Byggðarráð Skagafjarðar

34. fundur 21. janúar 1999 kl. 10:00 Skrifstofa Sveitarfélagsins

Byggðarráð Skagafjarðar 

Fundur  34 – 21.01.99

 

            Ár 1999, fimmtudaginn 21. janúar, kom byggðarráð saman til fundar á skrifstofu sveitarfélagsins kl. 10.00.

            Mættir voru: Herdís Á. Sæmundard., Gísli Gunnarsson, Stefán Guðmundsson, Snorri Styrkársson og Páll Kolbeinsson ásamt sveitarstjóra Snorra Birni Sigurðssyni.

 

Dagskrá:

  1. Umsóknir um starf aðalbókara.
  2. Kjaramál leikskólastjóra.
  3. Bréf frá félagsmálaráðuneytinu.
  4. Beiðnir um niðurfellingu.
  5. Bréf frá Sjávarleðri.
  6. Bréf frá Sögufélagi Skagfirðinga.
  7. Bréf frá Una Péturssyni og Ómari Unasyni.
  8. Tillaga.
  9. Tillaga.
  10.  Samningur um kaup á gripahúsum við Suðurgötu.

 

Afgreiðslur:

1. Kynntar voru umsóknir sem borist hafa um starf aðalbókara. Tvær umsóknir bárust.


2. Lagðar fram tillögur skólamálastjóra varðandi yfirvinnugreiðslur til leikskólastjóra.  Formanni byggðarráðs og sveitarstjóra falið að ganga frá samningum við leikskólastjóra í sveitarfélaginu.


3. Lagt fram bréf frá Félagsmálaráðuneytinu þar sem fram kemur að ráðgjafanefnd Jöfnunarsjóðs hefur samþykkt að leggja til úthlutun viðbótarframlags að upphæð 4.723.000.- vegna  áfallins kostnaðar við undirbúning og framkvæmd sameiningar ellefu sveitarfélaga í Skagafirði.


4. Byggðarráð samþ. niðurfellingu fasteignaskatts ál. 1999 samkv. framkomnum umsóknum – sjá trúnaðarbók.


5. Lagt fram bréf frá Sjávarleðri hf. Byggðarráð vísar bréfinu til atvinnu- og ferðamálanefndar.


6. Lagt fram bréf frá Sögufélagi Skagfirðinga þar sem óskað er eftir styrk á árinu 1999.  Byggðarráð vísar erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar fyrir árið 1999.


7. Lagt fram bréf frá Una Péturssyni og Ómari Unasyni varðandi húseignina Túngötu 4 á Hofsósi.  Sveitarstjóra falið að kanna málið nánar.


8. Byggðarráð samþykkir að sækja um frest til að afgreiða fjárhagsáætlun Skagafjarðar og stofnana, til 1. mars n.k.


9. Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að inna af hendi þær greiðslur á árinu 1999 sem nauðsynlegar eru uns fjárhagsáætlun 1999 hefur verið samþykkt.

Nú vék Stefán Guðmundsson af fundinum.


10. Lagður fram kaupsamningur um kaup á gömlum gripahúsum og lóð vestan lóðarinnar Suðurgötu 8 á Sauðárkróki, milli Skagafjarðar annars vegar og Stefáns Guðmundssonar hins vegar.  Meðfylgjandi er uppdráttur af svæðinu.  Byggðarráð samþykkir framlagðan samning fyrir sitt leyti.

 

Fleira ekki gert.  Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið.

 

Snorri Styrkársson                                                     Elsa Jónsdóttir, ritari

Gísli Gunnarsson                                                       Snorri Björn Sigurðsson

Herdís Á. Sæmundard.

Páll Kolbeinsson

Stefán Guðmundsson