Byggðarráð Skagafjarðar

988. fundur 03. nóvember 2021 kl. 11:30 - 12:36 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Gísli Sigurðsson formaður
  • Stefán Vagn Stefánsson varaform.
  • Ólafur Bjarni Haraldsson aðalm.
  • Álfhildur Leifsdóttir áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Friðrik Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
  • Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá

1.Framkvæmdir við Gúttó

2110216

Með tölvupósti dagsettum 21. október 2021 óskuðu fulltrúar frá Sólon Myndlistarfélagi eftir fundi með byggðarráði til að ræða og fá upplýsingar um húsnæði sem þau hafa til ráðstöfunar frá sveitarfélaginu, þ.e.a.s. Gúttó, Skógargötu 11, Sauðárkróki. Á fundinn mættu fulltrúar félagsins til viðræðu, Erla Einarsdóttir og Anna Hjaltadóttir.

2.Ágóðahlutagreiðslur 2021

2110225

Lagt fram til kynningar bréf frá Eignarhaldsfélaginu Brunabótafélag Íslands, dagasett 22. október 2021, þar sem fram kemur að ágóðahlutagreiðsla sveitarfélagsins árið 2021 sé 3.020.400 kr.

3.Samþætting þjónustu í þágu farsældar barna

2110233

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 25. október 2021 frá félagsmálaráðuneytinu varðandi ósk um tilnefningu fulltrúa sveitarfélagsins vegna innleiðingar laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna.
Byggðarráð samþykkir að Herdís Á. Sæmundardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs verði fulltrúi sveitarfélagsins.

4.Gjaldskrá gatnagerðargj. stofngj. fráveitu

2110156

Gjaldskráin rædd og samþykkt að fresta afgreiðslu til næsta fundar.

5.Gjaldskrá hitaveitu 2022

2110133

Gjaldskrá hitaveitu vegna ársins 2022 vísað til byggðarráðs frá 82. fundi veitunefndar þann 20. október 2021. Lögð var fram tillaga um 4,5% hækkun á gjaldskrá hitaveitu frá og með 1. janúar 2022.
Hækkunin er til komin vegna verðlagsbreytinga og fyrirsjáanlegs taprekstrar á árinu sem er að líða. Einnig er ljóst að talsverðra viðhaldsframkvæmda er þörf á næstu árum.
Byggðarráð samþykkir framlagða gjaldskrá og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.

6.Reglur um afslátt tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega af fasteignaskatti 2022

2110162

Lagt fram vinnuskjal um breytingu á reglum um afslátt tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega af fasteignaskatti 2022.
Byggðarráð samþykkir að breyta reglunum þannig að tekjumörk hækki um 7,9% frá árinu 2021 og að hámarksafsláttur hækki úr 70.000 kr. og verði 80.000 kr. og vísar reglunum til afgreiðslu sveitarstjórnar.

7.Minningardagur um þá sem hafa látist í umferðarslysum

2111002

Lagt fram til kynningar bréf frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti, dagsett 29. október 2021, þar sem tilkynnt er um að sunnudagurinn 21. nóvember 2021, verður haldinn hátíðlegur hér á landi, Dagurinn er alþjóðlegur minningardagur Sameinuðu þjóðanna um fórnarlömb umferðarslysa. Að þessu sinni verður dagurinn helgaður notkun bílbelta og minningarviðburðir verða víða um landið.

Fundi slitið - kl. 12:36.