Byggðarráð Skagafjarðar

783. fundur 11. maí 2017 kl. 09:00 - 10:26 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Stefán Vagn Stefánsson formaður
  • Sigríður Svavarsdóttir varaform.
  • Bjarni Jónsson aðalm.
  • Sigurjón Þórðarson varam. áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Friðrik Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
  • Ásta Björg Pálmadóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá

1.Skagaheiði - sýslumörk

1211204

Frestað mál frá árinu 2015. Farið yfir stöðu mála varðandi sýslumörk á Skagaheiði. Ingvar Páll Ingvarsson starfsmaður veitu- og tæknisviðs kom á fund byggðarráðs undir þessum dagskrárlið og kynnti stöðu málsins. Lögð fram bréf frá Skagabyggð, dagsett 14. mars 2015 varðandi sýslumörk á Skaga og Sveitarfélaginu Skagaströnd, dagsett 12. febrúar 2014.

Byggðarráð samþykkir að fela Ingvari Páli að þoka málinu áfram í átt að samkomulagi við framangeind sveitarfélög.

2.Staðsetning rafhleðslustöðva í Skagafirði

1703308

Lögð fram svohljóðandi bókun 127. fundar umhverfis- og samgöngunefndar frá 30. mars 2017: „Sveitarfélagið Skagafjörður hefur fengið úthlutað styrk til uppsetningu tveggja hraðhleðslustöðva í Varmahlíð og á Sauðárkróki á árinu 2017. Lagt var fyrir fundinn yfirlit yfir mögulegar staðsetningar á hraðhleðslustöðvum. Nefndin leggur til að hraðhleðslustöðvar verði staðsettar við sundlaugar á Sauðárkróki og í Varmahlíð.“

Indriði Þór Einarsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs og Ingvar Gýgjar Sigurðarson verkefnastjóri á veitu- og framkvæmdasviði sátu fundinn undir þessum dagskrárlið.

Byggðarráð samþykkir að fela Ingvari Gýgjari að halda áfram með málið.

3.Aðalgata 4,Drangey - Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis

1705021

Lagður fram tölvupóstur úr máli 1705032, dagsettur 3. maí 2017, frá embætti sýslumannsins á Norðurlandi vestra, þar sem óskað er umsagnar um umsókn frá Drangey gistiheimili ehf., kt. 600709-1510, um leyfi til að reka gististað í flokki II að Aðalgötu 4, 550 Sauðárkróki.

Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.

4.Glaumbær,Áskaffi - Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis

1705033

Lagður fram tölvupóstur úr máli 1705038, dagsettur 4. maí 2017, frá embætti sýslumannsins á Norðurlandi vestra, þar sem óskað er umsagnar um umsókn frá ahsig ehf., kt. 610102-3280, um leyfi til að reka veitingastað í flokki II, Áskaffi, í byggðasafninu að Glaumbæ, 560 Varmahlíð.

Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.

5.Tilnefning fulltrúa sveitarfélagsins í framkvæmdanefnd Landsmóts UMFÍ 2018

1705068

Lagt fram bréf dagsett 8. maí 2017 frá Ungmennafélagi Íslands varðandi Landsmót UMFÍ og Landsmót UMFÍ 50 sem verða haldin á Sauðárkróki dagana 13.- 15. júlí 2018. Óskað er eftir að sveitarfélagið tilnefni einn fulltrúa í landsmótsnefnd sem einnig mun gegna formennsku í framkvæmdanefnd mótsins.

Byggðarráð samþykkir að tilnefna Sigríði Svavarsdóttur, forseta sveitarstjórnar sem fulltrúa sveitarfélagsins.

6.Aðalfundur Landskerfis bókasafna hf 2017

1705035

Lagt fram bréf frá Landskerfi bókasafna, dagsett 2. maí 2017, þar sem boðað er til aðalfundar Landskerfis bókasafna hf. þann 24. maí 2017 í Reykjavík.

Byggðarráð samþykkir að Þórdís Friðbjörnsdóttir, héraðsbókavörður verði fulltrúi Sveitarfélagsins Skagafjarðar á fundinum.

7.Samband íslenskra sveitarfélaga - Umsögn um fjármálaáætlun

1704187

Lagt fram til kynningar afrit af bréfi dagsettu 26. apríl 2017, frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga til fjárlaganefndar Alþingis, varðandi umsögn um tillögu til þingsályktunar um fjármálaáætlun 2018-2022, 402. mál.

Byggðarráð samþykkir að taka undir umsögn sambandsins.

8.Matslýsing kerfisáætlunar Landsnets 2017-2026 - kynning

1705024

Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 3. maí 2017 frá Landsneti hf. þar sem segir að Landsnet vinnur að undirbúningi við mótun kerfisáætlunar sem er ætlað að gefa heildarsýn yfir þróun flutningskerfis raforku á næstu árum. Landsnet mun vinna umhverfismat fyrir kerfisáætlun í samræmi við lög nr. 105/2006 um umhverfismat áætlana. Matslýsingin er aðgengileg á heimasíðu Landsnets www.landsnet.is. Frestur til að gera athugasemdir eða koma með ábendingar við matslýsinguna er til og með 30. maí 2017.

9.Brú lífeyrissjóður - breyting á A deild

1703264

Lagt fram til kynningar bréf dagsett 31. mars 2017 frá Brú lífeyrissjóði varðandi breytingu á A deild lífeyrissjóðsins vegna breytinga á lögum um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins, nr. 1/1997.

10.Fundagerðir 2017 - SSNV

1701003

Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar SSNV frá 7. apríl 2017.

Fundi slitið - kl. 10:26.