Byggðarráð Skagafjarðar

880. fundur 11. september 2019 kl. 11:30 - 11:57 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Stefán Vagn Stefánsson formaður
  • Gísli Sigurðsson varaform.
  • Bjarni Jónsson aðalm.
  • Sveinn Þ. Finster Úlfarsson varam. áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Friðrik Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
  • Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá

1.Beiðni um aukafjárveitingu til húsbúnaðarkaupa

1908176

Lagt fram bréf dagsett 27. ágúst 2019 frá skólastjóra Varmahlíðarskóla þar sem óskað er eftir aukafjárveitingu að fjárhæð 1.680 þús.kr. vegna húsbúnaðarkaupa fyrir Varmahlíðarskóla.
Byggðarráð tekur jákvætt í erindið og samþykkir að undirbúinn verði viðauki við fjárhagsáætlun ársins 2019 vegna þessa.

2.Beiðni um fjárframlag til reksturs sameiginlegs framkvæmdastjóra þriggja félaga

1909021

Lagt fram sameiginlegt bréf dagsett 1. ágúst 2019 frá Hestamannafélaginu Skagfirðingi, Hrossaræktarsambandi Skagafjarðar og Flugu ehf., þar sem óskað er eftir fjárframlagi til reksturs sameiginlegs framkvæmdastjóra fyrir félögin þrjú.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að afla frekari upplýsinga.

3.Samráðsgátt; Drög að frumvarpi, breytingar vegna alþjóðasamþykktar um vinnu við fiskveiðar

1908205

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 212/2019, "Drög að frumvarpi um til breytinga á ýmsum lögum vegna alþjóðasamþykktar um vinnu við fiskveiðar". Umsagnarfrestur er til og með 16.09. 2019. Lagt fram til kynningar.

4.Þakkarbréf frá Bjarna Haraldssyni, heiðursborgara

1909040

Lagt fram til kynningar bréf dagsett í ágúst 2019 frá Bjarna Haraldssyni heiðursborgara Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Í bréfinu segir: "Þann 29. júní síðastliðinn var þess minnst að 100 ár voru liðin frá stofnun Verzlunar Haraldar Júlíussonar á Sauðárkróki, verslunar sem stofnuð var af föður mínum þann 28. júní 1919 en ég hef rekið undanfarna áratugi. Með bréfi þessu langar okkur Ásdísi að þakka sveitarfélaginu fyrir veittan stuðning við hátíðarhöldin. Jafnframt vil ég sérstaklega þakka sveitarstjórninni þann mikla heiður sem það sýndi mér með því að útnefna mig heiðursborgara Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Með kærri kveðju, Bjarni Haraldsson"

5.Minningardagur um fórnarlömb umferðarslysa

1909019

Lagt fram til kynningar bréf frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, dagsett 27. ágúst 2019 varðandi árlegan minningardag Sameinuðu þjóðanna þann 17. nóvember 2019, um þá sem hafa látist í umferðarslysum.

Fundi slitið - kl. 11:57.