Byggðarráð Skagafjarðar

32. fundur 07. janúar 1999 kl. 10:00 Skrifstofa Sveitarfélagsins

Byggðarráð Skagafjarðar 

Fundur  32 – 7.1.99

 

            Ár 1999, fimmtudaginn 7. janúar, kom Byggðarráð saman til fundar á skrifstofu sveitarfélagsins kl. 10.00.

            Mætt voru: Herdís Á. Sæmundard., Gísli Gunnarsson,  Elinborg Hilmarsdóttir, Ingibjörg Hafstað og Páll Kolbeinsson ásamt sveitarstjóra Snorra Birni Sigurðssyni.

 

Dagskrá:

 1. Starf fjármálastjóra.
 2. Samningur um endurskoðun.
 3. Samkomulag við Jón Ormar Ormsson.
 4. Afsal til Egils Þórarinssonar fyrir Narfastaðapart.
 5. Tölvumál.
 6. Málefni Farskóla Nl.v.
 7. Áskorun til sveitarstjórnar.
 8. Bréf frá Vlf. Fram.
 9. Bréf frá Vlf. Fram.
 10. Fundargerð starfskjaranefndar.
 11. Bréf  frá SÍS.
 12. Húsnæðismál eldri borgara.
 13. Viðræðunefnd við Akrahrepp.

 

Afgreiðslur:

1. Byggðarráð samþykkir að ganga til samninga við Margeir Friðriksson um starf fjármálastjóra.

 
2. Lagður fram samningur við KPMG Endurskoðun hf. um endurskoðun og gerð ársreiknings fyrir Skagafjörð.  Er samningurinn dags. 29. desember 1998.  Byggðarráð samþykkir samninginn.

 

3. Lagður fram samningur við Jón Ormar Ormsson um starf vegna væntanlegra hátíðarhalda árið 2000.  Er samningurinn dags. 5. jan. sl.  Byggðarráð samþykkir framlagðan samning.

 

4. Lagt fram afsal fyrir Narfastaðaparti til Egils Þórarinssonar.  Er afsalið dags. 28. des. 1998.  Byggðarráð samþykkir framlagt afsal.

 

5. Sveitarstjóri gerði grein fyrir stöðu tölvumála hjá sveitarfélaginu en sú vél sem nú er í notkun er fullnýtt.  Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að ganga frá samningum  um kaup á vélbúnaði sem dugi til að leysa það vandamál sem uppi er.

 

6. Byggðarráð samþykkir að Skagafjörður taki þátt í rekstri Farskóla Nl.v. á árinu 1999.  Þá beinir byggðarráð því til stjórnar SSNV að skoðað verði hvort rétt sé að þátttaka sveitarfélaga í rekstri Farskólans verði í gegnum SSNV.  Þá verði leitað eftir því að fleiri aðilar en nú er komi að rekstrinum.

 

7. Lögð fram áskorun undirrituð af 26 einstaklingum á Hofsósi og nágrenni.  Er áskorunin dags. 30. des. sl. Er því beint til sveitarstjórnar að tafarlaust verði brugðist við  þeim vanda sem steðjar að í atvinnumálum á Hofsósi.  Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til atvinnu- og ferðamálanefndar.

 
8. Lagt fram bréf frá Verkalýðsfélaginu Fram dags. 4. jan. sl. varðandi stöðu atvinnumála á Hofsósi.  Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til atvinnu- og ferðamálanefndar.


9. Lagt fram bréf frá Verkalýðsfélaginu Fram dags. 4. jan. sl. Er í bréfinu farið fram á að sveitarsjóður taki þátt í greiðslu kostnaðar vegna spástefnu um framtíðarmöguleika Skagafjarðar.  Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til atvinnu- og ferðamálanefndar.

 

10. Lögð fram fundargerð starfskjaranefndar dags. 30.12.1998.  Byggðarráð samþykkir framlagða fundargerð.

 

11. Lagt fram bréf frá SÍS dags. 29. des. 1998.  Bréfinu fylgja umsagnir stjórnar SÍS um frumvarp til stjórnskipunarlaga og tillögu til þingsályktunar um stefnumótun í byggðamálum fyrir árin 1998-2002.

 

12. Rætt um húsnæðismál eldri borgara.  Sveitarstjóra falið að láta vinna kostnaðaráætlun vegna gerðar götu á Sauðárhæðum vegna hugmyndar um íbúðir fyrir eldri borgara.  Þá er sveitarstjóra falið að afla upplýsinga um skilmála sem gilda um íbúðir sem byggðar eru fyrir og á vegum aldraðra.  Verður málið tekið aftur fyrir á næsta byggðarráðsfundi.

 
13. Byggðarráð samþykkir að kosnir verði tveir fulltrúar í viðræðunefnd við Akrahrepp og tveir til vara.

 

Fleira ekki gert. Fundargerð uppl. og samþ. Fundi slitið.

 

Herdís Á. Sæmundard.                                              Snorri Björn Sigurðsson

Gísli Gunnarsson

Elinborg Hilmarsdóttir

Ingibjörg Hafstað

Páll Kolbeinsson