Byggðarráð Skagafjarðar

915. fundur 20. maí 2020 kl. 11:30 - 12:50 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Stefán Vagn Stefánsson formaður
  • Gísli Sigurðsson varaform.
  • Álfhildur Leifsdóttir varam.
  • Ólafur Bjarni Haraldsson áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Friðrik Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
  • Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjálmálasviðs
Dagskrá

1.Hugmyndir og ábendingar að aðgerðum til viðspyrnu fyrir íslenskt atvinnulíf

2003207

Farið yfir ýmsa möguleika sveitarfélagsins til aðgerða.

2.Fulltrúaráðsfundur Stapi lífeyrissjóður

2005081

Lagt fram bréf dagsett 7. maí 2020 frá Stapa lífeyrissjóðs þar sem boðað er til fulltrúaráðsfundar 2020. Fundurinn verður haldinn rafrænt þriðjudaginn 2. júní n.k.
Byggðarráð samþykkir að Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs verði fulltrúi sveitarfélagsins á fundinum.

3.Umsagnarbeiðni; frumvarp til laga um svæðisbundna flutningsjöfnun (niðurlagning flutningsjöfnunarsjóðs olíuvara)

2005048

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 6. maí 2020 frá nefndasviði Alþingis. Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um svæðisbundna flutningsjöfnun (niðurlagning flutningsjöfnunarsjóðs olíuvara), 734. mál.

4.Umsagnarbeiðni; frumvarp til laga um samvinnuverkefni um vegaframkvæmdir

2005072

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 8. maí 2020 frá nefndasviði Alþingis. Umverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um samvinnuverkefni um vegaframkvæmdir, 662. mál.

5.Samráð; Drög að stjórnarskrárákvæði um íslenska tungu

2005095

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 11. maí 2020 þar sem forsætisráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 98/2020, "Drög að stjórnarskrárákvæði um íslenska tungu". Umsagnarfrestur er til og með 25.05.2020.

6.Aðalfundur Lánasjóðs sveitarfélaga ohf. 2020

2003117

Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsettur 12. mars 2020 þar sem tilkynnt er um að í ljósi aðstæðna hefur stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga tekið þá ákvörðun að fresta landsþingi sambandsins sem halda átti 26. mars 2020. Aðalfundi Lánasjóðs sveitarfélaga, sem fara átti fram sama dag, hefur einnig verið frestað.

Fundi slitið - kl. 12:50.