Byggðarráð Skagafjarðar
Dagskrá
1.Starfsemi FabLab í Skagafirði
2208315
Karítas Björnsdóttir verkefnastjóri FabLab Sauðárkróki, Gunnsteinn Björnsson stjórnarformaður Hátækniseturs Íslands ses og Ingileif Oddsdóttir skólameistari Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra komu á fund byggðarráðs til viðræðu um starfsemi og framtíð FabLab Sauðárkróki.
2.Verklok Byggðasögu Skagafjarðar
2208195
Lögð fram greinargerð ásamt tillögum útgáfustjórnar Byggðasögu Skagafjarðar til stofnaðila ritverksins, dagsett 15. ágúst 2022.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að óska eftir því að útgáfustjórn komi á fund ráðsins til viðræðu.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að óska eftir því að útgáfustjórn komi á fund ráðsins til viðræðu.
3.Starfshópur vegna nýtingu vindorku
2208214
Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 23. ágúst 2022 til sveitarfélaga og samtaka þeirra frá skrifstofu landgæða hjá umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu. Starfshópur til að skoða og gera tillögur til umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins um nýtingu vindorku hefur tekið til starfa. Er sveitarfélögum sem viðtakendum þessa bréfs því boðið að senda sjónarmið sín um ofangreind atriði til starfshópsins í netfangið vindorka@urn.is. Einnig er gert ráð fyrir því að starfshópurinn fundi með hagaðilum síðar á þessu ári þar sem um gagnkvæmari samskipti verði að ræða. Þess er óskað að sjónarmið verði send skriflega í ofangreint netfang fyrir 30. september n.k.
Byggðarráð samþykkir að óska eftir afstöðu skipulagsnefndar til málsins.
Byggðarráð samþykkir að óska eftir afstöðu skipulagsnefndar til málsins.
4.Umsókn um lækkun fasteignaskatts
2208240
Sjá trúnaðarbók.
5.Fjárhags- og rekstrarupplýsingar 2022
2208316
Lagðar fram fjárhagsupplýsingar vegna reksturs sveitarfélagsins tímabilið janúar-júní 2022.
6.Fjárhagsáætlun Skagafjarðar 2023-2026
2208220
Lagt fram til kynningar minnisblað Sigurðar Á. Snævarr sviðsstjóra hag- og upplýsingasviðs hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett 23. ágúst 2022, varðandi forsendur fjárhagsáætlana 2023-2026.
Fundi slitið - kl. 16:15.