Byggðarráð Skagafjarðar

941. fundur 24. nóvember 2020 kl. 13:00 - 15:10 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Gísli Sigurðsson formaður
  • Stefán Vagn Stefánsson varaform.
  • Jóhanna Ey Harðardóttir varam.
  • Bjarni Jónsson áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Friðrik Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
  • Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjálmálasviðs
Dagskrá
Í upphafi fundar var samþykkt samhljóða að taka mál 2010078 Vinnutímastytting, á dagskrá með afbrigðum.

1.Áskorun á Reykjavíkurborg

2011213

Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar harmar þá stöðu sem upp er komin í málefnum Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga. Reykjavíkurborg virðist ætla að halda til streitu kröfu á hendur Jöfnunarsjóði upp á um 8,7 milljarða króna fyrir meint vangoldin framlög úr sjóðnum. Þessari kröfu hefur þegar verið hafnað af hálfu ríkisins.
Ljóst er hins vegar að muni krafan ná fram að ganga þá eru það sveitarfélögin í landinu, í gegnum Jöfnunarsjóð, sem á endanum munu greiða kröfuna í formi skertra framlaga til þeirra eins og fyrri kröfur sem lent hafa á sjóðnum. Með því er ljóst að fjárhagsleg framtíð sveitarfélaga í landinu er í uppnámi sem og framtíð þess jöfnunarkerfis sem hingað til hefur verið sátt um á meðal sveitarfélaga landsins. Mörg sveitarfélög treysta að miklu leyti á framlög Jöfnunarsjóðs til að sinna þeim fjölmörgu verkefnum sem þeim eru falin og því ljóst að skerðing á framlögum til þeirra í gegn um jöfnunarkerfið mun gera mörgum sveitarfélögum ókleift að sinna þessum verkefnum. Það mun leiða til þess að þjónusta við íbúana mun skerðast verulega frá því sem nú er.
Flest sveitarfélög landsins takast nú á við mjög erfiða fjárhagsstöðu á árinu 2020 og jafnframt er flestum þeirra mikil áskorun að ná endum saman við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2021. Nái krafa höfuðborgar Íslands, sem byggð hefur verið upp af hálfu ríkisins og skattborgara landsins alls sem miðstöð stjórnsýslu, menningar, íþrótta og lista, fram að ganga er ljóst að rekstur sveitarfélaga landsins er í uppnámi um komandi framtíð.
Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar skorar á Reykjavíkurborg að draga kröfu sína til baka og leita annarra leiða gagnvart ríkisvaldinu til að ná fram þeirri leiðréttingu sem borgin telur sig eiga rétt á en í gegnum jöfnunarsjóð sveitarfélaga og þar með gagnvart sveitarfélögunum í landinu, með ófyrirséðum afleiðingum fyrir sveitarfélögin og íbúa þeirra. Byggðarráð skorar jafnframt á önnur sveitarfélög landsins að taka undir bókunina og gera að sinni.

2.Erindi til byggðarráðs

2011170

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 16. nóvember 2020 frá Nordic Fish Leather ehf. þar sem félagið óskar eftir niðurfellingu á hluta reikninga vegna kaupa á heitu og köldu vatni.
Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til afgreiðslu veitunefndar.

3.Úttektarkort fyrir starfsmenn sveitarfélagsins

2011155

Frestað erindi frá 940. fundi byggðarráðs.
Lögð fram svohljóðandi tillaga:
Í ljósi verulegs álags á starfsmenn sveitarfélagsins á Covid tímum leggja VG og óháð og Byggðalistinn til að fjármagn sem ætlað var í árshátíð starfsmanna sveitarfélagsins á þessu ári, verði afhent starfsmönnum sveitarfélagsins í formi úttektarkorta. Það væri þakklætisvottur frá sveitarfélaginu til starfsmanna sinna fyrir vel unnin störf á erfiðum tímum.
Bjarni Jónsson (Vg og óháð) og Ólafur Bjarni Haraldsson (Byggðalista).
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að útfæra tillöguna í samræmi við umræður á fundinum.

4.Fjárhagsáætlun 2021 - atvinnu og ferðamál - málaflokkur 13

2011169

Lögð fram fjárhagsáætlun málaflokks 13-Atvinnumál.
Byggðarráð samþykkir að vísa áætluninni til afgreiðslu dagskrárliar númer 12, Fjárhagsáætlun 2021-2024.

5.Fjárhagsáætlun 2021 - menningarmál - málaflokkur 05

2011168

Lögð fram fjárhagsáætlun málaflokks 5-Menningarmál.
Byggðarráð samþykkir að vísa áætluninni til afgreiðslu dagskrárliar númer 12, Fjárhagsáætlun 2021-2024.

6.Gjaldskrá Héraðsbókasafns Skagfirðinga - 2021

2011112

Lögð fram gjaldskrá Héraðsbókasafns Skagfirðinga fyrir árið 2021.
Byggðarráð samþykkir gjaldskrána og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.

7.Gjaldskrá Héraðsskjalasafns Skagfirðinga - 2021

2011111

Lögð fram gjaldskrá Héraðsskjalasafns Skagfirðinga fyrir árið 2021.
Byggðarráð samþykkir gjaldskrána og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.

8.Gjaldskrá Listasafns Skagfirðinga - 2021

2011110

Lögð fram gjaldskrá Listasafns Skagfirðinga fyrir árið 2021.
Byggðarráð samþykkir gjaldskrána og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.

9.Gjaldskrá brunavarna - slökkvitækjaþjónusta 2021

2011160

Lögð fram gjaldskrá slökkvitækjaþjónustu Brunavarna Skagafjarðar fyrir árið 2021.
Byggðarráð samþykkir gjaldskrána og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.

10.Gjaldskrá brunavarna 2021

2011161

Lögð fram gjaldskrá Brunavarna Skagafjarðar fyrir árið 2021.
Byggðarráð samþykkir gjaldskrána og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.

11.Gjaldskrá 2021, fasteignagjöld

2011102

Gjaldskrá vegna fasteignagjalda 2021 rædd.
Byggðarráð samþykkir eftirfarandi:
Fasteignaskattur í A flokk fasteigna lækki úr 0,50% í 0,475% frá 1. janúar 2021. Fasteignaskattur á B flokk fasteigna verði áfram 1,32% og á C flokk fasteigna verði 1,65%.
Lóðarleiga verði óbreytt milli áranna 2020 og 2021.
Landleiga beitarlands breytist frá 1. janúar 2021 og verði 6.000 kr./ha, landleiga ræktunarlands utan þéttbýlis verði 10.000 kr./ha og landleiga ræktunarlands í þéttbýli verði 14.000 kr./ha.

12.Fjárhagsáætlun 2021 - 2024

2007023

Lögð fram fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2021-2024.
Byggðarráð samþykkir að vísa fjárhagsáætluninni til fyrri umræðu í sveitarstjórn.

13.Umsagnarbeiðni um frumvarp til laga um breytingu á skipulagslögum nr. 123 2010

2011182

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 18. nóvember 2020 þar sem umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á skipulagslögum, nr. 123/2010 (uppbygging innviða og íbúðarhúsnæðis), 275. mál.
Byggðarráð samþykkir að vísa málinu til skipulags- og byggingarnefndar.

14.Umsagnarbeiðni, frumvarp til laga um breytingu á lögum um skráningu einstaklinga

2011204

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 19. nóvember 2020 þar sem allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir yður til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um skráningu einstaklinga, nr. 140/2019 (sveitarfélag fyrsta lögheimilis), 82. mál.

15.Samráð; Drög að frumvarpi til laga um stefnumarkandi áætlanir á sviði samgöngu-, fjarskipta-, og byggðamála

2011154

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 14. nóvember 2020 þar sem samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 248/2020, "Drög að frumvarpi til laga um stefnumarkandi áætlanir á sviði samgöngu-, fjarskipta-, og byggðamála". Umsagnarfrestur er til og með 28.11.2020.

16.Samráð; Breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar regluverks

2011173

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 17. nóvember 2020 þar sem atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 249/2020, "Breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar regluverks". Umsagnarfrestur er til og með 26.11.2020.

17.Samráð; Frumvarp til laga um breytingu á lögum um háskóla og lögum um opinbera háskóla

2011181

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 17. nóvember 2020 þar sem mennta- og menningarmálaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 250/2020, "Frumvarp um breytingu á lögum um háskóla, nr. 63/2006 og lögum um opinbera háskóla, nr. 85/2008". Umsagnarfrestur er til og með 27.11.2020.

18.Vinnutímastytting dagvinna Betri vinnutími

2010078

Byggðarráð samþykkir að visa til afgreiðslu sveitarstjórnar að sveitarstjóra sé veitt umboð f.h. sveitarstjórnar til að taka til afgreiðslu vinnutímasamkomulög varðandi styttingu vinnuvikunnar hjá dagvinnufólki. Sé vinnutímasamkomulagið staðfest getur nýtt fyrirkomulag vinnutíma tekið gildi í stofnunum sveitarfélagsins þann 1. janúar 2021.

19.Rekstrarupplýsingar 2020

2009064

Lagðar fram til kynningar upplýsingar úr rekstri sveitarfélagsins fyrir tímabilið janúar - september 2020.

20.Hvatning vegna styttingu vinnutíma

2011187

Lagt fram til kynningar bréf til sveitarstjórnarfulltrúa dagsett 18. nóvember 2020 frá
ASÍ, BHM, BSRB, Félagi leikskólakennara og Félagi stjórnenda leikskóla, varðandi styggingu vinnuvikunnar.

Fundi slitið - kl. 15:10.