Byggðarráð Skagafjarðar

62. fundur 19. september 2023 kl. 14:00 - 14:52 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Einar Eðvald Einarsson formaður
  • Sólborg Sigurrós Borgarsdóttir varaform.
  • Álfhildur Leifsdóttir aðalm.
  • Jóhanna Ey Harðardóttir áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Friðrik Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
  • Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá

1.Ósk um fund

2211242

Lagt fram bréf dagsett 17. september 2023 frá skíðadeild UMF Tindastóls varðandi skíðasvæðið í Tindastóli. Með bréfi þessu er óskað eftir samtali og samstarfi við sveitarfélögin á Norðurlandi vestra um aðkomu að rekstrarstuðningi við svæðið.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að boða forsvarsmenn skíðadeildarinnar á fund ráðsins til viðræðu um erindið.

2.Leiðrétting á fjárframlögum ríkisins til þjónustu vegna fatlaðs fólks

2309173

Lögð fram bókun frá síðasta fundi framkvæmdaráðs um málefni fatlaðs fólks á Norðurlandi vestra, þann 11. september 2023.
Byggðarráð Skagafjarðar skorar á stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga að beita sér fyrir tafarlausri leiðréttingu á fjárframlögum ríkisins til þjónustu vegna fatlaðs fólks, en enn eitt árið stefnir í að málaflokkurinn verði rekinn með tapi á kostnað sveitarfélaganna. Jafnframt er ekki boðlegt að starfshópur um kostnaðarskiptingu ríkis og sveitarfélaga vegna þjónustu við fatlað fólk hafi ekki skilað af sér niðurstöðu. Ljóst er að málaflokkurinn er verulega vanfjármagnaður og sveitarfélög landsins eiga í rekstrarerfiðleikum vegna þess. Nýleg úttekt á rekstri málaflokksins á Norðurlandi vestra sýnir að ekki er um ofþjónustu að ræða af hálfu sveitarfélaganna heldur sinna þau lögbundnum skyldum sínum í þeim efnum.

3.Samþykkt um búfjárhald

2210256

Byggðarráð samþykkir að fresta afgreiðslu málsins.

4.Samráðsfundir vegna endurskoðunar á vinnureglum vetrarþjónustu

2309151

Lagt fram til kynningar erindi frá Vegagerðinni, dagsett 14. september 2023, varðandi samráðsfundi vegna endurskoðunar á vinnureglum vetrarþjónustu. Fundur vegna Norðurlands verður haldinn í Hofi, menningarhúsi á Akureyri þann 11. október 2023.

5.Skógarreitir og græn svæði innan byggðar - Ályktun Skógræktarfélags Íslands

2309145

Lagt fram til kynningar bréf til stjórna sveitarfélaganna á Íslandi, dagsett 13. september 2023 frá Skógræktarfélagi Íslands þar sem kynnt er ályktun sem samþykkt var á aðalfundi félagsins 1.-3. september 2023, um skógarreiti og græn svæði innan byggðar.

Fundi slitið - kl. 14:52.