Byggðarráð Skagafjarðar

940. fundur 19. nóvember 2020 kl. 13:15 - 15:20 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Gísli Sigurðsson formaður
  • Stefán Vagn Stefánsson varaform.
  • Jóhanna Ey Harðardóttir varam.
  • Bjarni Jónsson áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Friðrik Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
  • Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjálmálasviðs
Dagskrá

1.Málefni bensínstöðvar N1 á Hofsósi

2002003

Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar hefur undanfarið haft til umfjöllunar og athugunar mengunarslys sem tengist bensínstöð N1 að Suðurbraut 9 á Hofsósi.
Undir þessum dagskrárlið komu Sigurjón Þórðarson heilbrigðisfulltrúi Norðurlands vestra og Steinn Leó Sveinsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs til viðræðu um málið.

2.Úttektarkort fyrir starfsmenn sveitarfélagsins

2011155

Lögð fram svohljóðandi tillaga:
Í ljósi verulegs álags á starfsmenn sveitarfélagsins á Covid tímum leggja VG og óháð og Byggðalistinn til að fjármagn sem ætlað var í árshátíð starfsmanna sveitarfélagsins á þessu ári, verði afhent starfsmönnum sveitarfélagsins í formi úttektarkorta. Það væri þakklætisvottur frá sveitarfélaginu til starfsmanna sinna fyrir vel unnin störf á erfiðum tímum.
Bjarni Jónsson (Vg og óháð) og Ólafur Bjarni Haraldsson (Byggðalista).
Byggðarráð samþykkir að fresta afgreiðslu til næsta fundar.

3.Móttökusveitarfélög - beiðni félagsmálaráðuneytisins um þátttöku í tilraunaverkefni

2011121

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 26. október 2020 frá félagsmálaráðuneytinu þar sem kynnt er að ráðuneytið leitar að sveitarfélögum sem eru áhugasöm um að taka þátt í reynsluverkefni um að fjölga móttöku flóttafólks í samstarfi við Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna. Óskað er eftir fundi með áhugasömum sveitarfélögum til þess að kynna verkefnið og innihald samninga við móttökusveitarfélög.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að óska eftir kynningu á verkefninu frá félagsmálaráðuneytinu.

4.Fjárhagsáætlun 2021 - 2025

2007023

Farið yfir vinnugögn vegna fjárhagsáætlunar 2021-2025.

5.Gjaldskrá 2021, fasteignagjöld

2011102

Gjaldskrá fasteignagjalda 2021 rædd.

6.Viðauki 8 við fjárhagsáætlun 2020

2010220

Lagður fram viðauki númer 8 við fjárhagsáætlun ársins 2020. Viðauki þessi er gerður vegna aukninna tekna í málaflokkum, hækkunar launakostnaðar vegna nýrra kjarasamninga. Millifærslur fjárheimilda á milli málaflokka. Einnig er viðauki gerður vegna nýrra fjárfestinga og svo millifærslur framkvæmdafjár milli verkefna. Viðaukinn er að fjárhæð 28 milljónir króna sem mætt er með hækkun skammtímaskulda.
Byggðarráð samþykkir viðaukann og vísar honum til afgreiðslu sveitarstjórnar.

7.Samþykktir Norðurár bs

2011171

Lagt fram bréf frá stjórn Norðurár bs., dagsett 11. nóvember 2020 þar sem óskað er eftir að nýjar samþykktir byggðasamlagsins verði staðfestar af sveitarstjórn að undangengnum tveimur umræðum.
Byggðarráð samþykkir að vísa samþykktum Norðurár bs. til umræðu í sveitarstjórn.

8.Fulltrúaráðsfundur Stapi lífeyrissjóður

2011116

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 10. nóvember 2020 frá Stapa lífeyrissjóðs, þar sem boðað er til fulltrúaráðsfundar þann 24. nóvember 2020.

9.Umsagnarbeiðni; þingsályktunartillaga um aðgerðir í þágu sveitarfélaga vegna heimsfaraldurs kórónuveiru

2011117

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 11. nóvember 2020 frá nefndasviði Alþingis. Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um aðgerðir í þágu sveitarfélaga vegna heimsfaraldurs kórónuveiru, 43. mál.

10.Samráð; Frumvarp til laga um breytingu á hafnalögum nr. 61 2003

2011100

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 10. nóvember 2020 þar sem samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 242/2020, "Frumvarp til laga um breytingu á hafnalögum, nr. 61/2003". Umsagnarfrestur er til og með 23.11.2020.

11.Samráð; Áform um ný lög um mat á umhvefisáhrifum framkvæmda og áætlana

2011123

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 11. nóvember 2020 þar sem umhverfis- og auðlindaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 243/2020, "Áform um ný lög um mat á umhvefisáhrifum framkvæmda og áætlana". Umsagnarfrestur er til og með 25.11.2020.

12.Heilbrigðisþing 2020

2011120

Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 11. nóvember 2020 frá heilbrigðisráðuneytinu varðandi heilbrigðisþing 2020 þann 27. nóvember 2020. Þingið verður rafrænt og er öllum opið.

Fundi slitið - kl. 15:20.