Byggðarráð Skagafjarðar

23. fundur 29. október 1998 kl. 10:00 Skrifstofa Sveitarfélagsins

Byggðarráð 

Sameinaðs  sveitarfélags  í  Skagafirði

Fundur  23 – 29.10.98

 

            Ár 1998, fimmtudaginn 29. október, kom Byggðarráð saman til fundar á skrifstofu sveitarfélagsins kl. 10,00.

            Mætt voru: Herdís Sæmundardóttir, Gísli Gunnarsson, Stefán Guðmundsson, Ingibjörg Hafstað og Páll Kolbeinsson auk sveitarstjóra, Snorra Björns Sigurðssonar.

 

Dagskrá:

 1. Bréf frá Hólaskóla.
 2. Bréf frá Mjölverksmiðjunni hf.
 3. Bréf frá Starfsmenntaráði.
 4. Viðræður við Björn Björnsson og Hilmar Sverrisson.
 5. Viðræður við Jón Sigfús Sigurjónsson, hdl.
 6. Bréf frá útgáfustjórn Byggðasögu Skagfirðinga.
 7. Samningur um endurskoðun hjá Skagafirði.
 8. Bréf frá leikskólastjórum á Sauðárkróki.
 9. Bréf frá Sögu Íslands.
 10. Bréf frá Siglufjarðarkaupstað.
 11. Bréf frá Máka hf.
 12. Fundarboð v. aðalfundar Farskóla Norðurlands vestra.
 13. Kauptilboð.
 14. Bréf frá starfsmönnum í Áhaldahúsi.

 

Afgreiðslur:

1. Lagt fram bréf frá Hólaskóla, dags. 21. okt. sl., undirritað af Jóni Bjarnasyni. Er þess farið á leit við sveitarstjórn að hún ráði þjónustufulltrúa með aðsetri á Hólum.

Afgreiðslu málsins frestað á meðan verið er að skoða fyrirkomulag mála.

 
2. Lögð fram tvö bréf frá Mjölverksmiðjunni hf, dags. 12. okt. og 15. okt., þar sem óskað er eftir því að Skagafjörður taki afstöðu til hlutafjáraukningar í Mjölverksmiðj­unni hf.

Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar 1999.


3. Lagt fram bréf frá Starfsmenntaráði Félagsmálaráðuneytis, dgs. 16. okt. sl. Er í bréf­inu boðað til fundar með fulltrúum sveitarfél. og starfsmanna þeirra í Rvík 30.okt. n.k.

Byggðarráð samþykkir að senda fulltrúa á fundinn og vísar erindinu til atvinnu- og ferðamálanefndar svo og stjórnar Starfsmenntunarsjóðs.

 
4. Á fundinn mættu Björn Björnsson og Hilmar Sverrisson. Kynntu þeir byggðarráði hugmynd að útgáfu kynningarefnis fyrir ferðamenn, sem leið eiga um Skagafjörð. Jafnframt óskuðu þeir eftir styrk frá sveitarfélaginu til verkefnisins.

 

5. Á fundinn mætti Jón Sigfús Sigurjónsson, hdl. Kynnti hann þá starfsemi sem hann hefur með höndum, sem er alhliða lögfræðiþjónusta og fasteignasala. Jón Sigfús er löggiltur fasteigna- og skipasali.

 
6. Lagt fram bréf frá útgáfustjórn Byggðasögu Skagfirðinga, dags. 22. okt. sl. Er í bréfinu óskað eftir fjárstyrk að upphæð kr. 800-900.000 til þess að hægt sé að halda ritun áfram svo og að áframhald verði á styrkveitingum næstu ár.

Byggðarráð samþykkir að óska eftir fundi með útgáfustjórn.


7. Lagður fram samningur um endurskoðun hjá Skagafirði, en samningurinn er við KPMG Endurskoðun hf. - Byggðarráð samþykkir framlagðan samning.

 
8. Lagt fram bréf frá leikskólastjórum á Sauðárkróki, dags. 21. okt. sl. Í bréfinu er farið fram á viðræður um yfirvinnugreiðslur í samræmi við yfirlýsingu II með kjarasamningi Fél. ísl. leikskólakenanra og Launanefndar sveitarfélaga frá 20. sept. 1997.

Byggðarráð samþ. að taka upp viðræður við leikskólastjórana.

 
9. Lagt fram bréf frá Sögu Íslands, dags. 16. okt. sl. Í bréfinu er sveitarfélaginu boðið til kaups ljósmyndasett frá Sauðárkróki. - Byggðarráð sér sér ekki fært að taka boðinu.


10. Lagt fram bréf frá Siglufjarðarkaupstað, dags. 23. okt. sl. Í bréfinu er farið fram á fund með sveitarstjórn Skagafjarðar um ýmis hagsmunamál sveitarfélaganna.

Byggðarráð samþ. að haldinn verði sameiginlegur fundur sveitarfélaganna og felur sveitarstjóra að finna heppilegan fundartíma.

 

11. Lagt fram bréf frá Máka hf, dags. 25. okt. sl. Í bréfinu er óskað eftir viðræðum við sveitarstjórn  um húsnæði v. Máka hf að  Freyjugötu 9 og í Fljótum. Einnig er óskað viðræðna um hlutafjárútboð Máka.

Byggðarráð samþykkir að óska eftir fundi með framkvæmdastjóra Máka hf og veitustjórn.


12. Lagt fram fundarboð v. aðalfundar Farskóla Norðurlands vestra fyrir starfsárið 1997-1998. Verður fundurinn haldinn í dag kl. 13,00.

Byggðarráð samþykkir að þeir byggðarráðsmenn, sem eiga þess kost, sæki fundinn.

 

13. Lagt fram kauptilboð þar sem Skagafirði er boðið að kaupa eignir Árvers hf í Hofsósi. Er bæði um að ræða fasteign og áhöld og tæki.

Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að ræða við tilboðsgjafa.

 

14. Lagt fram bréf frá starfsmönnum áhaldahúss, dags. 19. okt. sl.  Í bréfinu fara 4 starfs­menn áhaldahússins fram á aðild að starfsmannafélagi sveitarfélagsins.

Afgreiðslu frestað þar til viðræður hafa farið fram við fulltrúa viðkomandi stéttarfélaga.

 

Fleira ekki gert. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið.

 

Herdís Sæmundardóttir                     Snorri Björn Sigurðsson

Páll Kolbeinsson

Ingibjörg Hafstað

Gísli Gunnarsson

Stefán Guðmundsson