Byggðarráð Skagafjarðar

976. fundur 11. ágúst 2021 kl. 11:30 - 12:00 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
 • Gísli Sigurðsson formaður
 • Stefán Vagn Stefánsson varaform.
 • Ólafur Bjarni Haraldsson aðalm.
 • Álfhildur Leifsdóttir varam. áheyrnarftr.
Starfsmenn
 • Friðrik Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
 • Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjálmálasviðs
Dagskrá
Á 412. fundi sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar þann 30. júní 2021, var samþykkt að veita byggðarráði heimild til fullnaðarafgreiðslu mála í sumarleyfi sveitarstjórnar samkvæmt III. kafla skv. 8. gr. samþykktar sveitarfélagsins.
Sumarleyfið hefst 1. júlí 2021 og lýkur 12. ágúst 2021.

Stefán Vagn Stefánsson og Ólafur Bjarni Haraldsson tóku þátt í fundinum í gegnum fjarfundabúnað.

1.Auglýsing um ákv. ráðherra til að tryggja starfshæfi sveitarstjórna

2107154

Lögð fram auglýsing um ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra til að tryggja starfhæfi sveitarstjórna og auðvelda ákvarðanatöku við stjórn sveitarfélaga.
Á grundvelli þess að heilbrigðisráðherra hefur sett reglugerð um að setja tímabundna takmörkun á samkomum vegna Covid-19 sjúkdómsins, hefur samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra tekið svofellda ákvörðun, með vísan til 3. mgr. 131. gr. sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011.
Til að tryggja starfhæfi sitt og til að auðvelda ákvarðanatöku við stjórn sveitarfélag er öllum sveitarstjórnum heimilt að taka eftirfarandi ákvarðanir, sem fela m.a. í sér tímabundin frávik frá skilyrðum ákvæða 3. og 4. mgr. 17. gr., 5. mgr. 35.gr., 1. mgr. 40.gr., 1. og 2. mgr. 42. gr. sveitarstjórnarlaga, 10. og 11. gr. auglýsingar um leiðbeiningar um ritun fundargerða sveitarstjórna, nr. 22/2013 og 5. gr. auglýsingar um leiðbeiningar um notkun fjarfundarbúnaðar á fundum sveitarstjórna, nr. 1140/2013.
1. Að nota fjarfundarbúnað á fundum sveitarstjórnar og nefnda sveitarfélagsins, án þess mælt sé fyrir um notkun slíks búnaðar í samþykktum sveitarfélagsins.
2. Að ákveða að engin takmörk verði á fjölda fundarmanna sem taka þátt í fundum sveitarstjórnar og nefnda sveitarfélagsins með fjarfundarbúnaði.
3. Að ákveða að valdsvið nefnda verði með öðrum hætti en mælt er fyrir um í samþykktum sveitarfélagsins.
4. Að fela fastanefnd eða einstökum starfsmönnum sveitarfélagsins fullnaðarafgreiðslu tiltekinna mála sm varða ekki verulega fjárhag sveitarfélags og lög eða eðli máls mæla ekki sérstaklega gegn, þrátt fyrir að kveðið sé á um annað í samþykktum sveitarfélagsins.
5. Að ákveða að staðfesting fundargerða sveitarstjórnar verði með öðrum hætti en mælt er fyrir um í 10. og 11. gr. auglýsingar um leiðbeiningar um ritun fundargerða sveitarstjórna, nr. 22/2013.
Sveitarstjórnum er heimilt að taka þessar ákvarðanir á fundi þar sem allir fundarmenn taka þátt í fundinum í gegnum fjarfundarbúnað.
Heimild þessi tekur gildi 1. ágúst 2021 og gildir til 1. október 2021.
Byggðarráð samþykkir að heimila framkvæmd funda í samræmi við auglýsinguna.

2.Ráðning skipulagsfulltrúa

2108050

Byggðarráð samþykkir að Sæunn Kolbrún Þórólfsdóttir, M.Sc. skipulagsfræðingur, verði ráðin skipulagsfulltrúi Sveitarfélagsins Skagafjarðar.

3.Skipulags- og byggingarnefnd - 409

2107014F

Fundargerð 409. fundar skipulags- og byggingarnefndar lögð fram til afgreiðslu á 976. fundi byggðarráðs eins og einstök erindi bera með sér.
 • Skipulags- og byggingarnefnd - 409 Fyrir liggur til kynningar svæðisskipulag Suðurhálendis sem nær til eftirtalinna sveitarfélaga: Skaftárhreppur, Mýrdalshreppur, Rangárþing eystra, Rangárþing ytra, Ásahreppur, Skeiða- og Gnúpverjahreppur, Hrunamanna¬hreppur, Bláskógabyggð, og Grímsnes- og Grafningshreppur. Auk þessara taka sveitarfélögin Flóahreppur og Árborg þátt í verkefninu.
  Skipulags- og byggingarnefnd gerir ekki athugasemd við framlagða tillögu.
  Bókun fundar Afgreiðsla 409. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 976. fundi byggðarráðs þann 9. ágúst 2021 með þremur atkvæðum.
 • Skipulags- og byggingarnefnd - 409 Málið áður á dagskrá 410. Fundi Sveitarstjórnar Skagafjarðar 14.maí 2021, þar eftirfarandi bókað.
  “ Hákon Ingi Sveinbjörnsson arkitekt kt. 301079-5679, leggur fram fyrirspurn, um hvort heimilt verði að gera breytingu á lóð 5, við Melatún á Sauðárkróki, sem fæli í sér að byggja parhús í stað einbýlishúss á lóðinni. Með þeirri breytingu skv. meðfylgjandi gögnum væri einnig um að ræða færslu/stækkun á byggingarreit til norðurs um 90 cm. Skipulagsfulltrúa falið að vinna tillögu að stækkun lóðar til norðurs til samræmis við umræður á fundi nefndarinnar. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að tillagan verði grenndarkynnt í samræmi við 44. gr. skipulagslags nr. 123.2010, fyrir nálægum hagsmunaaðilum. Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkir með níu atkvæðum, að tillagan verði grenndarkynnt í samræmi við 44. gr. skipulagslags nr. 123.2010, fyrir nálægum hagsmunaaðilum.“Tillagan var kynnt lóðarhöfum lóða númer 6A, 6B, 8, 10 og 12 við Kleifatún og númer 2, 3A, 3B, 4, 6 og 7 við Melatún. Athugasemdir bárust frá lóðarhöfum lóða númer 6A, 8 og 10 við Kleifatún. Umræður urðu um þessar athugasemdir og töldu nefndarmenn framkomin rök með athugasemdunum ekki gefa tilefni til þess að breyta tillögunni. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir breytingu lóðarinnar og að byggt verði parhús á lóðinni í samræmi við þau gögn sem lögð voru fram til kynningar, en vísar erindinu að öðru leiti til starfsmanns byggingarfulltrúa og skipulagsfulltrúa um frekari afgreiðslu.
  Bókun fundar Afgreiðsla 409. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 976. fundi byggðarráðs þann 9. ágúst 2021 með þremur atkvæðum.
 • Skipulags- og byggingarnefnd - 409 Málið áður á dagskrá 411. fundi Sveitarstjórnar Skagafjarðar 9. júní 2021, þar eftirfarandi bókað.
  „Vísað frá 407. fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 1. júní til afgreiðslu sveitarstjórnar. Magnús Tómas Gíslason kt. 040776-5329 og Margrét Berglind Einarsdóttir kt. 180276-3199 þinglýstir eigendur Kárastígs 16 á Hofsósi, óska eftir við skipulags- og byggingarnefnd, að fyrirhugaðar framkvæmdir þeirra, þ.e. viðbygging við núverandi hús, allt að 70m2, verði grenndarkynntar í samræmi við 44. gr skipulagslaga nr.123/2010. Umsókn um byggingarleyfi var áður á dagskrá 12.maí 2021. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að tillagan verði grenndarkynnt nálægum hagsmunaaðilum skv. 44. gr.skipulagslaga nr. 123/2010. Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkir með níu atkvæðum, að fyrirhugaðar framkvæmdir verði grenndarkynntar í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.“
  Tillagan kynnt lóðarhafa lóðarinnar númer 14 við Kárastíg. Fram kemur í tölvupósti dags. 20.7.2021 að ekki verði gerð athugasemd við fyrirhugaða framkvæmd. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir tillögu að viðbyggingu sem lá til grundvallar grenndarkynningu, en vísar erindinu að öðru leiti til byggingarfulltrúa.
  Bókun fundar Afgreiðsla 409. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 976. fundi byggðarráðs þann 9. ágúst 2021 með þremur atkvæðum.
 • Skipulags- og byggingarnefnd - 409 Málið áður á dagskrá 405. fundi Skipulags- og byggingarnefndar 29.apríl 2021, þar eftirfarandi bókað.
  „Með bréfi dagsettu 11. mars sl. óskar Sævar Þór Geirsson kt. 150152-4619 fyrir hönd eigenda Glæsibæjar land, L179407 eftir breyttri skráningu fasteignarinnar úr frístundahúsalóð í íbúðarhúsalóð. Glæsibær land er í dag skráð 1,7 ha. sumarbústaðaland sem á stendur 59,2 m² frístundahús. Umrætt land liggur á milli tveggja frístundalóða-sumarbústaðalanda. Aðkoma að þessum þremur lóðum liggur um land Stekkholts 1 L145976 og Stekkholts 2 L221929, meðfram íbúðarhúsalóðinni Stekkholt L191981 sem er fjöleignahúsalóð. Skipulags- og byggingarnefnd frestar afgreiðslu málsins þar sem ekki liggur fyrir afstaða eigenda Stekkholts, og Stekkholts 1 og 2 varðandi yfirferðarrétt að umræddri lóð.“ Í dag liggur fyrir þinglýst samkomulag aðila um yfirferðarrétt að landinu Glæsibær land, L179407. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir breytta skráningu fasteignarinnar úr frístundahúsalóð í íbúðarhúsalóð, en vísar erindinu að öðru leiti til byggingarfulltrúa.
  Bókun fundar Afgreiðsla 409. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 976. fundi byggðarráðs þann 9. ágúst 2021 með þremur atkvæðum.
 • Skipulags- og byggingarnefnd - 409 Hólatún 9, umsókn um breikkun innkeyrslu. Eiríkur Jónsson kt. 030158-5559 og Birna Jónsdóttir kt. 231154-7369 eigendur einbýlishúss sem stendur á lóðinni númer 9 við Hólatún á Sauðárkróki óska heimildar Skipulags-og byggingarnefndar til að fá að breikka innkeyrslu að lóðinni. Sótt er um 6,0 metra breikkun til suðurs, yfir lagnasvæði sveitarfélagsins. Meðfylgjandi gögn gera grein fyrir umbeðinni framkvæmd. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið með fyrirvara um jákvæða umsögn sviðstjóra veitu-og framkvæmdasviðs.
  Bókun fundar Afgreiðsla 409. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 976. fundi byggðarráðs þann 9. ágúst 2021 með þremur atkvæðum.
 • Skipulags- og byggingarnefnd - 409 Dalatún 1, umsókn um breikkun innkeyrslu. Halldór Hlíðar Kjartansson kt. 251072-5319 sækir fh. eigenda einbýlishúss sem stendur á lóðinni númer 1 við Dalatún á Sauðárkróki umheimild Skipulags-og byggingarnefndar til að fá að breikka innkeyrslu að lóðinni. Sótt er um 0,6 metra breikkun til suðurs, yfir lagnasvæði sveitarfélagsins. Meðfylgjandi gögn gera grein fyrir umbeðinni framkvæmd.
  Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið með fyrirvara um jákvæða umsögn sviðstjóra veitu-og framkvæmdasviðs.
  Bókun fundar Afgreiðsla 409. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 976. fundi byggðarráðs þann 9. ágúst 2021 með þremur atkvæðum.
 • Skipulags- og byggingarnefnd - 409 Heimir Gunnarsson sækir f.h. Vegagerðarinnar um framkvæmdaleyfi vegna áforma um viðhald og styrkingar Austurdalsvegi 758-01. Verkefnið felur í sér að auka skeringar og vinna úr þeim efni sem notað verður til styrkinga á veginum. Þá verða skeringar lagfærðar svo snjósöfnun verði minni á veginum. Einnig sótt um að laga skeringu í vegi 752-03 til að minnka snjósöfnun á vegi. Áætlað efnismagn til styrkingar á Austurdalsvegi er um 15.000 m³ og verður allt efni tekið úr skeringum við veginn. Meðfylgjandi gögn gera grein fyrir umbeðinni framkvæmd. Skipulags- og byggingarnefnd telur að fyrirhuguð framkvæmd sé ekki þess eðlis að framkvæmdin skuli háð mati á umhverfisáhrifum í samræmi við lög um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000.
  Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við reglugerð 772/2012 og að fenginni jákvæðri umsögn minjavarðar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 409. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 976. fundi byggðarráðs þann 9. ágúst 2021 með þremur atkvæðum.
 • Skipulags- og byggingarnefnd - 409 Lögð er fram tillaga að deiliskipulagi Flæðagerðis sem gerir ráð fyrir alls 28 nýjum lóðum.
  Í vinnslutillögu aðalskipulags Sveitarfélagsins Skagafjarðar er svæðið skilgreint sem ÍÞ-404 á þéttbýlisuppdrætti fyrir Sauðárkrók.
  Í greinargerð kemur fram að svæði sé 33,4 ha, og að núverandi byggingarmagn sé 6.030 m² og leyfilegt byggingarmagn á gildistíma aðalskipulags sé 10.500 m².
  Á skipulagsuppdrætti eru sýndar 54 lóðir, 22 hesthúsalóðir við Tjarnargerði, 26 hesthúsalóðir við Flæðigerði, 1 lóð fyrir dýraspítala, 1 fyrir dælustöð hitaveitu, 2 fyrir reiðhallir, 1 fyrir samkomuhús og 1 fyrir reiðgerði. Þá eru 3 byggingarreitir utan lóða fyrir dómhús.
  Tillagan er unnin af Stoð ehf verkfræðistofu. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir deiliskipulagstillöguna og leggur til við Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar að samþykkja tillöguna í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, og að tillagan verði auglýst skv. sömu grein skipulagslaga.
  Bókun fundar Afgreiðsla 409. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 976. fundi byggðarráðs þann 9. ágúst 2021 með þremur atkvæðum.
 • Skipulags- og byggingarnefnd - 409 Gyða Haraldsdóttir kt. 051153-4059 sækir um leyfi til að leggja 270 m hitaveitulögn frá tengistað við stofnlögn að Sjávarborg II, vélageymslu og frístundahúsi sem er í byggingu á lóðinni Smáborg. Verkið verður unnið í samráði við Skagafjarðarveitur. Meðfylgjandi gögn gera grein fyrir umbeðinni framkvæmd. Erindið samþykkt. Bókun fundar Afgreiðsla 409. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 976. fundi byggðarráðs þann 9. ágúst 2021 með þremur atkvæðum.
 • Skipulags- og byggingarnefnd - 409 Umsókn um staðfestingu á skilgreiningu landamerkja - Sjávarborg (Borgartúnshluti)
  Eigendur Sjávarborgar I (L145953), Sjávarborgar II (L145955) og Sjávarborgar III (L145956) í Skagafirði óska eftir staðfestingu skipulags- og byggingarnefndar og sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar á legu landamerkja framangreindra jarða eins og þau koma fram á meðfylgjandi uppdrætti. Uppdrátturinn ber heitið, Sjávarborg I, Sjávarborg II og Sjávarborg III, Skagafirði. Staðfesting hluta landamerkja - Borgartún.
  Uppdrátturinn er í verki 8836-001, unninn á Eflu verkfræðistofu af Sólveigu Olgu Sigurðardóttur, kt. 311273-3109, dags. 20.05.2021.
  Á jörð Sjávarborgar I og Sjávarborgar II standa sambyggð útihús í eigu beggja jarðanna og fylgja landamerkin skiptilínu húsanna samkvæmt eignarhaldi þeirra og verða þannig áfram við staðfestingu landamerkjanna.
  Þegar framangreind landamerki hafa verið staðfest verður sótt um stofnun þriggja lóða úr landi Sjávarborgar I (L145953):
  Lóð fyrir fjöleignarhús (matshl. 05, F2139949)
  Fuglaskoðunarhús (óskráð)
  Sjávarborgarkirkju, (mhl. 07, F2139968) (í dag tilheyrir kirkjan Sjávarborg III en lendir innan Sjávarborgar I við þennan gjörning).
  Framlögð gögn eru:
  Greinargerð, dags. 20.05.2021. Sjávarborg I, Sjávarborg II og Sjávarborg III, Skagafirði. Skilgreining hluta landamerkja - Borgartún (8836-001-GRG-V05-Sjávarborg.pdf)
  Uppdráttur, dags. 20.05.2021.
  Sjávarborg I, Sjávarborg II og Sjávarborg III, Skagafirði. Skilgreining hluta landamerkja - Borgartún, (8836-001-LAN-V05-Sjávarborg.pdf) Skilgreining landamerkjanna samrýmast gildandi aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021.
  Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrir lagt.
  Bókun fundar Afgreiðsla 409. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 976. fundi byggðarráðs þann 9. ágúst 2021 með þremur atkvæðum.
 • Skipulags- og byggingarnefnd - 409 Birna Guðmundsdóttir kt. 010741-3009, þinglýstur eigandi spildunnar Krithóls I, lands 2 (landnr. 223429) Skagafirði, sækir um leyfi til þess að skipta tveimur lóðum úr spildunni, líkt og sýnt er á meðfylgjandi afstöðuuppdrætti gerðum á Stoð ehf. verkfræðistofu af Atla Gunnari Arnórssyni. Númer uppdráttar er S-101 í verki nr. 759106, dags. 13. júlí 2021. Nöfn lóðanna á uppdrætti eru Kjarralundur og Bárulundur. Þá er sótt um heimild til að leggja veg að lóðunum, frá Skagafjarðarvegi (753) eins og sýnt er á uppdrættinum. Landskipti þessi samrýmast gildandi aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021.
  Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrir lagt.
  Bókun fundar Afgreiðsla 409. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 976. fundi byggðarráðs þann 9. ágúst 2021 með þremur atkvæðum.
 • Skipulags- og byggingarnefnd - 409 Gunnar Steingrímsson kt. 260557-5139, þinglýstur eigandi jarðarinnar Stóra-Holts (landnr. 146904) í Fljótum Skagafirði, óskar eftir leyfi til þess að stofna landspildu, Stóra-Holt 2, úr landi jarðarinnar, líkt og sýnt er á meðfylgjandi afstöðuuppdrætti gerðum á Stoð ehf. verkfræðistofu af Braga Þór Haraldssyni. Númer uppdráttar er S01 í verki nr. 757901, dags. 24. júní 2021. Innan landspildunnar eru 2 lóðir. Stóra-Holt lóð landnr. 146905 og Stóra-Holt lóð 1 landnr. 220306. Landið sem um ræðir verður ekki tekið úr landbúnaðarnotkun.
  Öll hlunnindi munu áfram tilheyra jörðinni Stóra-Holt, landnr. 146904. Lögbýlarétturinn mun áfram fylgja landnúmerinu 146904. Landskipti þessi samrýmast gildandi aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021.
  Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrir lagt.
  Bókun fundar Afgreiðsla 409. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 976. fundi byggðarráðs þann 9. ágúst 2021 með þremur atkvæðum.
 • Skipulags- og byggingarnefnd - 409 Ása Jóhanna Pálsdóttir kt. 111174-5209 eigandi lögbýlisins Eyrarland L146520 óskar eftir framkvæmdaleyfi til nytjaskógræktar á 60,0 hektara svæði í landi jarðarinnar. Meðfylgjandi er hnitsettur uppdráttur af fyrirhuguðu skógræktarsvæði dagsettur 5.7.2021 gerður af Skógræktinni. Niðurstaða skipulags- og byggingarnefndar er að umbeðin framkvæmd sé ekki háð mati á umhverfisáhrifum sbr. 1.07 í 1. viðauka laga númer 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum.
  Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að umbeðið framkvæmdaleyfi verið veitt að fenginni jákvæðri umsögn minjavarðar.
  Bókun fundar Afgreiðslu 409. fundar skipulags- og byggingarnefndar er vísað aftur til afgreiðslu nefndarinnar á 976. fundi byggðarráðs þann 9. ágúst 2021 með þremur atkvæðum þar sem fornleifaskráning liggur ekki fyrir.
 • Skipulags- og byggingarnefnd - 409 Sigfríður Sigurjónsdóttir kt. 300468-4979 fh. félagsbúsins Garðs ehf. kt. 440701-2130 sem er eigandi lögbýlisins Garður L146375 óskar eftir framkvæmdaleyfi til nytjaskógræktar á 16,6 hektara svæði í landi jarðarinnar. Meðfylgjandi er hnitsettur uppdráttur af fyrirhuguðu skógræktarsvæði dagsettur 10.5.2021 gerður af Skógræktinni. Niðurstaða skipulags- og byggingarnefndar er að umbeðin framkvæmd sé ekki háð mati á umhverfisáhrifum sbr. 1.07 í 1. viðauka laga númer 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum.
  Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að umbeðið framkvæmdaleyfi verið veitt að fenginni jákvæðri umsögn minjavarðar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 409. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 976. fundi byggðarráðs þann 9. ágúst 2021 með þremur atkvæðum.
 • Skipulags- og byggingarnefnd - 409 Friðrik Smári Stefánsson kt. 1206733359 eigandi Brúnastaða 3, L220621 óskar heimildar til að stofna byggingarreit á landi jarðarinnar fyrir íbúðarhús ásamt vegtengingu við Skagafjarðarveg nr. 752. Meðfylgjandi er afstöðuuppdráttur gerður hjá hönnunardeild FRJ ehf. af Einari I. Ólafssyni kt. 150390-3389. Uppdrátturinn er í verki númer VM001, dags. 28.6.2021.
  Skipulags- og byggingarnefnd felur starfsmanni nefndarinnar að afgreiða erindið að fengnum jákvæðum umsögnum Vegagerðar og minjavarðar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 409. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 976. fundi byggðarráðs þann 9. ágúst 2021 með þremur atkvæðum.
 • Skipulags- og byggingarnefnd - 409 Þórarinn Leifsson kt. 230866-4309 fh. Keldudals ehf. kt. 570196-2359 óskar heimildar til að stofna byggingarreit á landi jarðarinnar fyrir fjósi. Meðfylgjandi er afstöðuuppdráttur gerður hjá hönnunardeild FRJ ehf. af Einari I. Ólafssyni kt. 150390-3389. Uppdrátturinn er í verki númer B-001, dags. 13.07.2021
  Skipulags- og byggingarnefnd felur starfsmanni nefndarinnar að afgreiða erindið að fenginni jákvæðri umsögn Minjavarðar.
  Álfhildur Leifsdóttir vék af fundi við afgreiðslu þessa liðar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 409. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 976. fundi byggðarráðs þann 9. ágúst 2021 með þremur atkvæðum.
  Álfhildur Leifsdóttir óskar bókað að hún taki ekki þátt í umræðu þessa dagskrárliðar.

Fundi slitið - kl. 12:00.