Byggðarráð Skagafjarðar

792. fundur 07. september 2017 kl. 09:00 - 11:00 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Stefán Vagn Stefánsson formaður
  • Sigríður Svavarsdóttir varaform.
  • Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir áheyrnarftr.
  • Hildur Þóra Magnúsdóttir varam.
Starfsmenn
  • Ásta Björg Pálmadóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Ásta Björg Pálmadóttir sveitarstjóri
Dagskrá
Svavar Atli Birgisson slökkviliðsstjóri sat fundinn undir fyrsta dagskrárlið.

1.Brunavarnir - nýr slökkvibíll

1709025

Slökkviliðsstjóri sat fundinn undir þessum dagskrárlið þar sem hann kynnti hugmyndir að nýjum slökkvibíl. Byggðarráð samþykkir að fela slökkviliðsstjóra að vinna áfram að málinu á þeim grunni sem kynntur var á fundinum. Byggðarráð óskar umsagnar hjá umhverfis-og samgöngunefnd.

2.Aðalfundur Flugu ehf 2017

1709017

Lagt fram aðalfundarboð frá Flugu ehf. Fundurinn verður haldinn fimmtudaginn 14. september 2017 í Reiðhöllinni Svaðastöðum kl.20. Byggðarráð samþykkir að Viggó Jónsson fari með atkvæðisrétt sveitarfélagsins á fundinum.

3.Samgönguþing 28. sept 2017 í Hveragerði

1708196

Lagt fram til kynningar tölvupóstur frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti þar sem boðað er til samgönguþings fimmtudaginn 28. september á Hótel Örk í Hveragerði. Þar verða kynntar áherslur í samgönguáætlun næstu ára og fjallað um ýmis mál í málstofum. Þeir sveitarstjórnarfulltrúar sem komast á þingið eru hvattir til að mæta.

4.Málþing 4. okt Innanlandsflug sem almenningssamgöngur

1709050

Lagður fram tölvupóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga þar sem vakin er athygli á málþingi á vegum Byggðastofnunar um innanlandsflug sem almenningssamgöngur, sem fram fer 4. október nk. kl. 13 á Hótel Natura í Reykjavík. Þeir sveitarstjórnarfulltrúar sem komast á þingið eru hvattir til að mæta.

5.Svar við boði um að taka þátt í viðræðum um hugsanlega sameiningu sveitarfélaga

1707208

Lagt fram til kynningar bréf frá Akrahreppi þar sem hreppsnefnd afþakkar boð um þátttöku í sameiningarviðræðum sveitarfélaganna Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Skagabyggðar.

6.Fundagerðir 2017 - SSNV

1701003

Lagt fram til kynningar fundargerð stjórnar SSNV dags. 22. ágúst 2017

Fundi slitið - kl. 11:00.