Byggðarráð Skagafjarðar

872. fundur 26. júní 2019 kl. 14:45 - 15:10 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Stefán Vagn Stefánsson formaður
  • Gísli Sigurðsson varaform.
  • Bjarni Jónsson aðalm.
  • Ólafur Bjarni Haraldsson áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Friðrik Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá
Í upphafi fundar var samþykkt samhljóða að taka mál 1906252 Umsókn um rekstrarleyfi Höfðaborg, á dagskrá með afbrigðum.

1.Afmælishátíð sundlaugarinnar í Varmahlíð

1903011

Málið áður á dagskrá 859. fundar byggðarráðs þann 7. mars 2019. Lagður fram tölvupóstur dagsettur 5. júní 2019 varðandi aðkomu Sveitarfélagsins Skagafjaðar að hátíðarhöldum vegna 80 ára afmælis sundlaugarinnar í Varmahlíð.
Byggðarráð samþykkir að styrkja afmælisnefndina um 100.000 kr. vegna viðburðarins. Fjármunirnir verða teknir af fjárhagslið 21890.

2.Landshlutaáætlanir í skógrækt og lykilhlutverk sveitarfélaga í loftslagsmálum

1906211

Lagt fram bréf móttekið 20. júní 2019 frá Skógræktinni varðandi landshlutaáætlanir í skógrækt og lykilhlutverk sveitarfélaga í loftslagsmálum. Skógræktin mun á næstu misserum óska eftir fundi með sveitarfélögunum, til þess að kynna áform sín og ræða hvernig gera megi betur grein fyrir skógrækt og skógræktarárformum í aðalskipulagi hvers sveitarfélags.

3.Umsókn um rekstrarleyfi Höfðaborg

1906252

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 25. júní 2019 úr máli 1904176 hjá embætti sýslumannsins á Norðurlandi vestra. Sigmundur Jóhannesson, kt. 210865-4899, Brekkukoti, 566 Hofsós, f.h. Félagsheimilisins Höfðaborgar, kt. 471074-0479, sækir um breytingu á rekstrarleyfi til sölu veitinga, úr flokki II, samkomusalir í flokk III, að Skólagötu, 565 Hofsós. Fasteignanúmer 214-3660.
Byggðarráð samþykkir breytingu rekstrarleyfisins úr flokki II í flokk III.

4.Áætlun um tekjutap vegna áforma um frystingu framlags ríkisins til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga

1903169

Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 20. júní 2019 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Þau ánægjulegu tíðindi hafa komið fram á formlegan hátt í breytingartillögu meirihluta fjárlaganefndar við tillögu að fjármálaáætlun að horfið er frá frystingu framlaga til jöfnunarsjóðs.
Byggðarráð fagnar framkominni breytingartillögu meirihluta fjárlaganefndar Alþingis enda mikilvægt hagsmunamál fyrir Sveitarfélagið Skagafjörð.

5.Fasteignamat 2020

1906237

Lagt fram til kynningar bréf dagsett 24. júní 2019 frá Þjóðskrá Íslands varðandi fasteignamat 2020. Fram kemur að fasteignamat í Sveitarfélaginu Skagafirði hækkar um 5,5% á milli ára. Að jafnaði hækkar fasteignamat um 6,1% yfir landið allt.

Fundi slitið - kl. 15:10.