Byggðarráð Skagafjarðar

770. fundur 05. janúar 2017 kl. 09:00 - 11:22 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Stefán Vagn Stefánsson formaður
  • Sigríður Svavarsdóttir varaform.
  • Bjarni Jónsson aðalm.
  • Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Friðrik Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
  • Ásta Björg Pálmadótttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá

1.Verkefni Karlakórsins Heimis og Vesturfararsetursins

1612179

Fulltrúar Karlakórsins Heimis, Gísli Árnason og Valgeir Þorvaldsson komu á fund byggðarráðs og kynntu samstarfsverkefni kórsins og Vesturfarasetursins, ferð kórsins til Kanada vorið 2017.

2.Lindabær(búm.safn) - Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis

1612169

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 19. desember 2016 frá embætti sýslumannsins á Norðurlandi vestra úr máli 1612280. Óskað er umsagnar um umsókn Sigmars Jóhannssonar, kt. 100447-3129, Lindabæ, 551 Sauðárkróki, um leyfi til að reka veitingastað í flokki I í Búminjasafninu Lindabæ, 551 Sauðárkróki.

Byggðarráð samþykkir að gera ekki athugasemdir við umsóknina.

3.Árgjald Landsbyggðin lifi

1612172

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 18. desember 2016 frá samtökunum Landsbyggðin lifi varðandi árgjald ársins 2016.

Byggðarráð samþykkir að greiða árgjald samkvæmt ákvörðun aðalfundar samtakanna árið 2016.

4.Afskrift sveitarsjóðsgjalda

1612181

Lögð fram beiðni frá embætti sýslumannsins á Norðurlandi vestra, dagsett 20. desember 2016 um afskrift sveitarsjóðsgjalda í innheimtu hjá ríkinu, sem orðnar eru fyrndar. Afskriftarbeiðni nr. 201612201406246, höfuðstóll 8.704 kr., dráttarvextir 5.207 kr., samtals 13.911 kr.

Byggðarráð samþykkir að afskrifa kröfuna.

5.Skammtímafjármögnun 2017

1612185

Byggðarráð samþykkir heimild til sveitarstjóra að taka allt að 200 milljónir króna skammtímalán á árinu 2017 ef þörf krefur.

6.Lóðarréttindi Skeljungs hf. í Varmahlíð

1606192

Lagt fram bréf frá Skeljungi hf., dagsett 16. júní 2016 þar sem fyrirtækið óskar eftir að gerður verði nýr lóðaleigusamningur vegna lóðarréttinda Skeljungs hf. í Varmahlíð.

Umrædd lóð var upphaflega leigð Olíufélaginu Skeljungi hf. með samningi dags. 10. maí 1972. Í 2. gr. samningsins segir:

„Leigutíminn skal vera 10 ár frá 1.apríl 1971 að telja, en að þeim tíma loknum hefur leigutaki rétt á að fá leiguréttinn framlengdan um a.m.k. tvö ár í senn eða að fá aðra sambærilega lóð undir starfsemi sína á staðnum þegar skipulag hans hefur verið endanlega ákveðið, og skal þá gerður nýr samningur um þau lóðarréttindi.“

Ekki hefur verið gerður nýr samningur þrátt fyrir að skipulag svæðisins hafi nú verið endanlega ákveðið, en deiliskipulag svæðisins var samþykkt árið 1997. Í því skipulagi er umrædd lóð ekki skilgreind sérstaklega heldur er hluti af stærra svæði sem skilgreint er sem verslunar og þjónustusvæði.

Skeljungur hf. sendi Varmahlíðarstjórn bréf, dags. 18. nóvember 1994 varðandi framtíðarskipulag á lóð Kaupfélags Skagfirðinga og Skeljungs hf. í Varmahlíð. Í bréfinu er grein gerð fyrir því að samningar hafi tekist á milli Kaupfélags Skagfirðinga, Olíufélagsins hf. og Skeljungs hf. um samstarf í sölu og þjónustu við ferðamenn í Varmahlíð, líkt og segir í bréfinu.

Samkvæmt bréfinu var gengið út frá því að þær lóðir sem framangreindir aðilar höfðu á þeim tíma til ráðstöfunar yrðu nýttar sameiginlega til uppbyggingar aðstöðu fyrir ferðamenn. Þá segir orðrétt í niðurlagi bréfsins:

„Í ljósi þess að ofangreint samstarf er komið á milli aðila um þessa þjónustu, hefur Skeljungur lýst yfir samþykki sínu fyrir þessum áætlunum og gerir því ráð fyrir að sú lóð, sem félagið hefur á hendi á staðnum, verði nýtt sem hluti af stærra þjónustusvæði fyrir ferðamenn.“

Tekið skal fram að sveitarfélagið var ekki aðili að samkomulagi þessu tengdu né heldur var lóðarleigusamningi breytt, eða nýr gerður, vegna þeirrar lóðar sem mál þetta snýr að.

Skeljungur hf. greiddi síðast lóðarleigu árið 1996 sem kemur heim og saman við það sem fram kemur í bréfi um samrekstur Skeljungs hf. og Olíufélagsins hf. um bensínafgreiðslu í Varmahlíð og að þá hafi Skeljungur hf. hætt að hagnýta sér lóðina.

Skipulagsleg staða svæðisins í dag, og í raun allt frá árinu 1997 þegar deiliskipulag svæðisins var samþykkt, er sú að ekki er gert ráð fyrir lóðinni í skipulagi svæðisins. Upphaflegur lóðarleigusamningur hafði ekki verið endurnýjaður eða gerður nýr samningur um lóðina eða aðra sambærilega lóð og Skeljungur hf. á þessum árum hætt að nýta sér lóðina. Samkvæmt opinberum skráningum er Varmahlíðarstjórn skráður eigandi lóðarinnar.

Engar athugasemdir bárust við deiliskipulagið frá Skeljungi hf., eða öðrum aðilum varðandi þessa lóð og tók það því sem fyrr segir gildi óbreytt.

Að framsögðu er að mati Sveitarfélagsins Skagafjarðar ljóst að Skeljungur hf. er ekki með umrædda lóð á leigu, enda lóðin sem slík ekki sérstaklega skilgreind og hefur verið nýtt sem aðstaða fyrir ferðaþjónustu allt frá árinu 1995.

Frá árinu 1996 greiddi annar aðili lóðarleigu af lóðinni og hélt því áfram allt til ársins 2013. Árið 2013 var Skeljungur hf., fyrir mistök, aftur krafið um lóðarleigu sem félagið hefur greitt allt til þessa árs. Sveitarfélagið Skagafjörður harmar þau mistök og mun endurgreiða Skeljungi hf. þá lóðarleigu ásamt vöxtum við fyrsta tækifæri.

Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar er tilbúið til þess að setjast niður með forsvarsmönnum Skeljungs hf. vegna málsins með það í huga að skoða hvaða möguleikar eru í stöðunni varðandi það að útvega Skeljungi hf. lóð undir starfsemi sína í sveitarfélaginu.

7.Laugavegur 15 n.h. 221-8387 - sala

1612218

Lagt fram söluumboð og samningur við Fasteignasölu Sauðárkróks varðandi sölu á fasteigninni Laugavegur 15, neðri hæð, Varmahlíð. Fastanúmer 221-8387.

Byggðarráð samþykkir að fasteignin Laugavegur 15, neðri hæð, verði seld og felur Fasteignasölu Sauðárkróks að sjá um sölu hennar.

8.Úttekt slökkviliða 2016, Skagafjörður

1612193

Lagt fram bréf frá Mannvirkjastofnun, dagsett 19. desember 2016 varðandi úttekt á Brunavörnum Skagafjarðar árið 2016. Helstu athugasemdir eru þær að endurskoða þarf brunavarnaáætlun og þjónustu og viðhald sérhæfðs björgunarbúnaðar til björgunar á fastklemmdu fólki úr mannvirkjum og farartækjum.

Brunavarnaáætlun er i vinnslu og áætlað er að hún verði tilbúin fyrir 1. mars 2017. Búið er að kaupa nýjan björgunarbúnað sem er mjög öflugur og getur klippt með 140 tonna þunga. Gert er ráð fyrir að eldri búnaður verði uppfærður en hann hefur 30 tonna klippikraft.

9.Ráðstefna SSNV

1701032

Lagt fram boð á ráðstefnu SSNV að Hótel Laugarbakka, föstudaginn 13. janúar 2017. Ráðstefnan er öllum opin en er sérstaklega ætluð sveitarstjórnarmönnum og öðrum sem áhuga hafa á sveitarstjórnarmálum.

Byggðarráð hvetur sveitarstjórnarmenn til að skrá sig á ráðstefnuna.

10.Kennarar í tónlistarskólum samningslausir - bréf til sveitarstjórnarmanna

1701021

Lagt fram erindi móttekið 2. janúar 2017 frá stjórn Félags kennara og stjórnenda í tónlistarskólum þar sem stjórn FT lýsir m.a. þungum áhyggjum af gangi mála varðandi kjarasamningsgerð við félagið.

Byggðarráð þakkar fyrir erindið og vonast til þess að samningar náist sem fyrst.

11.Íþróttavöllur á Sauðárkróki - gervigras

1609323

Undir þessum dagskrárlið sat fundinn Indriði Þór Einarsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs. Farið yfir teikningar og hönnun á gervigrasvelli og byggðarráð sammála um að halda verkinu áfram á þeim nótum sem kynnt var á fundinum. Byggðarráð felur sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs að halda áfram vinnu við gerð útboðsgagna og stefna á að klára fyrir lok janúar 2017.

Byggðarráð óskar eftir því við skipulags- og byggingarnefnd að það svæði sem um ræðir verði sett í deiliskipulagsferli ef þörf krefur.

12.Um sameiningar sveitarfélaga í Noregi - til kynningar

1701027

Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 2. janúar 2017 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga varðandi sameiningar sveitarfélaga í Noregi.

13.Rætur bs. - fundargerð stjórnar 19.12. 2016

1612213

Lögð fram til kynningar fundargerð Róta bs. frá 19. desember 2016.

Fundi slitið - kl. 11:22.