Byggðarráð Skagafjarðar

865. fundur 30. apríl 2019 kl. 11:30 - 13:30 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Stefán Vagn Stefánsson formaður
  • Gísli Sigurðsson varaform.
  • Bjarni Jónsson aðalm.
  • Ólafur Bjarni Haraldsson áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Friðrik Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
  • Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri
Dagskrá

1.Fyrirhugaðar framkvæmdir við lagningu ljósleiðara og dreifikerfis hitaveitu um dreifbýli í Skagafirði

1904150

Málið áður á dagskrá 864. fundar byggðarráðs þann 17. apríl 2019. Lagt fram bréf dagsett 9. apríl 2019 frá Kaupfélagi Skagfirðinga varðandi fyrirhugaðar framkvæmdir sveitarfélagsins við lagningu ljósleiðara og dreifikerfis hitaveitu um dreifbýli í Skagafirði. Fulltrúar Kaupfélags Skagfirðinga, Þórólfur Gíslason og Herdís Á Sæmundardóttir, ásamt Haraldi Jóhannssyni formanni veitunefndar og Indriða Þór Einarssyni sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs, komu til fundarins undir þessum dagskrárlið.
Byggðarráð þakkar fyrir erindi Kaupfélags Skagfirðinga og tekur jákvætt í það. Byggðarráð felur sveitarstjóra að vinna áfram að málinu í samvinnu við byggðarráð og veitu- og framkvæmdasvið.

2.Húsnæði í Sauðárhlíð

1904234

Lagt fram ódagsett bréf, móttekið í málakerfi sveitarfélagsins 29. apríl 2019, frá Róberti Óttarssyni og Magnúsi Frey Gíslasyni þar sem þeir óska að fá að koma á fund byggðarráðs og kynna verkefni sem þeir hafa hug á að koma í framkvæmd.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að afla frekari gagna og frestar afgreiðslu málsins.

3.Viðauki 2 við fjárhagsáætlun 2019

1904167

Lögð fram drög að viðauka númer 2 við fjárhagsáætlun árins 2019. Viðaukinn gerir ráð fyrir auknum launakostnaði við Byggðasafn Skagfirðinga að fjárhæð 1.750 þús.kr. og fjárfestingu að fjárhæð 4.000 þús.kr. vegna aðstöðuhúss við Glaumbæ. Lagt er til að mæta þessum útgjöldum með lækkun handbærs fjár. Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
Byggðarráð samþykkir framlagðan viðauka.

4.Launaþróunartrygging fyrir tímabilið 2017 til 2018

1904171

Lögð fram bókun um útfærslu launaþróunartryggingar fyrir tímabilið 2013-2018 samkvæmt rammasamkomulagi aðila vinnumarkaðarins. Launaleiðréttingin verður greidd að hluta með útborgun apríl launa og eftirstöðvar greiddar með launaútborgun maímánaðar 2019. Byggðarráð sammþykkir að brugðist verði við þessum útgjöldum með gerð viðauka þar sem fjármagn er tekið af launapotti á málaflokki 27100 og deilt út á viðkomandi rekstrareiningar.
Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið.

5.Arðgreiðsla 2019 Lánasjóður sveitarfélaga ohf

1904192

Lagt fram bréf frá Lánasjóði sveitarfélaga ohf., dagsett 17. apríl 2019 þar sem tilkynnt er um arðgreiðslu vegna rekstrarársins 2018. Í hlut sveitarfélagsins komu 10.010.920 kr.

6.Styrkbeiðni Málbjörg félag um stam

1904212

Lagt fram bréf dagsett 12. apríl 2019 frá Málbjörg, félagi um stam á Íslandi. Óskað er eftir styrktarframlagi til stuðnings við að halda heimsráðstefnu um stam dagana 23.-27. júní 2019.
Byggðarráð þakkar fyrir erindið en getur ekki orðið við erindinu.

7.Úttekt á grunnskólum Skagafjarðar

1808139

Lögð fram svohljóðandi bókun 141. fundar fræðslunefndar þann 26. apríl 2019:
Lögð fram til kynningar skýrsla Gunnars Gíslasonar hjá Starfsgæðum ehf. Í skýrslunni koma fram ýmsar gagnlegar ábendingar og tillögur sem getur verið góður grunnur að ákvarðanatöku um skipulag skólamála í Skagafirði til framtíðar litið. Mikilvægt er að ígrunda þær ábendingar vel og eiga samráð við hagaðila um hugsanlegar breytingar. Fræðslunefnd leggur til að stofnaður verði vinnuhópur með fulltrúum flokkanna í fræðslunefnd og byggðarráði til að fara yfir skýrsluna og meta þær tillögur sem þar koma fram. Sigurjón Þórðarson áheyrnarfulltrúi VG og óháðra bókar; Skýrslan er ágæt samantekt á gögnum sem getur orðið umræðuvettvangur um skólastarfið í grunnskólum Skagafjarðar. Um er að ræða samantekt úr bókhaldi Sveitarfélagsins og niðurstöðum úr samræmdum prófum, umfjöllun um innra og ytra mat á skólastarfinu, sem lágu þegar fyrir í grunnskólum Skagafjarðar auk viðtala við skólafólk. Ekki verður séð að neitt hafi verið því til fyrirstöðu að sérfræðingar á fjölskyldusviði Sveitarfélagsins hefðu sjálfir tekið saman umrædd gögn. Í skýrslunni um grunnskóla í Skagafirði kemur skýrt fram að það skorti samtal á milli skólaþjónustunnar og starfsfólks skólanna, en vinna við reglubundna úttektar- og samanburðarskýrslu gætu orðið góður vettvangur fyrir slíkt samtal.
Bjarni Jónsson óskar bókað að hann taki undir bókun fulltrúa VG og óháðra frá fundi fræðslunefndar.
Byggðarráð samþykkir tillögu fræðslunefndar um stofnun vinnuhóps sem skipaður verði fulltrúum flokkanna úr byggðarráði og fræðslunefnd til að fara yfir skýrsluna og meta þær tillögur sem þar koma fram.

8.Suðurbraut 1, Mattahús - Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis

1904163

Lagður fram tölvupóstur úr máli 1904212 hjá sýslumannsembættinu á Norðurlandi vestra, dagsettur 16. apríl 2019. Óskað er umsagnar um umsókn Auðar Bjarkar Birgisdóttur, kt. 280484-2889, Grindum, 566 Hofsós, um leyfi til að reka gististað í flokki II að Suðurbraut 1, 565 Hofsós. Fasteignanúmer 214-3664.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.

9.Hólar,Bjórsetur - Umsagnarbeiðni vegna tækifærisleyfis

1904216

Lagður fram tölvupóstur úr máli 190476 hjá sýslumannsembættinu á Norðurlandi vestra, dagsettur 26. apríl 2019. Óskað er umsagnar um umsókn Bjarna Kristófers Kristjánssonar, f.h. Bjórseturs Íslands - brugghús, kt. 530314-0810, Hólum, 551 Sauðárkrókur, um tækifærisleyfi vegna bjórhátíðar sem fyrirhugað er að halda þann 1. júní 2019 að Hólum í Hjaltadal.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.

Fundi slitið - kl. 13:30.