Byggðarráð Skagafjarðar

887. fundur 07. nóvember 2019 kl. 10:30 - 11:43 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Stefán Vagn Stefánsson formaður
  • Gísli Sigurðsson varaform.
  • Bjarni Jónsson aðalm.
  • Sveinn Þ. Finster Úlfarsson varam. áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Friðrik Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
  • Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá

1.Faxatorg 1

1305108

Lagðir fram fjármögnunarleigusamningar um Faxatorg 1, efri hæð.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra og sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs að vinna með málið áfram.

2.Notendastýrð persónuleg aðstoð 2019

1910176

Málinu vísað frá 270. fundi félags- og tómstundanefndar þann 23. október 2019.
"Félags - og tómstundanefnd samþykkir að greiðsluviðmið jafnaðarstunda í NPA samningum árið 2019 taki mið af útreikningum NPA miðstöðvarinnar svf. og jafnframt að taka upp þrjá mismunandi taxta sem endurspegla þarfir notenda þjónustunnar. Jafnaðarstund NPA samninga sem kveður á um aðstoð allan sólarhringinn þar sem notandi getur ekki nýtt sér hvíldarvaktir, skv. bókun 1 í sérkjarasamningi NPA miðstöðvar við Eflingu/SGS, nemur 4.913,04 kr. á klukkustund. Jafnaðarstund NPA samnings sem kveður á um aðstoð allan sólarhringinn hjá notanda sem getur nýtt sér hvíldarvaktir, nemur 4.476,54 kr. á klukkustund. Jafnaðarstund NPA samnings þar sem ekki er gert ráð fyrir næturvinnu, þ.e. hvorki hvíldarvöktum né vakandi næturvöktum, nemur 4.733,62 kr.
Þessar breytingar gildi afturvirkt frá 1. apríl sl.
Vegna viðbótarframlaga vegna námskeiða aðstoðarfólks skal reikna allt að 20 tímum fyrir hvern starfsman á ári. Félags- og tómstundanefnd samþykkir tillöguna fyrir sitt leyti en vísar málinu jafnframt til byggðarráðs."
Byggðarráð samþykkir tillögu félags- og tómstundanefndar og vísar til staðfestingar sveitarstjórnar.


3.Launastefna

1909254

Lögð fram launastefna Sveitarfélagsins Skagafjarðar.
Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi launastefnu sveitarfélagsins og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.

4.Framkvæmdir við kirkjugarð 2020 - erindi frá sóknarnefnd

1910206

Lagt fram bréf dagsett 4. október 2019 frá Ingimar Jóhannssyni fyrir hönd sóknarnefndar Sauðárkrókskirkju þar sem óskað er eftir að sveitarfélagið komi að áframhaldandi frágangi á veg- og bílastæði við kirkjugarðshúsið í Sauðárkrókskirkjugarði.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að eiga fund með fulltrúum sóknarnefndarinnar vegna erindisins.

5.Fjárhagsáætlun 2020 - 2024

1908008

Lögð fram fjárhagsáætlun sveitarfélagsins og stofnana fyrir árin 2020-2024.
Byggðarráð samþykkir að vísa áætluninni til fyrri umræðu í sveitarstjórn.

6.Reglur um afslátt tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega af fasteignaskatti 2020

1910155

Lögð fram drög að breytingu á reglum um afslátt tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega af fasteignaskatti 2020.

7.Gjaldskrá hitaveitu 2020

1910263

Erindinu vísað frá 64. fundi veitunefndar. Lögð fram tillaga að gjaldskrá hitaveitu frá og með 1. janúar 2020.
Byggðarráð samþykkir gjaldskrána með tveimur atkvæðum og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar. Bjarni Jónsson óskar bókað að hann sitji hjá við afgreiðslu málsins.

8.Gjaldskrá Vatnsveitu 2020

1910262

Erindinu vísað frá 64. fundi veitunefndar. Lögð fram tillaga að gjaldskrá vatnsveitu frá og með 1. janúar 2020.
Byggðarráð samþykkir gjaldskrána og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.

9.Gjaldskrá 2020 - Listasafn Skagfirðinga

1910163

Erindinu vísað frá 69. fundi atvinnu-. menningar- og kynningarnefndar. Lögð fram tillaga að gjaldskrá Listasafns Skagfirðinga frá og með 1. janúar 2020.
Byggðarráð samþykkir gjaldskrána og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.

10.Gjaldskrá 2020 - Héraðsbókasafn

1910162

Erindinu vísað frá 69. fundi atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar. Lögð fram tillaga að gjaldskrá Héraðsbókasafns Skagfirðinga frá og með 1. janúar 2020.
Byggðarráð samþykkir gjaldskrána og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.

11.Gjaldskrá 2020 - Héraðsskjalasafn Skagfirðinga

1910161

Erindinu vísað frá 69. fundi atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar. Lögð fram tillaga að gjaldskrá Héraðsskjalasafns Skagfirðinga frá og með 1. janúar 2020.
Byggðarráð samþykkir gjaldskrána og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.

12.Gjaldskrá Húss frítímans 2020

1910250

Erindinu vísað frá 271. fundi félags- og tómstundanefndar. Lögð fram tillaga að gjaldskrá Húss frítímans frá og með 1. janúar 2020.
Byggðarráð samþykkir gjaldskrána og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.

13.Gjaldskrá íþróttamannvirkja 2020

1910249

Erindinu vísað frá 271. fundi félags- og tómstundanefndar. Lögð fram tillaga að gjaldskrá íþróttamannvirkja frá og með 1. janúar 2020.
Byggðarráð samþykkir gjaldskrána með tveimur atkvæðum og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar. Bjarni Jónsson óskar bókað að hann sitji hjá við afgreiðslu málsins.

14.Gjaldskrá Dagdvalar aldraðra 2020

1910273

Erindinu vísað frá 271. fundi félags- og tómstundanefndar. Lögð fram tillaga að gjaldskrá Dagdvalar aldraðra frá og með 1. janúar 2020.
Byggðarráð samþykkir gjaldskrána með tveimur atkvæðum og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar. Bjarni Jónsson óskar bókað að hann sitji hjá við afgreiðslu málsins.

15.Gjaldskrá heimaþjónustu 2020

1910274

Erindinu vísað frá 271. fundi félags- og tómstundanefndar. Lögð fram tillaga að gjaldskrá heimaþjónustu frá og með 1. janúar 2020.
Byggðarráð samþykkir gjaldskrána og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.

16.Reglur um innheimtu gjalda 2020 - Iðja Hæfing

1910281

Erindinu vísað frá 271. fundi félags- og tómstundanefndar. Lögð fram tillaga að gjaldskrá Iðju-hæfingar frá og með 1. janúar 2020.
Byggðarráð samþykkir gjaldskrána með tveimur atkvæðum og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar. Bjarni Jónsson óskar bókað að hann sitji hjá við afgreiðslu málsins.

17.Viðauki 6 við fjárhagsáætlun 2019

1911023

Lögð fram drög að viðauka númer 6 við fjárhagsáætlun 2019. Niðurstaða viðaukans á rekstur sveitarfélagsins er 35.273 þús.kr. til tekna.
Byggðarráð samþykkir viðauka 6 við fjárhaldsáætlun 2019 og vísar honum til afgreiðslu sveitarstjórnar.

18.Reglur um húsnæðismál 2020

1910279

Erindinu vísað frá 271. fundi félags- og tómstundanefndar þann 5. nóvember 2019.
Félags- og tómstundanefnd samþykkir að leggja til við byggðaráð að eftirfarandi texti í 4. lið annarar málsgreinar reglna um húsnæðismál verði felldur brott „þeir sem leigja húsnæði á félagslegum forsendum greiða 20% lægri upphæð eða 1.160 krónur á fermetra og að hámarki 140.223 krónur á mánuði.
Breytingarnar taki gildi 1.janúar 2020.
Byggðarráð samþykkir tillöguna og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.

19.Umsagnarbeiðni; frumvarp til laga um grunnskóla (ritfangakostnaður)

1910229

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 25. október 2019 frá nefndasviði Alþingis. Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um grunnskóla (ritfangakostnaður), 230. mál.

20.Samráð. Drög að frumvarpi til laga um br. á lögum um framkv.vald og stjórnsýslu ríkisins í héraði.

1910236

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 28. október 2019 þar sem dómsmálaráðuneytið kynnir til samráðs drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um framkvæmdavald og stjórnsýslu ríkisins í héraði. Umsóknarfrestur er til og með 11. nóvember 2019.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að senda inn umsögn um frumvarpsdrögin.

21.Samráð; Drög að frumvarpi til laga um breytingu á ýmsum lagaákvæðum um skatta (ívilnanir vegna vistvænna ökutækja o.fl.)

1910259

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 29. október 2019 þar sem fjármála- og efnahgasráðuneyti kynnir til samráðs drög að frumvarpi til laga um breytingu á ýmsum lagaákvæðum um skatta (ívilnanir vegna vistvænna ökutækja o.fl.. Umsóknarfrestur er til og með 12. nóvember.

22.Samráð; Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 952000, um fæðingar- og foreldraorlof, með síðari breytingum (lenging á rétti til fæðingarorlofs).

1910258

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 29. október 2019 þar sem félagsmálaráðuneytið kynnir til samráðs frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 95/2000 um fæðingar- og foreldraorlof, með síðari breytingum (lenging á rétti til fæðingarorlofs). Umsóknarfrestur er til og með 12. nóvember.
Byggðarráð fagnar framkomnum drögum að frumvarpi.

23.Jafnréttisáætlanir sveitarfélaga

1910272

Lagt fram til kynningar bréf dagsett 30. október 2019 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga þar sem sveitarfélög sem ekki hafa sett sér jafnréttisáætlun eru hvött til að gera slíkt. Einnig er vakin athygli sveitarfélaga á umsögn sambandsins um tillögu til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun í jafnréttismálum, dags 23. október 2019.

24.Áfangaskýrsla Flugklasans Air 66N

1904056

Lögð fram til kynningar skýrsla Flugklasans Air 66N um stöðuna í október 2019.

Fundi slitið - kl. 11:43.