Byggðarráð Skagafjarðar

773. fundur 02. febrúar 2017 kl. 09:00 - 13:10 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Stefán Vagn Stefánsson formaður
  • Sigríður Svavarsdóttir varaform.
  • Bjarni Jónsson aðalm.
  • Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Friðrik Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
  • Ásta Björg Pálmadótttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá

1.Samstarfssamningur við Flugu hf

1701251

Viggó Jónsson kom á fund byggðarráðs fyrir hönd Flugu hf. til viðræðu um endurnýjun á samstarfssamningi á milli sveitarfélagsins og Flugu hf. og þátttöku sveitarfélagsins í viðamiklu viðhaldi á húsnæðinu. Sveitarfélagið á 35% hlut í Flugu hf.

Byggðarráð tekur jákvætt í erindin sem koma aftur á dagskrá ráðsins þegar samningsdrög liggja fyrir. Byggðarráð setur þó skilyrði við þátttöku í viðhaldskostnaði að Hrossaræktarsamband Skagfirðinga og Hestamannafélagið Skagfirðingur komi að því líka í hlutfalli við eignarhald líkt og sveitarfélagið.

2.Viðauki nr. 1 við fjárhagsáætlun 2017

1702013

Byggðarráð samþykkir að fresta málinu til næsta fundar.

3.Mótun ehf

1611295

Byggðarráð samþykkir að fresta málinu til næsta fundar.

4.Umsókn um niðurgreiðslu fasteignaskatts

1701349

Lögð fram umsókn dagsett 31. janúar 2017 frá Húsfélaginu Víðigrund 5 (Oddfellowreglan), um niðurgreiðslu fasteignaskatts skv. reglum um styrki til greiðslu fasteignaskatts skv. 2. mgr. 5.gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995.

Byggðarráð samþykkir að veita 30% styrk vegna fasteignaskatts af félagsheimili.

5.Íþróttavöllur á Sauðárkróki - gervigras

1609323

Ingvar Páll Ingvarsson kom á fund byggðarráðs undir þessum dagskrárlið og kynnti niðurstöðu á opnun tilboða í gervigras á fyrirhugaðan gervigrasvöll á Sauðárkróki og flóðlýsingu.

Byggðarráð samþykkir að lægstu tilboðum í hvorn lið verði tekið, annars vegar gervigras og undirlag frá Altís og hins vegar flóðlýsing frá Metatron. Samtals eru tilboðin að upphæð 54,2 milljónir króna. Gert er ráð fyrir þessari fjárfestingu í fjárfestingaráætlun ársins 2016.

6.Heilbrigðisstofnun Norðurlands

1702014

Örn Ragnarsson framkvæmdastjóri lækninga og Jón Helgi Björnsson forstjóri Heilbrigðisstofnunar Norðurlands komu á fundinn til viðræðu um starfsemi stofnunarinnar.

7.Sundlaug Varmahlíð - rennibraut

1702015

Byggðarráð samþykkir að skoðað verði hvort hægt sé að koma upp rennibraut við sundlaugina í Varmahlíð og felur sveitarstjóra að vinna kostnaðarmat.

8.Fundagerðir 2017 - SSNV

1701003

Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnarfundar SSNV frá 17. janúar 2017.

Fundi slitið - kl. 13:10.