Byggðarráð Skagafjarðar

789. fundur 17. júlí 2017 kl. 09:00 - 10:30 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Stefán Vagn Stefánsson formaður
  • Sigríður Svavarsdóttir varaform.
  • Bjarni Jónsson áheyrnarftr.
  • Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir aðalm.
Starfsmenn
  • Ásta Björg Pálmadóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Ásta Björg Pálmadóttir sveitarstjóri
Dagskrá

1.Sérstakt framlag úr Jöfnunarsjóði vegna tekna af skatti á fjármálafyrirtæki

1707082

Lögð fram sundurliðun á greiðslum frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga á bankaskatti.
Hlutverk, regluverk og lagaumgjörð jöfnunarsjóðs sveitarfélaga er skýr. Sveitarfélagið Skagafjörður hefur bent á að ekki sé hafið yfir vafa hvort sú ráðstöfun á fjármagni sjóðsins samræmist þeim ramma sem sjóðnum er ætlað að vinna eftir. Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar gagnrýnir fyrirliggjandi skiptingu fjármagns og forsendur hennar og vill láta reyna á réttmæti nýrra laga og afturvirkni þeirra.

2.Geymsluhúsnæði

1707112

Rædd voru hugmyndir varðandi geymsluhúsnæði. Sveitarstjóra falið að vinna áfram að málinu.

3.Trúnaðarmál

1707081

Trúnaðarmál fært í trúnaðarbók.

4.Trúnaðarmál

1702255

Trúnaðarmál fært í trúnaðarbók.

5.Viðræður um sameiningu sveitarfélaganna Skagabyggðar og Sveitarfélagsins Skagfjarðar

1706188

Sveitarfélagið Skagabyggð og Sveitarfélagið Skagafjörður boðuðu til kynningafundar vegna fyrirhugaðra viðræðna um sameiningu sveitarfélaga mánudaginn 17.júlí 2017. Eftirtalin sveitarfélög hafa tilkynnt komu sína:
Akrahreppur og Húnaþing vestra.

6.Erindi vegna íþróttavallarins í Varmahlíð

1706233

Lagt fram til kynningar bréf frá formanni Ungmennafélagsins Smára.

7.Ársreikningur Hafnasambands Íslands 2016

1705018

Lagður fram til kynningar ársreikningur Hafnasambands Íslands fyrir árið 2016.

8.Ársreikningur 2016 Norðurá

1707069

Lagður fram til kynningar ársreikningur Norðurár bs fyrir árið 2016.

9.Ársreikningur Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga 2016

1707092

Lagður fram til kynningar ársreikningur Samtaka sjárvarútvegssveitarfélaga fyrir árið 2016.

10.Norðurá bs. - fundargerð aðalfundar

1706139

Lögð fram til kynningar fundargerð aðalfundar Norðurár bs 2017.

11.Fundagerðir 2017 - Samtök sjávarútvegs sveitarfélaga

1701006

Lagðar fram til kynningar fundargerðir númer 33 og 34 Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga.

Fundi slitið - kl. 10:30.