Byggðarráð Skagafjarðar

463. fundur 15. janúar 2009 kl. 10:00 - 11:25 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Gunnar Bragi Sveinsson formaður
  • Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir varaform.
  • Páll Dagbjartsson aðalm.
  • Bjarni Jónsson áheyrnarftr. VG
  • Guðmundur Guðlaugsson sveitarstjóri
  • Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá

1.Hesthúsahverfið við Flæðagerði

0901032

Lagt fram bréf frá Hestamannafélaginu Léttfeta þar sem ítrekaðar eru óskir félagsins um úrbætur í hesthúsahverfinu við Flæðagerði varðandi s.s. lýsingu, gatnakerfi, snjómokstur.
Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til umhverfis- og samgöngunefndar til úrlausnar.

2.Fasteignagjöld af Auðunarstofu

0901027

Lagt fram bréf frá vígslubiskupi Hólastiftis varðandi fasteignagjöld af Auðunarstofu.
Byggðarráð telur eðlilegt að Ríkissjóður greiði þau gjöld sem honum ber af fasteignum sínum og felur fjármálastjóra að ganga frá málinu.

3.Gjaldskrá Brunavarna Skagafjarðar 2009

0901024

Lögð fram tillaga að gjaldskrá Brunavarna Skagafjarðar fyrir árið 2009.
Byggðarráð samþykkir framlagða tillögu.

4.Gjaldskrármál - Tæknideild

0901012

Gjaldskrár vegna gatnagerðar- og byggingarleyfisgjalda sem vísað var til byggðarráðs frá 166. fundi skipulags- og byggingarnefndar lagðar fram.
Byggðarráð staðfestir afgeiðslu skipulags- og byggingarnefndar.

5.Fjárhagsáætlun 2009

0809004

Sveitarstjóri kynnti vinnu við fjárhagsáætlunargerð 2009.
Byggðarráð samþykkir að næstu fundir ráðsins verði 22. og 27. janúar nk. og að sveitarstjórnarfundur verði færður til fimmtudagsins 29. janúar 2009. Stefnt er að því að halda aukafund með sveitarstjórnarmönnum til að kynna fjáhagsáætlunina eftir fund byggðarráðs 27. janúar nk.

6.Ársþing SSNV 24.-25. apríl 2009, nr. 17

0901030

Lagt fram til kynningar bréf frá Sambandi sveitarfélaga á Norðurlandi vestra varðandi 17. ársþing SSNV, sem haldið verður 24.-25. apríl 2009 í Skagafirði.

7.Ályktun um stöðu tónlistarskólanna í landinu

0901029

Lagt fram til kynningar bréf frá Félagi tónlistarskólakennara þar sem kynnt er ályktun félagsins um stöðu tónlistarskólanna í landinu.

8.Ný Veðurstofa Íslands

0901028

Lagt fram til kynningar bréf frá Veðurstofu Íslands sem er ný stofnun með gamalt heiti. Ný Veðurstofa Íslands tekur yfir starfsemi eldri Veðurstofu Íslands og vatnamælingar Orkustofnunar.

Fundi slitið - kl. 11:25.