Byggðarráð Skagafjarðar

790. fundur 24. júlí 2017 kl. 09:00 - 10:33 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Stefán Vagn Stefánsson formaður
  • Sigríður Svavarsdóttir varaform.
  • Bjarni Jónsson áheyrnarftr.
  • Sigurjón Þórðarson varam.
Starfsmenn
  • Ásta Björg Pálmadóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Ásta Björg Pálmadóttir sveitarstjóri
Dagskrá

1.Geymsluhúsnæði

1707112

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd hefur skoðað kosti iðnaðarhúsnæðis sem fyrirhugað er að byggja við Borgarflöt 17-19 á Sauðárkróki og telur það besta kostinn sem bráðabirgðarhúsnæði fyrir muni Byggðasafns Skagfirðinga uns fullbúið varðveisluhúsnæði verður tekið í notkun. Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd mælir með því við byggðarráð að gengið verði til samninga um kaup á fullnægjandi rými að Borgarflöt 17-19.
Byggðarráð samþykkir að ganga til samninga um kaup á rými að Borgarflöt 17-19, tekið af framkvæmdafé eignasjóðs. Jafnframt felur byggðarráð sveitarstjóra að ganga frá kaupsamningi þar um og undirrita öll skjöl þar að lútandi.

2.Samruni Tímatákns og Skagafjarðarveitna

1707142

Lögð fram frá KPMG ehf skjöl varðandi fyrirhugaðan samruna tveggja félaga í eigu sveitarfélagsins, Tímatákns ehf og Skagafjarðarveitna ehf. Skagfjarðarveitur ehf eru með mjög takmarkaða starfssemi þar sem öll starfssemi veitna var færð inn í B-hluta Sveitarfélagsins Skagafjarðar árið 2013. Með vísan til 98. gr. laga nr. 138/1994, um einkahlutafélög, um fyrirhugaðan samruna ofangreindra félaga samþykkir byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar samrunann.

3.Þjórsárver - friðlýsing

1707017

Lagt fram frá Umhverfisráðuneyti drög að auglýsingu um friðland í Þjórsárverum. Umhverfisráðherra hefur ákveðið að taka upp að nýju vinnu við stækkun friðlandsins í Þjórsárverum sem fyrirhugað var að ljúka í júní 2013.

Tillagan er send að nýju til viðkomandi sveitarfélaga til umsagnar en vakin er athygli á að ný náttúruverndarlög, nr. 60/2013, tóku gildi 15. nóvember 2015. Í ljósi þess hafa breytingar verið gerðar á texta auglýsingarinnar hvað varðar tilvísanir til laga auk þess sem lagt er til að nýtt ákvæði bætist við er fjallar um gerð stjórnunar- og verndaráætlunar í samræmi við ákvæði nýju laganna. Frestur til að gera athugasemdir við fyrirliggjandi friðlýsingarskilmála er þrír mánuðir frá dagsetningu þessa bréfs. Í kjölfarið verður tekin ákvörðun um friðlýsingu svæðisins að teknu tilliti til framkominna athugasemda. Umhverfisráðherra hefur í samræmi við Náttúruverndaráætlun 2009-2013, þingsályktun um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.
Málið lagt fram, umsögn þarf að berast til ráðuneytis fyrir 3.október n.k.

4.Upplýsingar um aðild sveitarfélagsins að samningum um nýtingu innan þjóðlendna

1707031

Lagt fram bréf frá forsætisráðuneyti þar sem óskað er eftir upplýsingum um aðild sveitarfélagsins að samningum um nýtingu vatns- og jarðhitaréttinda, náma og annarra jarðefna innan þjóðlendna. Ráðuneytið óskar eftir svörum fyrir 1.september n.k.
Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til veitunefndar til skoðunar og umsagnar.

5.Málþing 5. september nk. um íbúasamráð og þátttöku íbúa.

1707124

Lagður fram tölvupóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um fyrirhugað málþing um íbúasamráð og þátttöku íbúa. Málþingið verður haldið á Grand hóteli, Reykjavík og samkvæmt drögum að dagskrá er gert ráð fyrir að það hefjist kl. 09:30 og ljúki kl. 16:00.
Byggðarráð hvetur alla sveitarstjórnarfulltrúa, sem tök hafa á, að fara á þingið.

6.Fiskeldi og Samtök sjávarútvegssveitarfélaga

1707133

Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá stjórn Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga þar sem samþykkt er að bjóða sveitarfélögum sem hafa fiskeldi eða áform um slíkt innan síns sveitarfélags að sækja um aðild að samtökunum. Ef einhver sveitarfélög hafa áhuga á því þá mun stjórn boða til auka aðalfundar í haust til að fá samþykki fyrir breytingum á samþykktum samtakanna þar sem hlutverk samtakanna verður útvíkkað svo lagareldissveitarfélög geti gengið formlega í samtökin.

7.Tilkynning um fasteignamat 2018

1707122

Lagt fram til kynningar áætlað fasteignamat fyrir árið 2018 frá Þjóðskrá Íslands.

8.Afrit af leyfi til leitar og rannsóknar á málmum í Öxnadal, Hörgárdal og víðar á Tröllaskaga

1707123

Lagt fram frá Orkustofnun til kynningar afrit af leyfi til leitar og rannsóknar á málmum í Öxnadal, Hörgárdal og víðar á Tröllaskaga.

Fundi slitið - kl. 10:33.