Byggðarráð Skagafjarðar

803. fundur 30. nóvember 2017 kl. 08:15 - 12:50 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Stefán Vagn Stefánsson formaður
  • Sigríður Svavarsdóttir varaform.
  • Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir aðalm.
  • Bjarni Jónsson áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Friðrik Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
  • Ásta Björg Pálmadóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá

1.Birkimelur 8a og 8b-Verðmat íbúðar

1711243

Rætt um sölu á fasteignunum Birkimel 8a (214-0786) og Birkimel 8b (214-0787) í Varmahlíð.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að selja íbúðirnar samkvæmt reglum sveitarfélagsins þar um.
Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir óskar bókað að hún taki ekki þátt í afgreiðslu þessa liðar.

2.Styrkumsókn Snorraverkefnið 2018

1711266

Lögð fram styrkbeiðni dagsett 20. nóvember 2017 frá stjórn Snorrasjóðs, vegna Snorraverkefnisins sumarið 2018. Verkefnið er rekið af Þjóðræknifélagi Íslendinga og Norræna félaginu á Íslandi og lýtur að því að veita ungu fólki á aldrinum 18-28 ára, af íslenskum ættum í Norður-Ameríku tækifæri til að kynnast rótum sínum á Íslandi í 6 vikna sumarverkefni.
Byggðarráð þakkar erindið en getur ekki orðið við beiðninni að þessu sinni.

3.Skagafjarðarhafnir - gjaldskrá 2018

1711225

Lögð fram tillaga að gjaldskrá Skagafjarðarhafna fyrir árið 2018. Almennt hækka gjaldskrárliðir um 2,6% fyrir utan gjöld tengd afgreiðslu fragtskipa sem hækka meira. Vísað frá 133. fundi umhverfis- og samgöngunefndar þann 24. nóvember 2017.
Byggðarráð samþykkir gjaldskrána og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.

4.Brunavarnir Skagafjarðar - gjaldskrá 2018

1711221

Lögð fram tillaga að gjaldskrá Brunavarna Skagafjarðar fyrir árið 2018. Gjaldskrá Brunavarna Skagafjarðar fyrir útselda vinnu ásamt tækjaleigu hækkar um 4 %. Gjaldskrá vegna slökkvitækjaþjónustu, þeir liðir sem innihalda efni hækka um 3 %. Þeir liðir gjaldskrár slökkvitækjaþjónustu sem innifela vinnu hækka um 4 %. Vísað frá 133. fundi umhverfis- og samgöngunefndar þann 24. nóvember 2017.
Byggðarráð samþykkir gjaldskrána og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.

5.Sorpurðun og sorphirða - gjaldskrá 2018

1711224

Lögð fram tillaga að gjaldskrá fyrir sorpurðun og sorphirðu fyrir árið 2018. Lagt er til að gjaldskráin hækki um 5%. Vísað frá 133. fundi umhverfis- og samgöngunefndar þann 24. nóvember 2017.
Byggðarráð samþykkir gjaldskrána og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.

6.Hunda- og kattahald - gjaldskrá 2018

1711223

Lögð fram tillaga að gjaldskrá fyrir hunda- og kattahald fyrir árið 2018. Lagt er til að gjaldskráin hækki um 5%. Vísað frá 133. fundi umhverfis- og samgöngunefndar þann 24. nóvember 2017.
Byggðarráð samþykkir gjaldskrána og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.

7.Fráveitugjald og tæming rotþróa - gjaldskrá 2018

1711222

Lögð fram tillaga frá umhverfis- og samgöngunefnd um að gjaldskrá fyrir fráveitugjald og tæmingu rotþróa haldist óbreytt. Vísað frá 133. fundi umhverfis- og samgöngunefndar þann 24. nóvember 2017.
Byggðarráð samþykkir tillögu nefndarinnar með eftirfarandi breytingu á 5. grein sem orðist svo:
Gjaldskrá þessi er samþykkt af sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar xx. desember 2017 og staðfestist hér með, samkvæmt lögum um uppbyggingu og rekstur fráveitna nr. 9/2009, einkum 15. gr. og 59. gr. laga um hollustuhætti og mengunarvarnir nr. 7/1998 með síðari breytingum. Gjaldskrá þessi öðlast gildi 1. janúar 2018.
Byggðarráð samþykkir að vísa gjaldskránni með áorðnum breytingum til afgreiðslu sveitarstjórnar.

8.Skagafjarðarveitur - gjaldskrár 2018

1711236

Lögð fram tillaga að gjaldskrám Skagafjarðarveitna fyrir árið 2018. Tillagan gerir ráð fyrir að gjaldskrá fyrir heitavatnsnotkun ásamt föstum gjöldum fyrir hemla og mæla hækki um 5% frá og með 1. janúar 2018. Tengigjöld haldast óbreytt. Gjöldin sem lagt er til að hækki að þessu sinni hafa hækkað um alls 3,5% síðan í júlí 2013. Síðan þá hefur vísitala neysluverðs hækkað um 8,3%, byggingavísitala um 13,8% og launavísitala um 37,8%. Gert er ráð fyrir að gjaldskrá vatnsveitu hækki um 4,5% í samræmi við hækkun byggingavísitölu. Vísað frá 43. fundi veitunefndar þann 24. nóvember 2017.
Byggðarráð samþykkir gjaldskrána og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.

9.Gjaldskrá Heimaþjónustu 2018

1711218

Lögð fram tillaga að gjaldskrá heimaþjónustu verði óbreytt árið 2018, þ.e. viðmiðun við launaflokk 128-1 með tengdum gjöldum. Frá fyrsta janúar 2018 verður gjald fyrir hverja klukkustund 2.989 kr. en var 2.868 kr. Tekjuviðmið til lækkunar gjalda miðast við greiðslur Tryggingastofnunar. Þessar viðmiðunarupphæðir verða endurreiknaðar um áramót þegar greiðslur Tryggingastofnunar hafa verið ákveðnar. Vísað frá 248. fundi félags- og tómstundanefndar þann 23. nóvember 2018.
Byggðarráð samþykkir gjaldskrána og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.

10.Grunnupphæð fjárhagsaðstoðar 2018

1711219

Lögð fram tillaga um að viðmiðun grunnupphæðar fjárhagsaðstoðar 2018 verði 82% af ótekjutengdum atvinnuleysisbótum eins og þær eru í nóvembermánuði 2017 (217.208 kr) og hækki úr 161.643 kr í 178.110 kr. á mánuði frá og með 1. janúar 2018. Vísað frá 248. fundi félags- og tómstundanefndar þann 23. nóvember 2018.
Byggðarráð samþykkir gjaldskrána og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.

11.Gjaldskrá Héraðsbókasafns Skagfirðinga 2018

1711259

Lögð fram tillaga um að gjaldskrá Héraðsbókasafns Skagfirðinga á árinu 2018 verði óbreytt frá árinu 2017. Vísað frá 51. fundi atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar þann 24. nóvember 2017.
Byggðarráð samþykkir tillögu atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.

12.Gjaldskrá Listasafns Skagfirðinga 2018

1711258

Lögð fram tillaga um að gjaldskrá Listasafns Skagfirðinga á árinu 2018 verði óbreytt frá árinu 2017. Vísað frá 51. fundi atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar þann 24. nóvember 2017.
Byggðarráð samþykkir tillögu atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.

13.Gjaldskrá Héraðsskjalasafns Skagfirðinga 2018

1711257

Lögð fram tillaga um að gjaldskrá Héraðsskjalasafns Skagfirðinga á árinu 2018 verði óbreytt frá árinu 2017. Vísað frá 51. fundi atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar þann 24. nóvember 2017.
Byggðarráð samþykkir tillögu atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.

14.Gjaldskrá fæðis í leikskólum Skagafjarðar 2018

1711196

Lögð fram tillaga um að gjaldskrá fæðis í leikskólum Skagafjarðar hækki um 3,5% frá og með 1. janúar 2018. Vísað frá 125. fundi fræðslunefndar þann 27. nóvember 2017.
Byggðarráð samþykkir gjaldskrána og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Bjarni Jónsson óskar bókað að VG og óháð Skagafirði leggjast gegn frekari hækkunum á gjaldskrá fæðis í leikskólum í Skagafirði og telja að stefna beri að því að gera þær gjaldfrjálsar.

15.Gjaldskrá fæðis í grunnskólum Skagafjarðar 2018

1711197

Lögð fram tillaga um að gjaldskrá fæðis í grunnskólum Skagafjarðar hækki um 3,5% frá og með 1. janúar 2018. Vísað frá 125. fundi fræðslunefndar þann 27. nóvember 2017.
Byggðarráð samþykkir gjaldskrána og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Bjarni Jónsson óskar bókað að VG og óháð Skagafirði leggjast gegn frekari hækkunum á gjaldskrá fæðis í grunnskólum Skagafjarðar og telja að stefna beri að því að gera þær gjaldfrjálsar.

16.Sundlaug Sauðárkróks

1601183

Lögð fram tillaga byggingarnefndar Sundlaugar Sauðárkróks um að gengið verði til samninga við K-tak ehf. á grundvelli endurskoðaðs tilboðs um endurbætur á Sundlaug Sauðárkróks. Vísað frá 15. fundi byggingarnefndar Sundlaugar Sauðárkróks þann 27. nóvember 2017.
Byggðarráð samþykkir tillögu byggingarnefndar Sundlaugar Sauðárkróks.

17.Beiðni um að vera með blót á Faxatorgi

1711294

Lagt fram erindi frá Árna Sverrissyni, Hegranessgoða, dagsett 22. nóvember 2017, þar sem hann óskar eftir að fá leyfi til að vera með vættablót þann 1. desember n.k. á Faxatorgi, Sauðárkróki.
Byggðarráð samþykkir að veita leyfið.

18.Áætlunarflug í tilraunaskyni á milli Reykjavíkur og Sauðárkróks

1710168

Lögð fram drög að samningi milli Isavia ohf. og Sveitarfélagsins Skagafjarðar um mönnun á björgunar- og slökkviþjónustu og vetrarþjónustu á Alexandersflugvelli frá 1. desember 2017 til 31. maí 2018. Einnig drög að samningi milli Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV) og Sveitarfélagsins Skagafjarðar vegna stuðnings um áætlunarflug í tilraunaskyni milli Sauðárkróks og Reykjavíkur. Styrkveitingin hefur stoð í viðaukasamningi við samning um Sóknaráætlun Norðurlands vestra 2015-2019, dags. 26. október 2017. Undir þessum dagskrárlið sátu fundinn Svavar Atli Birgisson, slökkviliðsstjóri og Sigfús Ingi Sigfússon, verkefnastjóri.
Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi samningsdrög.

19.Fjárhagsáætlun 2018-2022

1708039

Unnið með fjárhagsáætlun 2018-2022. Á fund nefndarinnar komu eftirtalin til viðræðu:
Gunnsteinn Björnsson formaður atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar og Sigfús Ingi Sigfússon verkefnastjóri komu kl. 09:25. Farið yfir áætlanir málaflokka 05-Menningarmál og 13-Atvinnumál. Véku þeir af fundi kl. 10:00.
Bjarki Tryggvason formaður félags- og tómstundanefndar, Herdís Á. Sæmundardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs og Bertína Rodriguez sérfræðingur á fjölskyldusviði komu á fundinn kl. 10:00. Farið yfir áætlun málaflokka 02-Félagsþjónusta, 06-Æskulýðs- og íþróttamál. Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir vék af fundi á meðan umfjöllun fór fram um málaflokk 02-Félagsþjónustu. Bjarki vék af fundi kl. 11:10.
Þórdís Friðbjörnsdóttir formaður fræðslunefndar kom á fundinn kl. 11:10. Farið yfir áætlun málaflokks 04-Fræðslumál. Véku Þórdís, Herdís og Bertína af fundi kl. 12:00.
Margeir Friðriksson fór yfir áætlun málaflokks 21-Sameiginlegir liðir.
Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi kom á fundinn kl. 12:30 og fór yfir fjárhagsáætlun málaflokks 09-Skipulags- og byggingarmál. Vék hann af fundi kl. 12:50.

Fundi slitið - kl. 12:50.