Byggðarráð Skagafjarðar

997. fundur 05. janúar 2022 kl. 11:30 - 12:53 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Gísli Sigurðsson formaður
  • Stefán Vagn Stefánsson varaform.
  • Ólafur Bjarni Haraldsson aðalm.
  • Álfhildur Leifsdóttir áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Friðrik Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
  • Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá
Ólafur Bjarni Haraldsson og Álfhildur Leifsdóttir tóku þátt í fundinum í gegnum fjarfundabúnað.

Í upphafi fundar var samþykkt samhljóða að taka mál 2112166 Húsnæðisáætlun 2022 - Sveitarfélagið Skagafjörður og mál 2201038 Lántaka langtímalána 2022, á dagskrá með afbrigðum.

1.Heimsfaraldur Covid-19

2201015

Tillaga frá Álfhildi Leifsdóttur. "Í ljósi covid stöðunnar í samfélaginu og sérstaklega í ljósi þess að starfsmenn leikskóla og grunnskóla sveitarfélaganna hafa fæstir fengið 3ja skammt bóluefnis og eiga ekki að fá þann örvunarskammt fyrr en í lok janúar eða byrjun febrúar, þá legg ég til að Sveitarfélagið Skagafjörður geri skýlausa kröfu á að þessir starfsmenn fái 3ju bólusetningu umsvifalaust."

Gísli Sigurðsson, Stefán Vagn Stefánsson og Ólafur Bjarni Haraldsson óska bókað:
Í ljósi umræðu um að hraða bólusetningum starfsmanna Sveitarfélagsins Skagafjarðar, sér í lagi þeim er vinna í grunn- og leikskólum, viljum við leggja fram eftirfarandi bókun.

Mikilvægi bólusetninga hefur sannað sig á síðustu mánuðum og er er afar brýnt að starfsmenn sveitarfélagsins verði sem fyrst bólusettir með örvunarskammti gegn COVID-19. Um það eru allir sammála.
Þann 26. desember sl. sendi áheyrnarfulltrúi Vinstri grænna og óháðra í byggðarráði, fulltrúum þess og sveitarstjóra, tölvupóst þess efnis að kallað yrði til byggðarráðsfundar sem fyrst til að óska eftir við heilbrigðisyfirvöld að bólusetningum fyrir starfsmenn sveitarfélagsins, sér í lagi í leik- og grunnskólum, yrði flýtt umfram þær áætlanir sem heilbrigðisyfirvöld hafa þegar gefið út.
Daginn eftir, þann 27. desember, svarar formaður byggðarráðs tölvupóstinum eftir samtal við sveitarstjóra og leggur til að sveitarstjóra verði falið að óska eftir upplýsingum um stöðu mála hjá Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Sauðárkróki (HSN) sem og að málið verði tekið fyrir á almannavarnarnefndarfundi þar sem það eigi betur heima þar. Sama dag samþykkir áheyrnarfulltrúi Vinstri grænna og óháðra tillögur formanns byggðarráðs.
Seinna sama dag, 27. desember, koma umbeðnar upplýsingar frá HSN þar sem fram kom staða bólusetninga og örvunarbólusetninga meðal starfsmanna leik- og grunnskóla. Fundur í almannavarnarnefnd var haldinn daginn eftir þar sem sóttvarnalæknir HSN fór yfir stöðu mála og útskýrði m.a. ástæður þess að umræddur tími væri á milli bólusetninga. Einnig kom fram á þeim fundi að sóttvarnalæknir HSN teldi sig ekki geta farið gegn fyrirmælum sóttvarnalæknis hjá Embætti landlæknis og heilbrigðisyfirvalda varðandi tímasetningar bólusetninga og bólusetningaráætlun.
Að mati undirritaðra var, eftir fund almannavarnarnefndar þar sem áheyrnarfulltrúi Vinstri grænna og óháðra á sæti, komin niðurstaða í umrædda beiðni enda ljóst að ekki var hægt að breyta bólusetningaráætlun sóttvarnayfirvalda eingöngu í Sveitarfélaginu Skagafirði.
Það sem kemur fram í færslu fulltrúa Vinstri grænna og óháðra á Facebook þann 29. desember um málið, þar sem því er haldið fram að ekki hafi verið vilji hjá fulltrúum Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Byggðalista að taka málið fyrir, er því rangt og skilningur undirritaðra var að samstaða væri um þann feril sem fulltrúi Vinstri grænna og óháðra hafði samþykkt 27. desember.
Byggðarráð og sveitarstjórn hafa frá upphafi Covid-faraldursins lagt sig fram um að fara að fyrirmælum sóttvarnaryfirvalda í einu og öllu, enda mikið undir hjá sveitarfélaginu og samfélaginu öllu að faglega verði unnið gegn þessari miklu vá. Um þetta hefur verið einhugur í sveitarstjórn. Það er mikilvægt að sveitarstjórn og byggðarráð haldi áfram á þeirri vegferð og standi með heilbrigðisyfirvöldum næstu mánuði sem vonandi verða þeir síðustu í baráttunni við COVID-19. Því verður að teljast sérstakt að þrátt fyrir að hafa fengið upplýsingar frá HSN á fundi almannavarnanefndar skuli fulltrúi Vinstri grænna og óháðra birta færslu sína og halda áfram að ræða um að mikilvægt sé að byggðarráð þrýsti á að heilbrigðisyfirvöld í Skagafirði breyti út af þeirri áætlun sem sóttvarnalæknir hefur gefið út og fari þannig jafnframt á skjön við öll önnur sveitarfélög landsins. Að mati undirritaðra er réttur ferill slíkra mála á borði Kennarasambandsins, þar sem fulltrúi Vinstri grænna og óháðra á aðkomu, eða á borði stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, þar sem oddviti Vinstri grænna og óháðra í sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar situr.
Jafnframt er athyglisvert að lesa að fulltrúi Vinstri grænna og óháðra haldi því fram að engin læknisfræðileg rök séu fyrir ákvörðuninni um tímasetningar örvunarbólusetningar og má velta fyrir sér hvaða rök áheyrnarfulltrúi Vinstri grænna og óháðra í byggðarráði og fulltrúi sveitarfélagsins í almannavarnarnefnd haldi að ráði þar för.
Það er mikilvægt að byggðarráðsfulltrúar fari með rétt mál og því miður var ekki svo í umræddu tilfelli. Það er ekki góður bragur á því fyrir byggðarráðsfulltrúa að þurfa að sverja af sér sakir í bókunum byggðarráðs en stundum ganga menn of langt í skrifum sínum og var það raunin að þessu sinni hjá fulltrúa Vinstri grænna og óháðra.

2.Rauða fjöðrin 2022

2112134

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 14. desember 2021 frá Lionshreyfingunni á Íslandi og Blindrafélaginu. Lionshreyfingin á Íslandi safnar fé á nokkurra ára fresti til góðra málefna undir merkinu "Rauða fjöðrin". Nú hefur Lionshreyfingin og Blindrafélagið tekið höndum saman um átak til að tryggja framboð af leiðsöguhundum í landinu til nýrra notenda og til endurnýjunar þeirra hunda sem nú þegar eru til staðar. Biðlað er til sveitarfélaganna í landinu um að leggja málinu lið með fjárframlagi við leggjum áherslu á að sem flestir taki þátt og átakið verði því þjóðarátak, varðandi fjárhæð þá höfum við horft til kr. 50.000 til kr. 250.000. framlagi frá sveitarfélögum og fyrirtækjum. Í framhaldinu verður leitað til fyrirtækja og að lokum til almennings með sölu á rauðu fjöðrinni. Þörfin er brýn.
Byggðarráð samþykkir að leggja 100.000 kr. til átaksins og tekið af fjárhagslið 21890.

3.Lántaka langtímalána 2022

2201038

Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkir að beina því til sveitarstjórnar að taka verðtryggt lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf. allt að fjárhæð 570 milljónir króna. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Er lánið tekið til framkvæmda eignasjóðs og hitaveitu og vegna endurfjármögnunar afborgana eldri lána hjá Lánasjóðinum, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga ohf. nr. 150/2006. Jafnframt er Sigfúsi Inga Sigfússyni, kt. 031175-5349, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Sveitarfélagsins Skagafjarðar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga ohf. sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.

4.Húsnæðisáætlun 2022 - Sveitarfélagið Skagafjörður

2112166

Lögð fram Húsnæðisáætlun 2022 fyrir Sveitarfélagið Skagafjörð.
Byggðarráð samþykkir að vísa áætluninni til afgreiðslu sveitarstjórnar.

5.Samráð; Áform um lagasetningu um breytingu á lögum um póstlögum ef þörf verður á

2112167

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 16. desember 2021 þar sem samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 233/2021, "Áform um lagasetningu um breytingu á lögum um póstlögum ef þörf verður á.". Umsagnarfrestur er til og með 09.01.2022.
Byggðarráð leggur áherslu á að við breytingar á lögum um póstþjónustu verði horft til jöfnunar á kostnaði við dreifingu póstsins óháð landsvæðum, þannig að kostnaður sé sá sami um land allt.

6.Kaupsamningur Flokka ehf

2201014

Lagður fram til kynningar kaupsamningur milli Ó.K. gámaþjónustu ehf. og sveitarfélagins um kaup á eignum Flokku ehf. ásamt leigusamningi milli framangreindra aðila á fasteigninni Borgarteigur 12 þar sem Ó.K. gámaþjónusta ehf. mun starfrækja móttökustöð úrgangs þar til niðurstaða hefur fengist í væntanlegt útboð vegna sorpmála í Skagafirði.

Fundi slitið - kl. 12:53.