Byggðarráð Skagafjarðar

10. fundur 24. ágúst 2022 kl. 14:00 - 15:49 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Einar Eðvald Einarsson formaður
  • Gísli Sigurðsson varaform.
  • Álfhildur Leifsdóttir aðalm.
  • Jóhanna Ey Harðardóttir áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Friðrik Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
  • Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá
Í upphafi fundar var samþykkt samhljóða að taka mál 2111222 Austurgata 11, Hofsósi, á dagskrá með afbrigðum.

1.Stuðningsverkefni vegna innleiðingar heimsmarkmiðanna í sveitarfélögum

2109217

Lagt fram bréf dagsett 12. júlí 2022 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga til sveitarfélaga sem voru þátttakendur í stuðningsverkefni um innleiðingu heimsmarkmiðanna í sveitarfélögum frá hausti 2021 til vors 2022. Sambandið vill bjóða fulltrúum þessara sveitarfélaga til upplýsinga- og samráðsfundar þann 31. ágúst 2022, um framhald samstarfs um innleiðingu Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna. Eva Magnúsdóttir framkvæmdastjóri Podium tók þátt í fundinum í gegnum fjarfundabúnað.

2.Grænir iðngarðar - greining innviða

2202080

Málið áður til kynningar á 9. fundi byggðarráðs þann 17. ágúst 2022. Lögð fram samantekt KPMG fyrir Skagajörð á "Grænum iðngörðum í Skagafirði". Hafþór Ægir Sigurjónsson og Steinþór Pálsson starfsmenn KPMG kynntu samantektina í gegnum í fjarfundabúnað.

3.Málefni fatlaðs fólks

2208182

Byggðarráð Skagafjarðar lýsir yfir miklum áhyggjum af sívaxandi halla á rekstri málaflokks fatlaðs fólks. Ljóst er að sveitarfélögum var falin mikil ábyrgð með tilfærslu málaflokksins frá ríkinu til sveitarfélaga árið 2011 og áskoranir í þjónustunni urðu enn stærri með lagabreytingum árið 2018.
Lögbundið framlag til sveitarfélaganna og fjárframlög Jöfnunarsjóðs standa engan veginn undir rekstri málaflokksins og hefur svo verið um nokkurra ára skeið. Nýleg greining starfshóps ráðherra á kostnaðarþróun í þjónustu við fatlað fólk árin 2018-2020 leiðir í ljós að rekstrarniðurstaða sveitarfélaga landsins vegna málaflokksins var neikvæð um 8,9 milljarða króna og hafði þá þrefaldast á þremur árum frá 2018. Ljóst er að hallinn á árinu 2021 var umtalsvert meiri.
Byggðarráð Skagafjarðar fagnar skipan starfshóps félags- og vinnumarkaðsráðherra um mótun tillagna um kostnaðarskiptingu ríkis og sveitarfélaga vegna þjónustu við fatlað fólk og skorar á ráðherra að hraða vinnu hópsins þannig að hann skili af sér niðurstöðum fyrir Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga 28. september nk. Fyrirmyndar að skjótum viðbrögðum má sækja í verkfærakistu matvælaráðherra sem skipaði fyrr í sumar svokallaðan spretthóp sem gekk fumlaust og vasklega til verks.
Byggðarráð leggur enn fremur áherslur á að ríkisvaldið tryggi aukið fjármagn til málaflokksins á árinu 2022 til að stöðva langvarandi halla á rekstri hans.

4.Aðgerðastjórn almannavarna

2208183

Tekið fyrir bréf dags. 30. júní 2022, frá Lögreglustjóranum á Norðurlandi vestra þar sem sveitarfélögum á svæðinu er gerð grein fyrir stefnu í almannavarna- og öryggismálum, útgefin af dómsmálaráðuneyti. Í stefnunni kemur fram að í hverju lögregluumdæmi skuli tryggja í samvinnu við viðbragðsaðila og ríkislögreglustjóra að til staðar sé starfhæf aðgerðastjórn almannavarna í héraði með ásættanlegan búnað og aðstöðu. Jafnframt kemur fram í bréfinu að það sé mat lögreglustjóra að rökrétt sé og hagkvæmast að hafa eina aðgerðastjórn í héraði í umdæminu og að sú aðgerðastjórn verði staðsett á Sauðárkróki.
Byggðarráð þakkar kærlega fyrir erindið og tekur undir mikilvægi þess að virk aðgerðastjórn sé til staðar á Norðurlandi vestra sem hafi ásættanlegan búnað og aðstöðu. Byggðarráð er jafnframt sammála mati lögreglustjóra hvað aðgerðastjórn og aðstöðu hennar varðar.
Byggðarráð lýsir sig reiðubúið að vinna með lögreglustjóra að greiningu á vænlegri aðstöðu fyrir aðgerðastjórn í héraði. Byggðarráð telur jafnframt brýnt að það liggi sem fyrst fyrir hvaða fjármagn ríkisvaldið muni leggja til í uppbyggingu almannavarna í héraði. Eðlilegt er að ríkið komi að verulegu leyti til móts við þær kröfur sem settar eru fram í stefnu dómsmálaráðuneytisins enda stjórnstöð almannavarna nýtt af margvíslegum ástæðum, m.a. vegna neyðarástands almannavarna á landsvísu, eins og landsmenn allir þekkja frá alheimsfaraldri kórónaveiru.

5.Afskriftarbeiðnir 2022

2203011

Lagðar fram afskriftarbeiðnir frá sýslumannsembættinu á Norðurlandi vestra yfir fyrndar kröfur þing- og sveitarsjóðsgjalda. Höfuðstóll 6.484.985 kr., vextir og kostnaður 7.705.501 kr., samtals 14.190.486 kr.
Byggðarráð samþykkir framlagðar afskriftabeiðnir.

6.Austurgata 11, Hofsósi

2111222

Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að auglýsa fasteignina Austurgata 11 á Hofsósi á sölu.

7.Framfaravogin 2022 - fundarboð

2208136

Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 16. ágúst 2022, frá SPI á Íslandi. Boðið er til kynningarfundar á niðurstöðum Framfaravogarinnar 2022. Kynntar verða nðurstöður 5. útgáfu Framfaravogarinnar 2022. Úttektin byggir á gögnum frá níu stærstu sveitarfélögum landsins og nær til um 80% íbúa landsins.

8.Landsfundur um jafnréttismál sveitarfélaga

2206238

Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 16. ágúst 2022 frá Jafnréttisstofu. Boðað er til landsfundar um jafnréttismál sveitarfélaga þann 15. september 2022 í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri.

Fundi slitið - kl. 15:49.