Byggðarráð Skagafjarðar

989. fundur 10. nóvember 2021 kl. 11:30 - 11:54 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Gísli Sigurðsson formaður
  • Stefán Vagn Stefánsson varaform.
  • Ólafur Bjarni Haraldsson aðalm.
  • Álfhildur Leifsdóttir áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Friðrik Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
  • Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá
Ólafur Bjarni Haraldsson tók þátt í fundinum í gegnum fjarfundabúnað.

1.Samstarfssamningar sveitarfélaga - frumkvæðisathugun ráðuneytis

2008142

Lögð fram drög að viðauka III við samning milli Akrahrepps og Sveitarfélagsins Skagafjarðar um framkvæmd verkefna, dagsettur 30. ágúst 2019. Í framangreindan samning vantar eftirfarandi tilvísun í lagaheimild.
Samningur milli Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Akrahrepps um framkvæmd verkefna frá 30. ágúst 2019 er gerður á grundvelli heimildar 96. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 um að sveitarfélög geti samið um að eitt sveitarfélag taki að sér verkefni fyrir annað eða önnur sveitarfélög.
Byggðarráð samþykkir framlagðan viðauka.

2.Gjaldskrá gatnagerðargj. stofngj. fráveitu

2110156

Byggðarráð samþykkir að beina því til sveitarstjórnar að framlengja frá og með 1. janúar 2022 samþykkt um tímabundna niðurfellingu gatnagerðargjalda af byggingum íbúðarhúsnæðis af hálfu einstaklinga og verktaka á lóðum við þegar tilbúnar götur á Hofsósi og Steinsstöðum. Verði það gert á grundvelli sérstakrar lækkunarheimildar sem hægt er að veita skv. 6. gr. laga um gatnagerðargjöld nr. 153/2006. Lóðir sem niðurfellingin gildir um verði tilgreindar á sérstakan hátt á yfirlitskortum yfir lausar lóðir á heimasíðu sveitarfélagsins. Ofangreind samþykkt um niðurfellingu gatnagerðargjalda gildir um lóðir sem voru byggingarhæfar fyrir 1. janúar 2019. Lóðum á Sauðárkróki og Varmahlíð sem samsvarandi ákvæði gilti um hefur þegar verið úthlutað.
Jafnframt beinir byggðarráð því til sveitarstjórnar að veita 50% afslátt af gatnagerðargjöldum af lóðum við nýjar götur sem voru byggingarhæfar og tilbúnar til úthlutunar á árunum 2019 og 2020.
Lóðir við nýjar götur sem verða byggingarhæfar og tilbúnar til úthlutunar eftir 1. janúar 2022 munu bera full gatnagerðargjöld.
Ákvæðið vari til 31. desember 2022. Ákvæðið verður ekki afturvirkt og miðað er við að byggingarleyfi hafi verið veitt innan þessara tímamarka.

3.Samráð; Drög að reglugerð um viðbúnað og viðbrögð við smitsjúkdómum í dýrum

2111064

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 5. nóvember 2021 þar sem atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 208/2021, "Drög að reglugerð um viðbúnað og viðbrögð við smitsjúkdómum í dýrum". Umsagnarfrestur er til og með 19.11.2021.

4.Verkefni vegna innleiðingar hringrásarkerfis

2111021

Lagt fram til kynningar bréf dagsett 2. nóvember 2021 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga til allra sveitarfélaga, varðandi verkefni vegna innleiðingar hringrásarkerfis. Ljóst er að öll sveitarfélög munu þurfa að endurskoða þau stjórntæki sem þau hafa á grundvell laga um meðhöndlun úrgangs, þ.e. svæðisáætlanir um meðhöndlun úrgangs, samþykktir um meðhöndlun úrgangs og gjaldskrár fyrir úrgangsmeðhöndlun.

5.Boð um þátttöku sveitarfélaga í námskeiðinu Loftslagsvernd í verki

2111020

Lagt fram til kynningar bréf dagsett 2. nóvember 2021 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga til allra sveitarfélaga varðandi boð um þátttöku sveitarfélaga í námskeiðinu Loftslagsvernd í verki sem haldið er með gagnvirkum hætti yfir netið, í Vefskóla Landverndar.

Fundi slitið - kl. 11:54.