Byggðarráð Skagafjarðar

787. fundur 29. júní 2017 kl. 09:00 - 10:38 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Stefán Vagn Stefánsson formaður
  • Bjarni Jónsson aðalm.
  • Gunnsteinn Björnsson varam.
  • Sigurjón Þórðarson varam. áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Ásta Björg Pálmadóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Ásta Björg Pálmadóttir sveitarstjóri
Dagskrá
Byggðaráð hefur heimild til fullnaðarafgreiðslu mála í sumarleyfi sveitarstjórnar sem hefst í dag, 29. júní og lýkur 7. ágúst 2017.


Í upphafi fundar var samþykkt að taka mál númer 1706028 á dagskrá.
Indriði Þór Einarsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs sat fundinn undir dagskrárliðum 1 til 3.
Ingvar Páll Ingvarsson verkefnastjóri á veitu- og framkvæmdasviði sat fundinn undir dagskrárliðum 1 til 3.

1.Íþróttavöllur á Sauðárkróki - gervigras

1609323

Þriðjudaginn 27.júní 2017 kl.13 voru opnuð tilboð í útboðsverkið Grevigrasvöllur á Sauðárkróki, jarðvinna, lagnir og uppsteypa á skrifstofu Stoðar ehf verkfræðistofu. Um var að ræða opið útboð og barst eitt tilboð sem hefur verið yfirfarið.
Nöfn bjóðenda:
Friðrik Jónsson ehf 149.999.999 - 145,4%
Kostnaðaráætlun 103.157.050 - 100 %
Byggðarráð samþykkir að hafna tilboði Friðriks Jónssonar ehf. þar sem það er 45,4% yfir kostnaðaráætlun.

2.Aðalgata 21A - Utanhússviðhald

1701108

Farið yfir teikningar af endurbótum á Aðalgötu 21A. Samþykkt að stefna að því að ljúka verklýsingum og leggja fyrir næsta fund byggðarráðs.

3.Íslandsmót yngri flokka í hestaíþróttum - beiðni um slátt

1706028

Lagt fram erindi frá formanni Hestamannafélagsins Skagfirðings með ósk um aðstoð við að halda Íslandsmót barna og unglinga að Hólum í Hjaltadal. Óskað er eftir að fá afnot af Barnaskólanum á Hólum yfir mótsdagana fyrir mötuneyti starfsmanna og keppenda. Einnig er óskað eftir að sveitarfélagið aðstoði með slátt á áhorfendabrekkum.
Byggðarráð samþykkir beiðni Hestamannafélagsins Skagfirðings.

4.Söfnun vegna náttúruhamfara á Grænlandi

1706243

Lagður fram tölvupóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga vegna eftirfarandi:

Mánudaginn 19. júní gengu Hjálparstarf kirkjunnar, Hrókurinn og Kalak til samstarfs um landssöfnunina Vinátta í verki, í þágu þeirra sem verst urðu úti í hamförunum á Grænlandi. Lagt var upp með að alls enginn kostnaður yrði við söfnunina og að öll framlög skili sér óskert til Grænlands. Aðfararnótt sunnudagsins 18. júní skall ægileg flóðalda á grænlenska þorpinu Nuugattsiaq, sem er á samnefndri eyju í Uummanaq-firði, 600 kílómetrum fyrir norðan heimskautsbaug. Íbúar voru innan við 100 og lifðu á veiðum. Fjórir fórust og ellefu hús gjöreyðilögðust, m.a. rafveitan, verslunin og grunnskólinn. Hættuástandi var lýst yfir í Uummannaq-firði og tvö þorp til viðbótar rýmd. Þjóðarsorg lagðist yfir Grænland.

Byggðarráð samþykkir að leggja söfnuninni lið að upphæð 100.000 krónur.

5.Vegvísir samstarfsnefndar SNS og KÍ vegna FG í kjarasamningi

1701164

Lagt fram til kynningar lokaskýrsla Sveitarfélagsins Skagafjarðar vegna bókunar 1 í kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands vegna Félags grunnskólakennara.

6.Rekstrarupplýsingar 2017

1704092

Lagt fram til kynningar rekstrarupplýsingar fyrir janúar til apríl 2017.

7.Íslensk sveitarfélög 2017

1706210

Lagt fram til kynningar skýrsla Íslandsbanka um íslensk sveitarfélög.

Fundi slitið - kl. 10:38.