Byggðarráð Skagafjarðar

771. fundur 12. janúar 2017 kl. 09:00 - 11:36 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Stefán Vagn Stefánsson formaður
  • Sigríður Svavarsdóttir varaform.
  • Bjarni Jónsson aðalm.
  • Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Friðrik Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
  • Ásta Björg Pálmadótttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá

1.Háskólinn á Hólum - Beiðni um fund

1701100

Á fundinn komu Erla Björk Örnólfsdóttir rektor Háskólans á Hólum ásamt Laufey Haraldsdóttur, Þóri Erlingssyni og Jóni Eðvald Friðrikssyni. Kynntu þau starfsemi skólans og breytingar á ferðamáladeild.

2.Sjúkraflug

1701105

Rætt var um sjúkraflug frá Sauðárkróki. Undir þessum dagskrárlið sat Svavar Atli Birgisson slökkviliðsstjóri fundinn.

Byggðarráð sveitarfélagsins Skagafjarðar lýsir þungum áhyggjum af stöðu sjúkraflugs og skorar á ný stjórnvöld að bregðast við hið fyrsta og tryggja íbúum landsbyggðarinnar örugga aðkomu að eina hátæknisjúkrahúsi landssins með opnun neyðarbrautarinnar í Vatnsmýrinni. Með öllu er ólíðandi að íbúar hinna dreifðu byggða þurfi að sæta slíku öryggisleysi eins og nýleg dæmi sanna þar sem ekki var hægt að koma fárveikum einstaklingum til Reykjavíkur þar sem sjúkraflugvél Mýflugs gat ekki lent í Reykjavík.

Ljóst er að með nauðsynlegri uppbyggingu hátæknisjúkrahúss í Reykjavík hlýtur það að vera einboðið að sjúkraflugið lendi í sem mestri nálægð við sjúkrahúsið.

Byggðarráð hvetur ríkisvaldið og borgaryfirvöld í höfuðborg okkar Íslendinga að ganga þannig frá málinu að sjúkraflug til Reykjavíkur verð tryggt með opnun neyðarbrautarinnar.

Byggðarráð felur sveitarstjóra að óska eftir fundi með forsvarsmönnum Ísavia til að fara yfir nauðsynlegan búnað og umgjörð sem þarf að vera til staðar á Alexandersflugvelli á Sauðárkróki, til þess að tryggja öruggt sjúkraflug til og frá vellinum.

3.Laugavegur 15 n.h. 221-8387 - sala

1612218

Lagt fram kauptilboð frá Alex Má Sigurbjörnssyni og Bryndísi Rut Haraldsdóttur, í fasteignina Laugaveg 15, neðri hæð, Varmahlíð. Fastanúmer 221-8387.

Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að gera bjóðendum gagntilboð.

Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir vék af fundi undir þessum dagskrárlið.

4.Iðgjald launagreiðenda í A-deild

1701089

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 28. desember 2016 frá Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins varðandi að iðgjald launagreiðenda í A-deild hækkar ekki þann 1. janúar 2017. Alþingi samþykkti þann 22. desember sl. breytingu á lögum um LSR nr. 1/1997. Samkvæmt lögunum verður tekið upp breytt réttindakerfi hjá deildinni 1. júní nk. Í lögunum er einnig kveðið á um að iðgjald launagreiðenda verði áfram 11,5% og verður því ekki af áður tilkynntri hækkun iðgjalds um áramót.

Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að breyta fjárhagsáætlun ársins 2017 í samræmi við þessa niðurstöðu og leggja fram viðauka þar að lútandi.

5.Mótframlag launagreiðenda í A deild Brúar lífeyrissjóðs

1701090

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 27. desember 2016 frá Brú Lífeyrissjóði varðandi að iðgjald launagreiðenda í A-deild hækkar ekki þann 1. janúar 2017. Alþingi samþykkti þann 22. desember sl. frumvarp sem ætlað er að jafna lífeyrisréttindi á opinberum og almennum vinnumarkaði. Þessi lagabreyting felur í sér að mótframlag til A deildar Brúar lífeyrissjóðs verður áfram 12% fram til 1. júní 2017 og lækkar þá niður í 11,5% þar til annað verður samið um í kjarasamningum.

Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að breyta fjárhagsáætlun ársins 2017 í samræmi við þessa niðurstöðu og leggja fram viðauka þar að lútandi.

6.Aukin fagmennska og gæði í æskulýðsstarfi sveitarfélaga - styrkbeiðni

1701112

Lagt fram ódagsett bréf frá Félagi fagfólks í frítímaþjónustu þar sem fram kemur að félagið er að hefja þriggja ára samstarf við systursamtök þess í Finnlandi og Svíþjóð um verkefnið Bootcamp for Youth Workers. Útkoma verkefnisins verður þríþætt; grunnnámskeið fyrir æskulýðsstarfsfólk, matstæki fyrir óformlegt nám og handbók fyrir æskulýðsstarfsfólk sem mun styðja við námskeiðið og matstækið. Verkefnið hefur hlotið 20,7 milljón króna styrk frá Evrópu unga fólksins sem áætlað er að nemi um 80% af kostnaði. Eftir stendur fjárþörf um 3.500.000 kr. Óskað er eftir 400.000 kr. styrk frá sveitarfélaginu til verkefnisins gegn fullum aðgangi að námskeiðinu og matstækinu í lok verkefnisins.

Byggðarráð samþykkir að óska eftir umsögn félags- og tómstundanefndar.

7.Framkvæmdaáætun í málefnum fatlaðs fólks 2017-2021

1612234

Umsögn um drög að tillögu til þingsályktunar um stefnu og framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks 2017-2021.

Byggðaráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar tekur undir þau meginmarkmið sem fram koma í stefnu og forsendum tillögunar og telur hana mikilvægan þátt í því að fötluðu fólki séu tryggð full mannréttindi og sambærileg lífskjör til jafns við aðra og skapa því skilyrði til að lifa sjálfstæðu lífi á eigin forsendum.

Áréttað er mikilvægi þess að áður en ákvörðun verður tekin um framkvæmdaáætlunina að unnið verði ítarlegt kostnaðarmat allra verkefna sem tilgreind eru í áætluninni og að fjármögnun þeirra verði tryggð. Fram kemur að verkefni á ábyrgð sveitarfélaga eru tilgreind innan ramma, sem þýðir að það er ekki gert ráð fyrir sérstöku fjármagni á fjárlögum ríkisins til þessa verkefna.

Í athugasemdum sem fylgja með þingsályktunartillögunni kemur fram að við vinnu áætlunarinnar hafi verið tekið mið af drögum að nýjum lögum um málefni fatlaðs fólks og drögum að nýjum lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga og sjá má nýmæli þeim tengdum í framkvæmdaáætluninni.

Horfa verður til þess að stefna og áætlun gangi ekki lengra en gildandi lög og reglugerðir segja til um, en margt sem fram kemur í áætluninni getur gefið tilefni til væntinga sem sveitarfélögin gætu átt erfitt með að standa undir á fjárhagslegum forsendum.

Byggðaráð leggur því áherslu á að stefna og framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks fyrir árin 2017-2021 taki mið af núgildandi lögum og reglugerðum og að allir verkþættir verði kostnaðmetnir og fjármagnaði eða gildistöku hennar verði frestað þar til Alþingi hefur gert breytingar á lögum.

8.Gúmmíkurl á íþróttavöllum

1603133

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 6. janúar 2017 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga ásamt áætlun umhverfis- og auðlindaráðherra um að skipta út dekkjakurli á leik- og íþróttavöllum fyrir hættuminni efni.

Í fjárhagsáætlun ársins 2017 er gert ráð fyrir að skipta út dekkjakurli á öllum fjórum gervigrasvöllum sveitarfélagsins.

9.Athugasemdir KÍ við yfirlýsingu SNS frá 22. desember

1701085

Lögð fram til kynningar yfirlýsing samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 22. desember 2016 vegna samningaviðræðna við Félag kennara og stjórnenda í tónlistarskólum (FT). Einnig lagt fram bréf dagsett 9. janúar 2017 frá Kennarasambandi Íslands og bréf dagsett sama dag frá FT þar sem gerðar eru athugasemdir við fyrrgreinda yfirlýsingu samninganefndar sveitarfélaga.

10.Fundarboð aðalfundar Róta bs. 2016.

1701080

Lagt fram til kynningar fundarboð dagsett 6. janúar 2017 vegna aðalfundar Róta bs. 2016. Fundurinn verður haldinn á Mælifelli, miðvikudaginn 25. janúar 2017. Sveitarfélagið Skagafjörður á 11 fulltrúa af 42.

Fundi slitið - kl. 11:36.