Byggðarráð Skagafjarðar

832. fundur 12. júlí 2018 kl. 08:30 - 09:20 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
 • Stefán Vagn Stefánsson formaður
 • Gísli Sigurðsson varaform.
 • Bjarni Jónsson aðalm.
 • Sveinn Þ. Finster Úlfarsson varam. áheyrnarftr.
Starfsmenn
 • Helga Sigurrós Bergsdóttir ritari
Fundargerð ritaði: Helga Bergsdóttir stjórnsýsluritari
Dagskrá
Á 371. fundi sveitarstjórnar 27. júní 2018 var samþykkt að byggðarráð hafi heimild til fullnaðarafgreiðslu mála í sumarleyfi sveitarstjórnar samkvæmt III. kafla skv. 8. gr. samþykktar sveitarfélagsins.
Sumarleyfið hefst 28. júní 2018 og lýkur 10. ágúst 2018.

1.Viðauki 4 við fjárhagsáætlun 2018-2022

1807001

Lögð fram tillaga að viðauka númer 4 við fjárhagsáætlun ársins 2018. Viðaukinn er m.a.vegna breytinga á kjarasamningum við Sjúkraliðafélag Íslands, BSRB og ASÍ félög, BHM, Félag tónlistarskólakennara og Félag grunnskólakennara. Viðaukinn gerir ráð fyrir aukningu á rekstrarútgjöldum nettó upp á 11,5 milljónir króna samkvæmt meðfylgjandi greinargerð og er því mætt með lækkun á handbæru fé. Einnig er gert ráð fyrir hækkun á fjárfestingarlið eignasjóðs upp á 37 milljónir króna vegna fasteignakaupa og lækkun handbærs fjár um sömu upphæð.
Byggðarráð samþykkir framlagðan viðauka númer 4 við fjárhagsáætlun ársins 2018.

Á 371. fundi sveitarstjórnar 27. júní 2018 var samþykkt að byggðarráð hafi heimild til fullnaðarafgreiðslu mála í sumarleyfi sveitarstjórnar samkvæmt III. kafla skv. 8. gr. samþykktar sveitarfélagsins.
Sumarleyfið hefst 28. júní 2018 og lýkur 10. ágúst 2018.

2.Ályktun v/skólaaksturs barna úr Fljótum frá Íbúa- og átthagafélagi Fljóta

1807048

Lagt fram bréf frá stjórn íbúa- og átthagafélags Fljóta dagsett 4. júlí 2018. Í bréfinu er ítrekuð nauðsyn þess að tryggja öryggi skólabarna í Fljótum við skólaakstur. Byggðarráð tekur undir áhyggjur bréfritara enda mikilvægt að fylgsta öryggis skólabarna sé gætt. Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til fræðslunefndar og umhverfis- og samgöngunefndar.

3.Hugmyndir um menningarhús á Sauðárkróki

1701022

Á fundi atvinnu-menningar- og kynningarnefndar þann 2. júlí s.l. var rætt um skipan þarfagreiningarnefndar um byggingu menningarhúss á Sauðárkróki. Á liðnu kjörtímabili skipaði hvert framboð í Sveitarfélaginu Skagafirði einn fulltrúa í nefndina en auk þeirra situr þar Héraðsskjalavörður Héraðsskjalasafns Skagfirðinga.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd beinir því til byggðarráðs að skipa að nýju fulltrúa í þarfagreiningarnefnd um byggingu menningarhúss á Sauðárkróki.
Málið áður á dagskrá byggðarráðs 5. júlí s.l.
Byggðarráð tilnefnir eftirtalda aðila í þarfagreiningarnefnd: Gunnstein Björnsson, Sigríði Magnúsdóttur, Björgu Baldursdóttur og Ragnheiði Halldórsdóttur. Auk þeirra tilnefnir byggðarráð Héraðsskjalavörð Héraðsskjalasafns Skagfirðinga og Safnstjóra Byggðasafns Skagfirðinga í hópinn.

4.Háeyri 6

1807002

Á fundi umhverfis- og samgöngunefnar þann 3.júlí 2018 voru lögð fram drög að kaupsamningi á milli Hafnasjóðs Skagafjarðar og Hvata ehf vegna mögulegra kaupa Hafnasjóðs á Háeyri 6.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkti drögin að kaupsamningi fyrir sitt leyti og vísaði til byggðarráðs til endanlegrar afgreiðslu. Málið áður á dagskrá byggðarráðs 5. júlí 2018.
Byggðarráð samþykkir framlagðan kaupsamning, með fyrirvara um breyttar dagsetningar. Bjarni Jónsson óskar bókað að hann sitji hjá.

5.Ósk um endurskoðun varðandi húsnæði Pure Natura að Háeyri 6

1807020

Á fundi byggðarráðs þann 5. júlí 2018 var lagt fram bréf frá Hildi Þóru Magnúsdóttur framkvæmdastjóra Pure Natura ehf, dagsett 2. júlí 2018, þar sem hún óskar eftir því að Sveitarfélagið Skagafjörður leigi Pure Natura ehf í nokkra mánuði húsnæði það sem sveitarfélagið hyggst festa kaup á að Háeyri 6 við Sauðárkrókshöfn.
Sveitarfélagið Skagafjörður er ekki eigandi hússins og hefur ekki verið leigusali Pure Natura ehf.
Byggðarráð hefur nú á þessum fundi samþykkt kaupsamning að Háeyri 6, milli Hvata ehf og Sveitarfélagsins Skagafjarðar með fyrirvara um breyttar dagsetningar.

Fyrir liggur að samningaviðræður hafa staðið yfir um nokkurt skeið um að komið verið á fót fiskmarkaði við Sauðárkrókshöfn sem yrði mikið framfaraskref fyrir sveitarfélagið. Stefnt er að því að markaðurinn taki til starfa í ágúst n.k. og stendur til að sveitarfélagið muni leigja fiskmarkaðnum hluta af húsnæðinu að Háeyri 6 sem það hyggst kaupa og nota síðan hinn hlutann af því fyrir starfsemi hafnarinnar þar sem verulega þörf er komin á aukið rými fyrir starfsemi hafnarinnar sem hefur vaxið hratt. Ekki liggur fyrir hversu mikið rými fiskmarkaðurinn þarf í umræddu húsnæði en greining á því mun fara í gang í kjölfar kaupanna, þ.e. meta hvaða rými fiskmarkaðurinn þarf og hversu mikið rými höfnin þarf.

Í bréfi Pure Natura til byggðarráðs er þess farið á leit við sveitarfélagið að það leigi félaginu húsnæðið tímabundið og er byggðarráð tilbúið, að lokinni umræddri þarfagreiningu, að ganga til samninga við Pure Natura um leigu fyrir þann hluta sem ætlaður er starfsemi Skagafjarðarhafna í húsnæðinu til fjögurra mánaða.

Bjarni Jónsson óskar bókað: Sveitarfélagið Skagafjörður getur verið stolt af nýsköpunarstarfinu sem verið er að byggja upp hjá Pure Natura ehf. og mikilvægt að það leitist við að greiða götu þess, sem og annarra nýsköpunarfyrirtækja sem vilja starfa í héraðinu.

6.Landbúnaðarnefnd - 200

1807009F

Fundargerð 200. fundar landbúnaðarnefndar lögð fram til afgreiðslu á 832. fundi byggðarráðs eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
 • Landbúnaðarnefnd - 200 Borin var upp tillaga um Jóhannes Ríkharðsson sem formann landbúnaðarnefndar, Jóel Þór Árnason sem varaformann og Valdimar Ó. Sigmarsson sem ritara.
  Landbúnaðarnefnd samþykkir tillöguna.

  Jóhannes Ríkharðsson tók við fundarstjórn.
  Bókun fundar Afgreiðsla 200. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 832. fundi byggðarráðs 12. júlí 2018 með þremur atkvæðum.
 • Landbúnaðarnefnd - 200 Landbúnaðarnefnd hyggst ráðast í greiningu og kortlagningu á þeim svæðum innan sveitarfélagsins þar sem veggirðingum og viðhaldi þeirra er ábótavant og lausaganga búfjár er vandamál. Jafnframt samþykkir nefndin að óska eftir fundi með fulltrúum Vegagerðarinnar, lögreglu og Landgræðslu til að fjalla um málið. Bókun fundar Afgreiðsla 200. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 832. fundi byggðarráðs 12. júlí 2018 með þremur atkvæðum.
 • Landbúnaðarnefnd - 200 Landbúnaðarnefnd samþykkir að standa fyrir námskeiði í notkun flygilda fyrir fjallskilanefndir. Stefnt er að þátttöku fulltrúa frá hverri fjallskilanefnd innan sveitarfélagsins og að námskeiðið verði haldið eigi síðar en 20. ágúst nk. Bókun fundar Afgreiðsla 200. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 832. fundi byggðarráðs 12. júlí 2018 með þremur atkvæðum.
 • 6.4 1807057 Kerfill
  Landbúnaðarnefnd - 200 Landbúnaðarnefnd beinir því til umhverfis- og samgöngunefndar að gera úttekt á umfangi kerfils í Sveitarfélaginu Skagafirði og hvernig unnt sé að stemma stigu við og uppræta þessa ágengu tegund. Landbúnaðarnefnd lýsir sig fúsa til samstarfs við verkefnið. Bókun fundar Afgreiðsla 200. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 832. fundi byggðarráðs 12. júlí 2018 með þremur atkvæðum.
 • Landbúnaðarnefnd - 200 Tekin fyrir fyrirspurn frá Stefaníu Fjólu Finnbogadóttur og Guðmundi Magnússyni um upprekstur hrossa á Hofsafrétt.

  Landbúnaðarnefnd bendir á að samkvæmt samþykkt landbúnaðarnefndar frá 30. janúar 2007 og sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar frá 8. febrúar 2007 er allur upprekstur hrossa og lausaganga þeirra um afréttinn bönnuð, þar með úr ógirtum heimalöndum sem liggja að afrétt. Landgræðsla ríkisins fer með eftirlitsskyldu með framkvæmd landbótaáætlunar í Hofsafrétt samkvæmt landbóta- og landnýtingaráætlun 2016-2025 fyrir Hofsafrétt í Skagafirði.
  Bókun fundar Afgreiðsla 200. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 832. fundi byggðarráðs 12. júlí 2018 með þremur atkvæðum.
 • Landbúnaðarnefnd - 200 Kjör fjallskilanefndar Hrollleifsdals, þrír aðalmenn og einn til vara.
  Lögð fram tillaga um:
  Gest Stefánsson, Arnarstöðum I, sem fjallskilastjóra. Óskar Hjaltason, Glæsibæ, sem varafjallskilastjóra og Sigurlaugu K Eymundsdóttir, Tjörnum, sem aðalmann.

  Til vara: Eggert Jóhannsson,Felli.
  Aðrar tillögur komu ekki fram og skoðast þau því réttkjörin.

  Bókun fundar Afgreiðsla 200. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 832. fundi byggðarráðs 12. júlí 2018 með þremur atkvæðum.
 • Landbúnaðarnefnd - 200 Kjör fjallskilanefndar Deildardals, þrír aðalmenn og einn varamaður.
  Lögð fram tillaga um:
  Loft Guðmundsson, Melstað 2, sem fjallskilastjóra. Jón Einar Kjartansson,Hlíðarenda, sem varafjallskilastjóra og Rúnar Pál D Hreinsson, Grindum,sem aðalmann.
  Til vara: Gísli Gíslason, Þúfum.
  Aðrar tillögur komu ekki fram og skoðast þeir því réttkjörnir.
  Bókun fundar Afgreiðsla 200. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 832. fundi byggðarráðs 12. júlí 2018 með þremur atkvæðum.
 • Landbúnaðarnefnd - 200 Kjör fjallskilanefndar Unadals, þrír aðalmenn og tveir varamenn.
  Lögð fram tillaga um:
  Erling Sigurðsson, Hugljótsstöðum, sem fjallskilastjóra. Bjarna Salberg Pétursson, Mannskaðahóli, sem aðalmann og Jónas Þór Einarsson, Grund 2, sem aðalmann.
  Til vara: Friðgeir Ingi Jóhannsson, Suðurbraut 5, Hofsós og Arnór Gunnarsson Laugavegi 3, Varmahlíð.
  Aðrar tillögur komu ekki fram og skoðast þeir því réttkjörnir.
  Bókun fundar Afgreiðsla 200. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 832. fundi byggðarráðs 12. júlí 2018 með þremur atkvæðum.
 • Landbúnaðarnefnd - 200 Kjör fjallskilanefndar Hóla- og Viðvíkurhrepps, þrír aðalmenn og tveir varamenn.
  Lögð fram tillaga um:
  Atla Má Traustason, Syðri-Hofdölum, sem fjallskilastjóra, Víði Sigurðsson, Kjarvalsstöðum, sem varafjallskilastjóra og Sigurð Sigurðsson, Sleitustöðum I, sem aðalmann.
  Til vara: Jóhann Haraldsson, Ásgeirsbrekku og Sólberg Loga Sigurbergsson, Víðnesi 1.
  Aðrar tillögur komu ekki fram og skoðast þeir því réttkjörnir.
  Bókun fundar Afgreiðsla 200. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 832. fundi byggðarráðs 12. júlí 2018 með þremur atkvæðum.
 • Landbúnaðarnefnd - 200 Kjör fjallskilanefndar Hegraness, þrír aðalmenn og tveir til vara.
  Tillaga kom fram um:
  Lilju Björg Ólafsdóttur, Kárastöðum, sem fjallskilastjóra, Jóhann Má Jóhannsson, Keflavík, sem varafjallskilastjóra og Birgir Þórðarson, Ríp, sem aðalmann.
  Til vara: Þórarinn Leifsson, Keldudal og Stefaníu Birnu Jónsdóttir, Beingarði.
  Aðrar tillögur komu ekki fram og skoðast þau því réttkjörin.
  Bókun fundar Afgreiðsla 200. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 832. fundi byggðarráðs 12. júlí 2018 með þremur atkvæðum.
 • Landbúnaðarnefnd - 200 Kjör fjallskilanefndar Skarðshrepps, þrír aðalmenn og tveir til vara.
  Tillaga kom fram um:
  Úlfar Sveinsson, Syðri-Ingveldarstöðum, sem fjallskilastjóra, Andrés Helga Helgason, Tungu, sem varafjallskilastjóra og Andrés Viðar Ágústsson, Bergstöðum, sem aðalmann.
  Til vara: Ásta Einarsdóttir, Veðramóti og Halla Guðmundsdóttir, Meyjarlandi.
  Aðrar tillögur komu ekki fram og skoðast þau því réttkjörin.
  Bókun fundar Afgreiðsla 200. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 832. fundi byggðarráðs 12. júlí 2018 með þremur atkvæðum.
 • Landbúnaðarnefnd - 200 Kjör fjallskilanefndar Skefilsstaðahrepps, þrír aðalmenn og einn varamaður.
  Tillaga kom fram um:
  Stein Leó Rögnvaldsson, Hrauni, sem fjallskilastjóra, G. Halldóru Björnsdóttur, Ketu, sem varafjallskilastjóra og Sveinfríði Á. Jónsdóttur, Gauksstöðum sem aðalmann.
  Til vara: Merete Kristiansen Rabölle, Hrauni.
  Aðrar tillögur komu ekki fram og skoðast þau því réttkjörin.
  Bókun fundar Afgreiðsla 200. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 832. fundi byggðarráðs 12. júlí 2018 með þremur atkvæðum.
 • Landbúnaðarnefnd - 200 Kjör fjallskilanefndar Sauðárkróks, þrír aðalmenn og einn til vara.
  Tillaga kom fram um:
  Sigurjónu Skarphéðinsdóttur, Brennihlíð 8, sem fjallskilastjóra, Þorbjörgu Ágústsdóttur, Grundarstíg 2, sem varafjallskilastjóra og Stefán Jón Skarphéðinsson, Grundarstíg 30, sem aðalmann.
  Til vara: Stefán Öxndal Reynisson, Grundarstíg 2.
  Aðrar tillögur komu ekki fram og skoðast þau því réttkjörin.
  Bókun fundar Afgreiðsla 200. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 832. fundi byggðarráðs 12. júlí 2018 með þremur atkvæðum.
 • Landbúnaðarnefnd - 200 Kjör fjallskilanefndar Staðarhrepps, þrír aðalmenn og tveir til vara.
  Tillaga kom fram um:
  Jónínu Stefánsdóttur, Stóru-Gröf ytri, sem fjallskilastjóra, Lindu Jónsdóttur, Árgerði, sem varafjallskilastjóra og Þröst Erlingsson, Birkihlíð, sem aðalmann.
  Varamenn: Friðrik Stefánsson, Glæsibæ og Skapti Steinbjörnsson, Hafsteinsstöðum.
  Aðrar tillögur komu ekki fram og skoðast þau því réttkjörin.
  Bókun fundar Afgreiðsla 200. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 832. fundi byggðarráðs 12. júlí 2018 með þremur atkvæðum.
 • Landbúnaðarnefnd - 200 Kjör fjallskilanefndar Seyluhrepps - úthluta, þrír aðalmenn og einn til vara.
  Tillaga kom fram um:
  Bjarna Bragason, Halldórsstöðum, sem fjallskilastjóra, Elvar Einarsson, Syðra-Skörðugili, sem varafjallskilastjóra og Þuríði Þorbergsdóttur, Glaumbæ 1, sem aðalmann.
  Til vara: Ólafur Atli Sindrason, Grófargili.
  Aðrar tillögur komu ekki fram og skoðast þau því réttkjörin.
  Bókun fundar Afgreiðsla 200. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 832. fundi byggðarráðs 12. júlí 2018 með þremur atkvæðum.
 • Landbúnaðarnefnd - 200 Kjör fjallskilanefndar Vestur-Fljóta, þrír aðalmenn og einn til vara.
  Tillaga kom fram um:
  Örn Albert Þórarinsson, Ökrum, sem fjallskilastjóra, Egil Þórarinsson, Minni-Reykjum, sem varafjallskilastjóra, og Rúnar Marteinsson, Suðurgötu 36 Siglufirði, sem aðalmann.
  Til vara : Arnþrúður Heimisdóttir, Langhúsum.
  Aðrar tillögur komu ekki fram og skoðast þau því réttkjörnir.
  Bókun fundar Afgreiðsla 200. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 832. fundi byggðarráðs 12. júlí 2018 með þremur atkvæðum.
 • Landbúnaðarnefnd - 200 Kjör fjallskilanefndar Austur-Fljóta, þrír aðalmenn og einn til vara.
  Tillaga kom fram um:
  Jóhannes Ríkharðsson, Brúnastöðum, sem fjallskilastjóra, Jón Elvar Númason,Þrasastöðum, sem varafjallskilastjóra og Sólrúnu Júlíusdóttur, Helgustöðum, sem aðalmaður.
  Til vara: Gunnar Steingrímsson, Stóra-Holti.
  Aðrar tillögur komu ekki fram og skoðast þeir því réttkjörnir.
  Bókun fundar Afgreiðsla 200. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 832. fundi byggðarráðs 12. júlí 2018 með þremur atkvæðum.
 • Landbúnaðarnefnd - 200 Kjör fjallskilanefndar framhluta Skagafjarðar, þrír aðalmenn og þrír til vara.
  Tillaga kom fram um:
  Gunnar Valgarðsson, Tunguhlíð, sem fjallskilastjóra, Björn Ólafsson, Krithóli, sem varafjallskilastjóra og Hlífar Hjaltason, Víðiholti, sem aðalmann.
  Varamenn: Hafdís Böðvarsdóttir, Brúnastöðum, Aron Pétursson, Víðidal og Arnór Gunnarsson, Laugavegi 3.
  Aðrar tillögur komu ekki fram og skoðast þau því réttkjörin.
  Bókun fundar Afgreiðsla 200. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 832. fundi byggðarráðs 12. júlí 2018 með þremur atkvæðum.
 • Landbúnaðarnefnd - 200 Kjör fjallskilanefndar Hofsafréttar, þrír aðalmenn og tveir til vara.
  Tillaga kom fram um:
  Gísla Jóhannsson, Bjarnastaðarhlíð, sem fjallskilastjóra, Steindór Búa Sigurbergsson, Bústöðum I, sem varafjallskilastjóra og Borgþór Braga Borgarsson, Hofsvöllum sem aðalmann.
  Varamenn: Arnþór Traustason, Litluhlíð og Berta Finnbogadóttir, Þorsteinsstöðum.
  Aðrar tillögur komu ekki fram og skoðast þau því réttkjörin.
  Bókun fundar Afgreiðsla 200. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 832. fundi byggðarráðs 12. júlí 2018 með þremur atkvæðum.
 • Landbúnaðarnefnd - 200 Kjör fulltrúa í stjórn Staðarafréttar, fimm aðalmenn.
  Tillaga kom fram um:
  Jónínu Stefánsdóttur, Stóru-Gröf ytri, Bjarna Bragason, Halldórsstöðum, Sigurjónu Skarphéðinsdóttur, Brennihlíð 8, Úlfar Sveinsson, Syðri-Ingveldarstöðum og Lilju Björgu Ólafsdóttur, Kárastöðum.
  Aðrar tillögur komu ekki fram og skoðast þau því réttkjörin.
  Bókun fundar Afgreiðsla 200. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 832. fundi byggðarráðs 12. júlí 2018 með þremur atkvæðum.
 • Landbúnaðarnefnd - 200 Kjör fulltrúa í búfjáreftirlitsnefnd Skagafjarðar og Siglufjarðar, tveir aðalmenn og varamenn. Nefndin er skipuð fjórum fulltrúum: Tveimur frá Sveitarfélaginu Skagafirði, einum frá Siglufirði (Fjallabyggð) og einum frá Akrahreppi.
  Tillaga kom fram um:
  Aðalmenn: Haraldur Þór Jóhannsson og Jóhannes H. Ríkharðsson.
  Varamenn: Valdimar Sigmarsson og Jóel Árnason.
  Aðrar tillögur komu ekki fram og skoðast þeir því réttkjörnir.
  Bókun fundar Afgreiðsla 200. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 832. fundi byggðarráðs 12. júlí 2018 með þremur atkvæðum.
 • Landbúnaðarnefnd - 200 Skarðsárnefnd, tilnefnd af landbúnaðarnefnd, þrír aðalmenn og einn varamaður.
  Tillaga kom fram um:
  Aðalmenn: Sigurgeir Þorsteinsson formaður, Linda Jónsdóttir, varaformaður og Skapti Steinbjörnsson aðalmaður.
  Varamaður: Valdimar Ó. Sigmarsson.
  Aðrar tillögur komu ekki fram og skoðast þeir því réttkjörnir.
  Bókun fundar Afgreiðsla 200. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 832. fundi byggðarráðs 12. júlí 2018 með þremur atkvæðum.
 • Landbúnaðarnefnd - 200 Lagður fram til kynningar ársreikningur Fjallskilasjóðs Staðarhrepps fyrir árið 2017. Bókun fundar Afgreiðsla 200. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 832. fundi byggðarráðs 12. júlí 2018 með þremur atkvæðum.
 • Landbúnaðarnefnd - 200 Lagður fram til kynningar ársreikningur Fjallskilasjóðs Deildardals fyrir árið 2017. Bókun fundar Afgreiðsla 200. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 832. fundi byggðarráðs 12. júlí 2018 með þremur atkvæðum.
 • Landbúnaðarnefnd - 200 Lagður fram til kynningar ársreikningur Fjallskilasjóðs Staðarafréttar fyrir árið 2017. Bókun fundar Afgreiðsla 200. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 832. fundi byggðarráðs 12. júlí 2018 með þremur atkvæðum.

7.Veitunefnd - 50

1807005F

Fundargerð 50. fundar veitunefndar lögð fram til afgreiðslu á 832. fundi byggðarráðs eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Engin kvaddi sér hljóðs.
 • Veitunefnd - 50 Lögð fram tillaga um Harald Þór Jóhansson sem formann, Axel Kárason sem varaformann og Högna Elfar Gylfason sem ritara.
  Samþykkt samhljóða. Formaður tók við fundarstjórn.
  Bókun fundar Afgreiðsla 50. fundar veitunefndar staðfest á 832. fundi byggðarráðs 12. júlí 2018 með þremur atkvæðum.
 • Veitunefnd - 50 Farið var yfir stöðu framkvæmda við hitaveitu og ljósleiðara í Lýtingsstaðahreppi. Bókun fundar Afgreiðsla 50. fundar veitunefndar staðfest á 832. fundi byggðarráðs 12. júlí 2018 með þremur atkvæðum.
 • Veitunefnd - 50 Tilboð voru opnuð í lagningu ljósleiðara í Efri-Byggð og á Reykjaströnd þann 15. júní sl.
  Tvo tilboð bárust í verkið;
  Steypustöð Skagafjarðar ehf. 42.938.000.-
  Vinnuvélar Símonar ehf. 35.060.750.-
  Kostnaðaráætlun 37.016.706.-

  Sviðstjóra falið að ganga frá samningi við lægstbjóðanda.

  Bókun fundar Afgreiðsla 50. fundar veitunefndar staðfest á 832. fundi byggðarráðs 12. júlí 2018 með þremur atkvæðum.
 • Veitunefnd - 50 Farið var yfir stöðu framkvæmda við lagningu ljósleiðara á milli Sauðárkróks og Marbælis. Bókun fundar Afgreiðsla 50. fundar veitunefndar staðfest á 832. fundi byggðarráðs 12. júlí 2018 með þremur atkvæðum.
 • Veitunefnd - 50 Farið var yfir ástæður þess að lagningu hitaveitu um Óslandshlíð, Viðvíkursveit og Hjaltadal hefur verið frestað.
  Kynntar var fyrir nefndinni mögulegar útfærslur á hitaveitu um svæðið.
  Bókun fundar Afgreiðsla 50. fundar veitunefndar staðfest á 832. fundi byggðarráðs 12. júlí 2018 með þremur atkvæðum.

8.Fræðslunefnd - 133

1807002F

Fundargerð 133. fundar fræðslunefndar lögð fram til afgreiðslu á 832. fundi byggðarráðs eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
 • Fræðslunefnd - 133 Kosning formanns fræðslunefndar 2018-2022. Tillaga að Laufey Kristín Skúladóttir verði formaður fræðslunefndar. Tillagan er samþykkt. Bókun fundar Afgreiðsla 133. fundar fræðslulnefndar staðfest á 832. fundi byggðarráðs 12. júlí 2018 með þremur atkvæðum.
 • Fræðslunefnd - 133 Kosning varaformanns fræðslunefndar 2018-2022. Tillaga að Elín Árdís Björnsdóttir verði varaformaður fræðslunefndar. Tillagan er samþykkt. Bókun fundar Afgreiðsla 133. fundar fræðslulnefndar staðfest á 832. fundi byggðarráðs 12. júlí 2018 með þremur atkvæðum.
 • Fræðslunefnd - 133 Kosning ritara fræðslunefndar 2018-2022. Tillaga að Jóhanna Ey Harðardóttir verði ritari fræðslunefndar. Tillagan er samþykkt. Bókun fundar Afgreiðsla 133. fundar fræðslulnefndar staðfest á 832. fundi byggðarráðs 12. júlí 2018 með þremur atkvæðum.
 • Fræðslunefnd - 133 Skóladagatöl leikskóla 2018 - 2019.
  Á fundi fræðslunefndar þann 5. júní 2018 voru skóladagatöl leikskóla fyrir skólaárið 2018-2019 lögð fram og samþykkt. Samþykkt þessi hlaut síðan staðfestingu í sveitarstjórn þann 6. júní s.l. Athugasemdir bárust um framkvæmd starfsmannafunda sem leiða til þess að breyta þarf dagatalinu og er það tekið til afgreiðslu í nefndinni á nýjan leik. Foreldraráð Tröllaborgar gerir eftirfarandi athugasemd við dagatal Tröllaborgar: Foreldraráð harmar að ekki skuli vera hægt að koma starfsmannafundum og deildarfundum fyrir á skóladagatali með sama hætti og gert hefur verið síðustu ár því það skipulag hentaði foreldrum mjög vel og voru foreldrar almennt ánægðir með það. Að öðru leyti hefur foreldraráð engar athugasemdir við skóladagatalið fyrir starfsárið 2018-2019. Foreldraráð Birkilundar gerir eftirfarandi athugasemd við dagatal Birkilundar: Foreldraráð Birkilundar harmar þá ákvörðun að loka þurfi leikskólanum Birkilundi átta sinnum yfir skólaárið frá kl. 14 til að koma fyrir fundum starfsmanna. Er þetta slæmt fyrir foreldra sem vænta vistunar barna sinna til kl. 16 eða 16:15 þessa daga. Gerum við okkur grein fyrir að fara þarf eftir kjarasamningum starfsmanna og skiljum þvi ekki af hverju Sveitarfélagið Skagafjörður getur ekki greitt starfsmönnum sínum yfirvinnukaup til að geta haldið fundi eftir lokun leikskólans. Hefur fyrirkomulagið eins og það hefur verið undanfarin ár hentað vel og verið ánægja með það bæði meðal foreldra og starfsmanna. Formaður leggur til að skóladagatölin verði samþykkt eins og þau eru lögð fram nú en jafnframt endurskoðuð í tengslum við fjárhagsáætlunargerð haustið 2018 fyrir árið 2019 með tilliti til mögulegra breytinga. Fræðslunefnd samþykkir tillöguna.
  Bókun fundar Afgreiðsla 133. fundar fræðslulnefndar staðfest á 832. fundi byggðarráðs 12. júlí 2018 með tveimur atkvæðum. Bjarni Jónsson situr hjá.
 • Fræðslunefnd - 133 Fyrirspurn vegna útboðs skólaaksturs. Á fundi fræðslunefndar þann 28. febrúar s.l. samþykkti nefndin að bjóða út skólaakstur í dreifbýli í Skagafirði til næstu 5 ára, frá ágúst 2018 til maíloka 2023. Leitað var eftir aðstoð verkfræðistofunnar Stoðar ehf. við gerð útboðsgagna. Tvö tilboð bárust í leiðir 10.1-10.3, Þrasastaðir- Hofsós sem hvorugt uppfyllti þarfir sveitarfélagsins fyrir flutning skólabarna á þessari leið. Tilboðum beggja bjóðenda var því hafnað en þeim jafnframt gefinn kostur á að bjóða á nýjan leik með þeim skilmálum að boðin uppfylltu þarfir sveitarfélagsins fyrir skólaakstur á þessari leið. Að frumkvæði bjóðenda var samþykkt að ganga til samninga við báða aðila á grundvelli óska þeirra um samstarf og skiptingu skólaakstursins á milli sín. Fræðslunefnd vill taka fram að hún hefur mikinn skilning á aðstæðum barna í Fljótum. Bókun fundar Afgreiðsla 133. fundar fræðslulnefndar staðfest á 832. fundi byggðarráðs 12. júlí 2018 með þremur atkvæðum.
 • Fræðslunefnd - 133 Skólaakstur í dreifbýli útboð 2018.
  Á grundvelli útboðs á skólaakstri í dreifbýli Sveitarfélagsins Skagafjarðar til næstu 5 ára, frá ágúst 2018 til maíloka 2023, sem hófst þann 11. maí s.l, var ákveðið að ganga til samninga við eftirfarandi:
  Björn S. Jónsson, leiðir 1.1-1.2
  Birgir þórðarson, leiðir 2.1-2.2
  HBS ehf., leiðir 3.1-3.2, 4.1-4.4 og 7.1-7.2
  Indriði Stefánsson, leiðir 6.1-6.4
  Haraldur Þór Jóhannsson, leiðir 8.1 og 9.1-9.2
  María Númadóttir, leið 10.2
  Magnús Pétursson, leiðir 9.3, 10.1 og 10.3
  Birgir Hauksson, Valagerði - Varmahlíð
  Fræðslunefnd þakkar starfsmönnum fjölskyldusviðs fyrir vel unnið útboð með öryggi barna í fyrirrúmi. Nefndin fagnar hertum öryggisreglum í skólaakstri. Nefndin samþykkir samninga við ofangreinda bílstjóra.
  Auður Björk Birgisdóttir vék af fundi við afgreiðslu þessa liðar.
  Jóhanna Ey Harðardóttir óskar bókað að hún taki ekki þátt í afgreiðslu þessa liðar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 133. fundar fræðslulnefndar staðfest á 832. fundi byggðarráðs 12. júlí 2018 með þremur atkvæðum.
 • Fræðslunefnd - 133 Tröllaborg Hofsósi. Staða framkvæmda og teikningar við nýbyggingu leikskóla kynnt fyrir fræðslunefnd. Fræðslunefnd fagnar teikningunum og framkvæmdaáætlun að fyrirhuguðum leikskóla á Hofsósi. Nefndin samþykkir fyrirlagðar teikningar og ítrekar að verkinu verði hraðað eins og kostur er svo hægt sé að bjóða verkið út sem fyrst. Bókun fundar Afgreiðsla 133. fundar fræðslulnefndar staðfest á 832. fundi byggðarráðs 12. júlí 2018 með þremur atkvæðum.

9.Félags- og tómstundanefnd - 256

1807008F

Fundargerð 256. fundar félags- og tómstundanefndar lögð fram til afgreiðslu á 832. fundi byggðarráðs eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
 • Félags- og tómstundanefnd - 256 Kosning formanns, varaformanns og ritara - Félags- og tómstundanefnd. Gerð er tillaga um Guðnýju Axelsdóttur sem formann, Atla Má Traustason sem varaformann og Sigurlaugu Vordísi Eysteinsdóttur sem ritara. Bókun fundar Afgreiðsla 256. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 832. fundi byggðarráðs 12. júlí 2018 með þremur atkvæðum.
 • Félags- og tómstundanefnd - 256 Ný og breytt ákvæði laga um notendaráð, s.s. öldungaráð. Í nýsamþykktum breytingum á lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991, sem taka munu gildi þann 1. október n.k., eru ný ákvæði um notendaráð, svo sem öldungaráð. Í ljósi þeirra er nauðsynlegt að endurskoða og uppfæra samþykkt fyrir Öldungaráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Málið verður tekið upp að nýju og lagt fyrir nefndina í haust. Bókun fundar Afgreiðsla 256. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 832. fundi byggðarráðs 12. júlí 2018 með þremur atkvæðum.
 • Félags- og tómstundanefnd - 256 Skyldur sveitarfélaga samkvæmt jafnréttislögum. Lagt fram erindi frá Jafnréttisstofu þar sem ítrekaðar eru skyldur sveitarfélaga gagnvart jafnréttislögum nr. 10/2008. Sérstaklega er bent á að jafnréttisnefndir skuli fjalla um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla og jafnframt gera jafnréttisáætlun til fjögurra ára. Þá er einnig lögð áhersla á að þess skuli gætt við skipan í nefndir, ráð og stjórnir að hlutfalla kynjanna sé sem jafnast og ekki minna en 40% þegar um fleiri en þrjá fulltrúa er að ræða. Málið tekið upp að nýju að sumarleyfum loknum. Bókun fundar Afgreiðsla 256. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 832. fundi byggðarráðs 12. júlí 2018 með þremur atkvæðum.
 • Félags- og tómstundanefnd - 256 Lögð fram til kynningar dagskrá landsfundar jafnréttismála, sem haldinn verður í Hlégarði í Mosfellsbæ dagana 20.-21. september n.k. Landsfundurinn ber yfirskriftina Ungt fólk og jafnréttismál. Nefndin leggur til að fulltrúar Ungmennaráðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar sæki ráðstefnuna og felur sviðsstjóra að koma því áleiðis. Bókun fundar Afgreiðsla 256. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 832. fundi byggðarráðs 12. júlí 2018 með þremur atkvæðum.

Fundi slitið - kl. 09:20.