Byggðarráð Skagafjarðar

848. fundur 06. desember 2018 kl. 08:15 - 11:02 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Stefán Vagn Stefánsson formaður
  • Gísli Sigurðsson varaform.
  • Ólafur Bjarni Haraldsson áheyrnarftr.
  • Álfhildur Leifsdóttir varam.
Starfsmenn
  • Friðrik Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
  • Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun 2019-2023

1806288

Unnið með fjárhagsáætlun 2019-2023.
Á fund byggðarráðs komu Dagur Þór Baldvinsson yfirhafnarvörður og Indriði Þór Einarsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs og fóru yfir fjárhagsáætlun Skagafjarðarhafna. Dagur vék af fundi kl. 08:45. Indriði fór yfir verkefnalista varðandi meiriháttar viðhald eignasjóðs og fjárfestingar ársins 2019. Indriði vék af fundi kl. 09:50.
Margeir Friðriksson fór yfir áætlanir eignasjóðs, félagsíbúða og Tímatákns ehf.

Fundi slitið - kl. 11:02.