Byggðarráð Skagafjarðar

851. fundur 18. desember 2018 kl. 11:30 - 13:44 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Stefán Vagn Stefánsson formaður
  • Gísli Sigurðsson varaform.
  • Bjarni Jónsson aðalm.
  • Ólafur Bjarni Haraldsson áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Friðrik Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
  • Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá

1.Fyrirspurn, samningur við Performa ehf

1812166

Lögð fram eftirfarandi fyrirspurn frá Ólafi Bjarna Haraldssyni, Byggðalista:
Á síðasta sveitarstjórnarfundi sem haldinn var 13. desember 2018 var lagður fram til samþykktar samningur um byggingarstjórn, verkefnastýringu og fleira vegna Aðalgötu 21. Hvenær er ráðgert að fyrirtækið hefji störf? Óska eftir skriflegu svari í fundargerð.
Svar byggðarráðs er eftirfarandi: Fyrirtækið Performa hóf störf við framkvæmdir við Aðalgötu 21 á Sauðárkróki 21. mars 2018 í kjölfar þess að byggðarráð samþykkti þann 2. mars samning við fyrirtækið um byggingarstjórn, verkefnastýringu o.fl. vegna framkvæmdarinnar.

2.Tillaga Byggðalista, fundir með hönnuðum leikskólabygginga

1812167

Lögð fram eftirfarandi tillaga frá Ólafi Bjarna Haraldssyni, Byggðalista:
Byggðarráð leggur til að fá til fundar forsvarsmenn hönnuða leiksólabygginga sem fyrirhugaðar eru á næsta ári og eru á fjárhagsáætlun 2019. Markmið fundanna er annarsvegar að fá á því útskýringar afhverju vinna hefur dregist svo mjög á langinn við hönnun leiksólabygginarinnar á Hofsósi, sem og að gera þeim ljós hversu mikilvæg það er fyrir okkur að hraða vinnu eins og hægt er þannig framkvæmdartíminn komi síst niður á skólastarfi?
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að finna tíma sem hentar.

3.Tillaga, fundartími byggðarráðs

1812168

Lögð fram eftirfarandi tillaga frá Ólafi Bjarna Haraldssyni, Byggðalista:
Undirritaður leggur til að fundartímar byggðarráðs verði endurskoðaðir fyrir árið 2019 og leggur til með von um jákvæð viðbrögð, að halda þá á miðvikudögum í stað þriðjudaga.
Byggðarráð samþykkir tillöguna.

4.Umboð til kjarasamningsgerðar

1812026

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 4. desember 2018 frá kjarasviði Sambands íslenskra sveitarfélaga, varðandi veitingu umboðs til Sambands íslenskra sveitarfélaga frá sveitarfélögum til kjarasamningsgerðar.
Byggðarráð samþykkir að veita Sambandi íslenskra sveitarfélaga umboð til kjarasamningsgerðar fyrir hönd Sveitarfélagsins Skagafjarðar og felur sveitarstjóra að undirrita samkomulag þar um. Byggðarráð samþykkir einnig að vísa erindinu til staðfestingar sveitarstjórnar.

5.Umsagnarbeiðni frumvarp til laga um samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs

1812143

Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 13. desember 2018 frá nefndasviði Alþingis. Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs, 417. mál.

6.Fundur nefndar um þjóðgarð á hálendinu 14. jan 2019

1812113

Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsetttur 11. desember 2018 frá umhverfis- og auðlindaráðuneyti þar sem boðað er til fundar þverpólitískrar nefndar um þjóðgarð á miðhálendinu með fulltrúum sveitastjórna Akrahrepps, Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Eyjafjarðarsveitar. Fundurinn verður haldinn 14. janúar 2019 á Sauðárkróki. Umræðuefni fundarins verða aðallega eftirfarandi þættir:
Mögulegar útfærslur á mörkum þjóðgarðs.
Skiptingu í verndarflokka.
Hugsanlegar aðkomuleiðir og þjónustumiðstöðvar.

7.Umsagnarbeiðni þingsályktunartillaga að efla íslenska tungu sem opinbert mál á Íslandi

1812144

Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 13. desember 2018 frá nefndasviði Alþingis. Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um að efla íslensku sem opinbert mál á Íslandi, 443. mál.

8.Umsagnarbeiðni þingsályktunartillaga um áætlun 2019-2022 um aðgerðir gegn ofbeldi og afleiðingum þess

1812085

Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 7. desember 2018 frá nefndasviði Alþingis. Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um áætlun fyrir árin 2019-2022 um aðgerðir gegn ofbeldi og afleiðingum þess, 409. mál.

Fundi slitið - kl. 13:44.