Byggðarráð Skagafjarðar

816. fundur 22. febrúar 2018 kl. 08:30 - 10:10 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Stefán Vagn Stefánsson formaður
  • Sigríður Svavarsdóttir varaform.
  • Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir aðalm.
  • Bjarni Jónsson áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Friðrik Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá

1.Eigið eldvarnareftirlit

1802133

Lögð fram drög að samningi um samstarf um auknar eldvarnir og innleiðingu eigin eldvarnaeftirlits milli Eldvarnabandalagsins og Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Sameiginlegt markmið aðila er að efla eldvarnir í stofnunum Sveitarfélagsins Skagafjarðar og á heimilum starfsfólks. Svavar Atli Birgisson slökkviliðsstjóri sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
Byggðarráð samþykkir framlagðan samning.

2.Aðalgata 21A - Utanhússviðhald - Frumkostnaðaráætlun og greinargerð

1701108

Indriði Þór Einarsson, sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið.

3.Umsókn um flutning á barni á milli skólahverfa

1801183

Sjá trúnaðarbók.

4.Bréf til sveitarstjórna frá Kjörnefnd Lánasjóðs sveitarfélaga

1802175

Lagt fram bréf dagsett 16. febrúar 2018 frá Lánasjóði sveitarfélaga, varðandi auglýsingu eftir framboðum í stjórn Lánasjóðs sveitarfélaga. Kjörnefnd óskar eftir að sveitarstjórnarmönnum sé kynnt innihald bréfs þessa eins fljótt og unnt er til að áhugasömum gefist tími til að skila inn tilnefningum og/eða framboðum.

5.Samstarfssamningar sveitarfélaga beiðni um upplýsingar

1801244

Lagt fram bréf dagsett 25. janúar 2018 frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu varðandi öflun heildstæðra upplýsinga frá sveitarfélögunum í landinu um samstarfssamninga sem starfað er eftir í samstarfi sveitarfélaga og jafnframt leggja mat á hversu vel þeir samræmast kröfum sem gerðar eru til slíkra samninga í lögum. Óskar ráðuneytið eftir upplýsingum um alla núgildandi samstarfssamninga sem Sveitarfélagið Skagafjörður á aðild að og afritum af þeim. Þá er óskað eftir áliti sveitarstjórnar á því hvort endurskoða þurfi ákvæði sveitarstjórnarlaga um samstarf sveitarfélaga og þá að hvaða leyti.

6.Vinabæjarmót í Espoo 2018

1802191

Lagt fram bréf dagsett 15. febrúar 2018 frá vinabæ sveitarfélagsins í Finnlandi, Espoo (Esbo). Þar býður Espoo til vinabæjamóts dagana 29. maí - 1. júní 2018.
Byggðarráð samþykkir að taka þátt í mótinu og senda fulltrúa.

7.Tillaga - Aðgerðir til að fjölga atvinnutækifærum á Hofsósi

1802196

Lögð fram svohljoðandi tillaga frá fulltrúum V-lista og K-lista:
Byggðaráð samþykkir að hleypa af stað atvinnuþróunarátaki á Hofsósi til að fjölga þar atvinnutækifærum og efla byggð. Jafnframt mun sveitarfélagið beita sér fyrir því að úthlutað verði sérstökum byggðakvóta til Hofsóss til að tryggja framtíð smábátaútgerðar á staðnum sem nú stendur höllum fæti og frekara svigrúm verði veitt til sjóstangveiði á Skagafirði. Ennfremur óskar sveitarfélagið eftir samvinnu við Byggðastofnun og ráðuneyti byggðamála um tafarlausar aðgerðir til að sporna við byggðaröskun og fólksfækkun á Hofsósi.
Greinargerð:
Síðustu ár hafa verið erfið fyrir byggð á Hofsósi. Þjónusta hefur dregist saman og atvinnutækifærum fækkað. Sjávarútvegur var lengi undirstöðuatvinnuvegur og hefur að nokkru haldið velli til skamms tíma. Nú eru hinsvegar blikur á lofti um að sjósókn og þjónusta við báta sem leggja upp á Hofsósi geti að mestu lagst af að óbreyttu. Skortur á aflaheimildum, skerðingar á byggðakvóta og nýleg einhliða aflétting sjávarútvegsráðuneytis á friðun á innanverðum Skagafirði fyrir dragnótarveiði, hafa skapað mjög alvarlega stöðu fyrir byggðina.
Skjótvirkasta leiðin til úrbóta er að auka strax við byggðakvóta en hann hefur dregist mjög saman þrátt fyrir almennar aukningar á veiðiheimildum. Jafnframt þarf að tryggja að forsendur verði fyrir því að þjónusta báta sem vilja landa á Hofsósi, líkt og verið hefur. Samhliða þarf að vinna að því að fjölga atvinnutækifærum á fleiri sviðum á Hofsósi og kynna og skapa skilyrði fyrir fyrirtæki að byggja þar upp starfsemi sína.
Bjarni Jónsson, VG og óháðum
Sigurjón Þórðarson K lista

Byggðarráð samþykkir tillöguna.

8.Staða leikskólamála á Hofsósi og uppbygging á nýjum leikskóla

1802207

Að ósk Bjarna Jónssonar V-lista, var þessi dagskrárliður settur á dagskrá fundarins til að ræða stöðu leikskólamála á Hofsósi. Indriði Þór Einarsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið og sagði frá að búið væri að vinna frumdrög að innanhússbreytingum í grunnskólahúsnæðinu ásamt viðbyggingu fyrir leikskóla. Einnig hafa verið gerð hönnunardrög að lóð fyrir leik- og grunnskóla. Í fjárhagsáætlun ársins 2018 er gert ráð fyrir fullnaðarhönnun á leikskólanum. Byggðarráð er sammála um mikilvægi þess að hraða þessu verki.

Fundi slitið - kl. 10:10.