Byggðarráð Skagafjarðar

785. fundur 08. júní 2017 kl. 09:00 - 11:06 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Stefán Vagn Stefánsson formaður
  • Sigríður Svavarsdóttir varaform.
  • Bjarni Jónsson aðalm.
  • Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Friðrik Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
  • Ásta Björg Pálmadóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá
Samþykkt var í upphafi fundar að taka mál #1609323 Íþróttavöllur á Sauðárkróki - gervigras, á dagskrá.

1.Reykir Reykjaströnd- Umsagnarbeiðni vegna tímabundins áfengis og tækifærisleyfi

1705179

Lagður fram tölvupóstur úr máli 1705287, dagsettur 23. maí 2017 frá embætti sýslumannsins á Norðurlandi vestra, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Drangeyjarferða ehf., kt. 480916-1070, um tímabundið áfengisleyfi og tækifærisleyfi vegna útitónleika að Reykjum á Reykjaströnd, 551 Sauðárkróki.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.

2.Hafgrímsstaðir 146169 - Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis

1705182

Lagður fram tölvupóstur úr máli 1705292, dagsettur 23. maí 2017 frá embætti sýslumannsins á Norðurlandi vestra, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Austari ehf., kt. 660310-0450, um leyfi til að reka veitingastað í flokki II, veitingastofa - greiðasala, að Hafgrímsstöðum, 560 Varmahlíð.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.

3.Melsgil - Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis

1705240

Lagður fram tölvupóstur úr máli 1705387, dagsettur 30. maí 2017 frá embætti sýslumannsins á Norðurlandi vestra, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Félagsheimilisins Melsgils., kt. 460269-5719, um leyfi til að vera með svefnpokagistingu í flokki II í Félagsheimilinu Melsgili, 551 Sauðárkróki.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.

4.Trúnaðarmál

1705154

Sjá trúnaðarbók.

5.Eyvindarstaðaheiði ehf - aðalfundur 2017

1705245

Lagt fram fundarboð um aðalfund Eyvindarstaðarheiðar ehf., þann 14. júní 2017, kl. 13:00 að Borgarmýri 1, Sauðárkróki.
Byggðarráð samþykkir að Ásta Pálmadóttir sveitarstjóri verði fulltrúi sveitarfélagsins og fari með atkvæðisrétt þess.

6.Reglur v. Hvatapeninga 2017

1703356

Lögð fram tillaga að breyttum reglum um Hvatapeninga vegna íþrótta- og tómstundastarfs barna í Sveitarfélaginu Skagafirði. Verið er að laga reglurnar að upptöku nýs skráningakerfis í gegnum Nóra, sem tekið var upp um síðustu áramót. Skilyrði þess að hægt sé að nýta Hvatapeningana er að um skipulagt íþrótta-, lista- eða æskulýðsstarf sé að ræða og sé stundað undir leiðsögn þjálfara, leiðbeinenda eða kennara. Þetta á við um allt skipulagt íþrótta- og æskulýðstarf sem stundað er á vegum viðurkenndra íþróttafélaga, tónlistarskóla, skáta og önnur námskeið skipulögð af frístundasviði Sveitarfélagsins Skagafjarðar, sbr. Sumar-TÍM.
Hvatapeningana er hægt að nýta til að greiða niður æfinga-/þáttökugjöld í skipulögðu íþrótta-, lista- og æskulýðsstarfi. Réttur til Hvatapeninga fyrir árið 2017 fellur niður í árslok. Ónýttir Hvatapeningar nýtast ekki milli ára.
Breytingin samþykkt á 242. fundi félags- og tómstundanefndar þann 30. mars 2017.
Byggðarráð staðfestir samþykkt félags- og tómstundanefndar á breytingu á reglum um Hvatapeninga.

7.Umsókn um leyfi fyrir rallýkeppni 28. og 29. júlí 2017

1705232

Lagt fram bréf frá Bílaklúbbi Skagafjarðar, dagsett 29. maí 2017, þar sem óskað er eftir leyfi til að halda rallýkeppni helgina 28.-29. júlí 2017. Eknar verða sérleiðirnar: 744 Þverárfjallsvegur, (gamli vegurinn að mestu), 742 Mýrarvegur frá Mánaskál að fjárrétt við Kirkjuskarð, F752 Skagafjarðarvegur frá Litluhlíð að Þorljótsstöðum, F756 Mælifellsvegur um Mælifellsdal, Sauðárkrókshöfn og Nafir. Keppnin fer fram í samræmi við keppnisreglur AKÍS um aksturskeppnir.
Byggðarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti svo fremi að öll önnur tilskilin leyfi fáist frá hlutaðeigandi aðilum og öllum reglum verði framfylgt.

8.Styrkbeiðni Skíðadeildar Tindastóls til SSNV

1706003

Lagt fram bréf frá Sambandi sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, dagsett 30. maí 2017, varðandi styrkumsókn Skíðadeildar Umf. Tindastóls til samtakanna að upphæð 40 milljónir króna. Var erindið tekið fyrir í stjórn SSNV þann 9. maí 2017. Óskað er eftir afstöðu sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar um hvort hún sé meðmælt eða andvíg því að SSNV veiti Skíðadeild Umf. Tindastóls styrk að fjárhæð 30 milljónir króna.
Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar er meðmælt því að SSNV veiti Skíðadeild Umf. Tindastóls styrk að fjárhæð 30 milljónir króna.

9.Aukaársfundur Stapa lífeyrissjóðs 2017

1705211

Lagt fram bréf dagsett 24. maí 2017 frá Stapa lífeyrissjóði, þar sem boðað er til aukaársfundar sjóðsins árið 2017 þann 22. júní 2017 í Menningarhúsinu Hofi, Akureyri.
Byggðarráð samþykkir að sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs sæki fundinn fyrir hönd sveitarfélagsins.

10.Húsnæðisáætlanir sveitarfélaga

1705222

Lagt fram bréf dagsett 24. maí 2017 frá Íbúðalánasjóði varðandi húsnæðisáætlanir sveitarfélaga.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra og sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs að hefja vinnu við gerð húsnæðisáætlunar fyrir Sveitarfélagið Skagafjörð.

11.Íþróttavöllur á Sauðárkróki - gervigras

1609323

Undir þessum dagskrárlið sátu Indriði Þór Einarsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs og Ingvar Páll Ingvarsson verkefnastjóri á veitu- og framkvæmdasviði. Rætt var um framkvæmd á byggingu gervigrasvallar á Sauðárkróki og útboð á verkinu.
Byggðarráð samþykkir að verkið verði boðið út hið fyrsta.

12.Trúnaðarmál

1706031

Sjá trúnaðarbók.

13.Málefni Háholts - þjónustusamningur ekki endurnýjaður

1705013

Málið áður á dagskrá 782. fundi byggðarráðs þann 4. maí 2017. Óskað var eftir fundi með Braga Guðbrandssyni forstjóra Barnaverndarstofu og er hann fyrirhugaður í dag, 8. júní 2017. kl. 16:00 í húsnæði Barnaverndarstofu í Reykjavík. Fulltrúar byggðarráðs ásamt fulltrúa starfsmanna Háholts munu fara til fundar.
Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir vék af fundi kl. 10:50.

14.Könnun á stöðu leiguíbúða sveitarfélaga 31.12. 2016

1703075

Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 29. maí 2017 frá Varasjóði húsnæðismála þar sem kynntar eru niðurstöður könnunar sjóðsins á stöðu leiguíbúðamála hjá sveitarfélögum. Niðurstöður úr könnun vegna ársins 2016 liggja fyrir og eru birtar á heimasvæði Varasjóðsins á vefsíðu velferðarráðuneytisins.

15.Ársreikningur 2016 - Menningarsetur Skagfirðinga

1705239

Lagður fram til kynningar ársreikningur 2016 vegna Menningarseturs Skagfirðinga.

16.Bókhaldsleg meðferð uppgjörs lífeyrisskuldbindinga í A-deild Brúar

1705223

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 24. maí 2017 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga varðandi breytingar á reglugerðum vegna lífeyrisskuldbindingauppgjörs.

17.Ársreikningur 2016 Heilbr.eftirlit Nl. vestra

1705194

Lagður fram til kynningar ársreikningur 2016 vegna Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra.

Fundi slitið - kl. 11:06.