Byggðarráð Skagafjarðar

818. fundur 02. mars 2018 kl. 12:20 - 14:30 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Stefán Vagn Stefánsson formaður
  • Sigríður Svavarsdóttir varaform.
  • Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir aðalm.
  • Bjarni Jónsson áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Friðrik Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá

1.Samstarfssamningur um uppbyggingu sýndarveruleikasafns á Sauðárkróki

1803025

Lögð fram drög að samstarfssamningi milli Sýndarveruleika ehf. og Sveitarfélagsins Skagafjarðar um uppbyggingu sýndarveruleikasafns á Sauðárkróki. Undir þessum dagskrárlið sátu fundinn Ingvi Jökull Logason fulltrúi Sýndarveruleika ehf., Sigfús Ingi Sigfússon verkefnastjóri og Indriði Þór Einarsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs.
Byggðarráð samþykkir framlögð samningsdrög.

2.Samningur um byggingarstjórn og verkefnastýringu vegna Aðalgötu 21

1803027

Lögð fram drög að samningi milli Performa ehf. og Sveitarfélagsins Skagafjarðar um byggingarstjórn og verkefnastýringu vegna Aðalgötu 21. Undir þessum dagskrárlið sátu fundinn Hörður Pétursson fulltrúi Performa ehf., Sigfús Ingi Sigfússon verkefnastjóri og Indriði Þór Einarsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs.
Byggðarráð samþykkir framlögð samningsdrög.

Fundi slitið - kl. 14:30.