Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.

4.Umsókn um leyfi til að halda rallýkeppni

1107005

Lagt fram erindi frá Bílaklúbbi Skagafjarðar, þar sem sótt er um leyfi til að halda rallýkeppni, laugardaginn 23. júlí 2011. Eknar verða sérleiðirnar Ásgarður - Bakki, Mælifellsdalur og Nafir.

Byggðarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti svo fremi að öll önnur tilskilin leyfi fáist frá hlutaðeigandi aðilum og öllum reglum verði framfylgt.

5.Styrkir til samstarfs í rafrænni stjórnsýslu

1107039

Lögð fram kynning frá Rannís á möguleika á að sækja um styrki til rannsókna og þróunar á rafrænni stjórnsýslu. ( Citizen-Centric eGovernment Servics 2011) Byggðaráð samþykkir að vísa málinu til atvinnu-og ferðmálanefndar til frekari umfjöllunar.


6.Kynning á þjónustu

1107002

Lagt fram til kynningar bréf frá Centra Fyrirtækjaráðgjöf þar sem boðið er upp á fjármálaþjónustu fyrir sveitarfélög.

7.Þátttaka ungmenna á Umhverfisþingi

1107023

Lagt fram til kynningar bréf frá Umhverfisráðuneyti vegna VII. Umhverfisþings sem haldið verður á Hótel Selfossi 14.október 2011.

Byggðarráð vill í tilefni 15 ára afmælis Vesturfarasetursins óska aðstandendum verkefnisins innilega til hamingju með áfangann og óska þeim velfarnaðar um ókomna tíð.

Fundi slitið - kl. 11:30.