Byggðarráð Skagafjarðar

912. fundur 29. apríl 2020 kl. 11:40 - 14:54 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Stefán Vagn Stefánsson formaður
  • Gísli Sigurðsson varaform.
  • Bjarni Jónsson aðalm.
  • Ólafur Bjarni Haraldsson áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Friðrik Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
  • Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjálmálasviðs
Dagskrá

1.Hugmyndir og ábendingar að aðgerðum til viðspyrnu fyrir íslenskt atvinnulíf

2003207

Erindið einnig rætt á fyrri fundum byggðarráðs. Farið yfir stöðu mála.

2.Ársreikningur 2019 - Sveitarfélagið Skagafjörður

2004193

Lagður fram ársreikningur Sveitarfélagsins Skagafjarðar og stofnana fyrir árið 2019. Kristján Jónasson lögg. endurskoðandi hjá KPMG ehf. fór yfir og kynnti ársreikninginn fyrir fundarmönnum. Undir þessum dagskrárlið sat Ásta Ólöf Jónsdóttir aðalbókari fundinn. Sveitarstjórnarfulltrúarnir Álfhildur Leifsdóttir, Jóhanna Ey Harðardóttir, Inga Huld Þórðardóttir og Axel Kárason tóku þátt í fundinum undir þessum dagskrárlið í gegnum fjarfundarbúnað.
Byggðarráð samþykkir að vísa ársreikningnum til fyrri umræðu í sveitarstjórn.

3.Fjárfestingar á árinu 2019 - upplýsingagjöf

1907038

Lagt fram fjárfestingaryfirlit ársins 2019.
Byggðarráð samþykkir að yfirlitinu verði vísað til sveitarstjórnar.

4.Viðauki 4 við fjárhagsáætlun 2020-2024

2004213

Lagður fram viðauki númer fjögur við fjárhagsáætlun ársins 2020. Viðaukinn gengur út á hækkun framkvæmdafjár til Hafnarsjóðs Skagafjarðar um 31,7 mkr. og hækkun á heimild eignasjóðs til að taka langtímalán að fjárhæð 32 mkr. Heildaráhrif á rekstur samstæðu sveitarfélagsins eru hækkun rekstrargjalda um 1,3 mkr. og lækkun á handbæru fé um 150 þkr.
Byggðarráð samþykkir að vísa viðaukanum til afgreiðslu sveitarstjórnar.

5.Húsnæðisáætlun Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020

2001163

Lögð fram 2. útg. af Húsnæðisáætlun 2020-2024 fyrir Sveitarafélagið Skagafjörð sem unnin var af VSÓ ráðgjöf.

6.Staða fráveituframkvæmda heima á Hólum

2004207

Bjarni Jónsson (Vg og óháð) óskar eftir að fá upplýsingar um stöðu fráveituframkvæmda að Hólum í Hjaltadal.
Málið rætt og farið yfir minnisblað frá Eflu verkfræðistofu sem og næstu skref í málinu. Byggðarráð ítrekar mikilvægi þess að framkvæmdin verði kláruð og mun eiga samtal við mennta- og menningarráðuneytið þar sem verkefnið er á þeirra ábyrgð.

7.Umsókn um lækkun fasteignaskatts

2004160

Sjá trúnaðarbók.

8.Umsagnarbeiðni; frumvarp til laga um forvarnir gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni

2004209

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 22. apríl 2020 þar sem allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um forvarnir gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni, ásamt áætlun fyrir árin 2021-2025, 643. mál.

9.Smráð; Drög að reglugerð um undanþágunefnd kennara

2004206

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 24. apríl 2020 þar sem mennta- og menningarmálaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 89/2020, "Drög að reglugerð um undanþágunefnd kennara". Umsagnarfrestur er til og með 08.05.2020.

Fundi slitið - kl. 14:54.