Byggðarráð Skagafjarðar

39. fundur 20. febrúar 1999 kl. 13:00 Skrifstofa Sveitarfélagsins

Byggðarráð Skagafjarðar 

Fundur  39 – 20.02.99

 

            Ár 1999, laugardaginn 20. febrúar kom byggðarráð saman til  fundar á skrifstofu sveitarfélagsins kl. 13.00.

            Mætt voru:  Gísli Gunnarsson, Herdís Sæmundard., Stefán Guðmundsson, Snorri Styrkársson, Páll Kolbeinsson og Snorri Björn Sigurðsson sveitarstjóri.

 

DAGSKRÁ:

  1. Erindi Siglufjarðarkaupstaðar frá næstsíðasta fundi.
  2. Samningur um Varmahlíðarskóla og leikskólann Birkilund.
  3. Gerð fjárhagsáætlunar.

 

AFGREIÐSLUR:

1. Byggðarráð samþykkir að afþakka þáttöku í kynningarátaki Siglufjarðarkaupstaðar vegna jarðgangamála.


2. Byggðarráð samþykkir samninga við Akrahrepp um rekstur Varmahlíðarskóla og leikskólans Birkilundar, með gildistíma frá og með 1. júlí 1998.


3. Unnið að gerð fjárhagsáætlunar og hún rædd.  Lagðar fram fjárhagsáætlanir Hitaveitu Skagafjarðar, Rafveitu Sauðárkróks, Hafnarsjóðs Skagafjarðar og Vatnsveitu Skagafjarðar.  Byggðarráð samþ. að vísa fjárhagsáætlun Sveitarfél. Skagafjarðar og stofnana hans fyrir árið 1999 til sveitarstjórnar til fyrri umræðu.

 

Niðurstöðutölur rekstrar sveitarsjóðs eru:

Gjöld 644.697.000.-         Tekjur 723.640.000.-

 

Niðurst. tölur gjaldf. fjárfestingar eru:

Gjöld 54.500.000.-           Tekjur 6.000.000.-

 

Niðurst. tölur eignf. fjárfestingar eru:

Gjöld 137.400.000.-         Tekjur 209.000.000.-

 

Fleira ekki gert. Fundargerð upplesin og samþykkt.  Fundi slitið.

 

Herdís Á. Sæmundard.                                                    Margeir Friðriksson, ritari

Gísli Gunnarsson                                                             Snorri Björn Sigurðsson

Páll Kolbeinsson

Stefán Guðmundsson

Snorri Styrkársson