Byggðarráð Skagafjarðar

874. fundur 24. júlí 2019 kl. 11:30 - 12:00 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Stefán Vagn Stefánsson formaður
  • Gísli Sigurðsson varaform.
  • Bjarni Jónsson aðalm.
  • Ólafur Bjarni Haraldsson áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri
Dagskrá

1.Sauðárkrókslína 1 og 2 - Umsókn um framkvæmdaleyfi.

1906279

Tekin er fyrir umsókn Jens Kristins Gíslasonar f.h. Landsnets hf. um veitingu framkvæmdaleyfis fyrir lagningu Sauðárkrókslínu 1 og 2.
Byggðarráð samþykkir tillögu skipulags- og byggingarnefndar frá fundi 18. júlí sl. og samþykkir að veita Landsneti hf. framkvæmdaleyfi fyrir lagningu 66 kV jarðstrengs, Sauðárkrókslínu 2, sem er um 23 km jarðstrengur milli Varmahlíðar og Sauðárkróks og framkvæmdaleyfi fyrir Sauðárkrókslínu 1, sem er 1,2 km 66 kV jarðstrengur milli fyrirhugaðs tengivirkis við Borgarteig 10b og tengivirkis ofan Kvistahlíðar. Landsnet sækir um leyfin á grundvelli 13 gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2016.
Samþykkt að fela skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi.

2.Syðra-Vallholt 1 og 2,146067, 146068. Borgarey 146150 og Borgarey 1 227677 ? Lega landamerkja.

1907157

Fyrir liggur erindi eigenda Syðra- Vallholts 1 og 2, 146067, 146068, um staðfestingu á hnitsettum landamerkjum að Borgarey 146150 og Borgarey 1 227677.
Fylgjandi erindinu er afstöðuuppdráttur nr. S01 í verki 724404, útg. 18. júní 2019, unnin hjá Stoð ehf. verkfræðistofu af Birni Magnúsi Árnasyni.
Samkvæmt framlögðum uppdrætti er um að ræða breytta legu landamerkja samkvæmt þinglýsingarskjali „Borgarey í Skagafirði. Yfirlýsing um landamerki. Þinglýsingarskjal nr. 594/2017. Þinglýsta skjalið byggir á landamerkjabréfi nr. 161, sem þinglýst var á manntalsþingi að Stóru-Seylu 25. maí 1889. Þinglýsta skjalinu fylgja tveir uppdrættir,S01 og S02 unnir á Stoð ehf verkfræðistofu, dagsettir 26.10.2016.
Byggðarráð samþykkir breytingu á ofangreindum landamerkjum, eins og þau koma fram á afstöðuuppdrætti Stoðar ehf. nr. S01 í verki 724404, útg. 18. júní 2019.
Byggðarráð felur skipulags- og byggingarfulltrúa að ganga frá málinu í samræmi við ofangreinda bókun og uppfæra uppdrætti af Borgarey og Borgarey 1

3.Tröð (145932) - Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis.

1907045

Lagt fram erindi frá sýslumanninum á Norðurlandi vestra, dagsett 4. júlí 2019, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Sóleyjar Önnu Skarphéðinsdóttur kt. 150649-3669 um leyfi til að reka gististað í flokki II að Tröð - Gestahús, 551 Sauðárkróki.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.

4.Suðurbraut 27 Hofsósi - Prestbakki - umsögn um rekstrarleyfi

1907156

Lagt fram erindi frá sýslumanninum á Norðurlandi vestra, dagsett 19. júlí 2019, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Valgeirs Þorvaldssonar kt. 020760-5919 um leyfi til að reka gististað í flokki II að Prestbakka, Suðurbraut 27, 565 Hofsósi.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.

5.Umsókn um tækifærisleyfi Ketilás

1907110

Lagt fram erindi frá sýslumanninum á Norðurlandi vestra, dagsett 11. júlí 2019, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Stefaníu Hjördísar Leifsdóttur kt. 210665-3909, f.h. Ferðaþjónustunnar Brúnastöðum kt. 680911-0530, um tímabundið áfengisleyfi, tækifærisleyfi skv. 17. gr. laga nr. 85/2007, vegna Félagsleika Fljótamanna sem fyrirhugað er að halda dagana 2. ágúst til 4. ágúst 2019 í Félagsheimilinu Ketilási.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina og staðfestir með því umsögn sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar sem send var sýslumanninum á Norðurlandi vestra 16. júlí 2019.

6.Afgreiðsla tækifærisleyfa

1907158

Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkir að gefa sveitarstjóra og staðgengli hans fullnaðarheimild til þess að afgreiða umsóknir um tækifærisleyfi fyrir hönd sveitarfélagsins til loka árs 2020, eða þar til annað verður ákveðið.

7.Tilmæli Örnefnanefndar til sveitarfélaga á Íslandi

1907072

Framlagt bréf frá Örnefnanefnd Íslands, dags. 26. júlí 2019, þar sem Örnefnanefnd mælist til að brugðist verði við ef líkur eru á að ensk nöfn fari að festa sig í sessi á íslenskum ferðamannastöðum.

Fundi slitið - kl. 12:00.