Byggðarráð Skagafjarðar

850. fundur 11. desember 2018 kl. 11:30 - 14:29 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Stefán Vagn Stefánsson formaður
  • Gísli Sigurðsson varaform.
  • Bjarni Jónsson aðalm.
  • Ólafur Bjarni Haraldsson áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Friðrik Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
  • Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá

1.Samstarfssamningur um uppbyggingu sýndarveruleikasýningar á Sauðárkróki

1803025

Á fund byggðarráðs komu Ingvi Jökull Logason forsvarsmaður Sýndarveruleika ehf. og Arnór Halldórsson hrl. og fóru yfir samninga og bókanir vegna samstarfs um sýndarveruleikasýningu í Aðalgötu 21 á Sauðárkróki. Véku þeir af fundi kl. 14:00.
Byggðarráð samþykkir með tveimur atkvæðum að vísa samstarfssamningi um uppbyggingu sýndarveruleikasýningar ásamt fylgigögnum til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Bjarni Jónsson óskar bókað:
Þrátt fyrir breytingar á nokkrum atriðum í samningsdrögum, eiga þeir fyrirvarar og gagnrýni sem VG og óháð hafa áður sett fram vegna málsins enn við í meginatriðum. Því er afstaðan óbreytt. Að öðru leyti vísast til umfjöllunar við fyrirtöku á fyrirhuguðum sveitarstjórnarfundi. VG og óháð eru andvíg samningunum í núverandi mynd.
Bjarni Jónsson, VG og óháðum.

Fundi slitið - kl. 14:29.