Byggðarráð Skagafjarðar

596. fundur 28. júní 2012 kl. 09:00 - 10:22 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Stefán Vagn Stefánsson formaður
  • Bjarni Jónsson varaform.
  • Jón Magnússon aðalm.
  • Þorsteinn Tómas Broddason áheyrnarftr.
  • Sigurjón Þórðarson áheyrnarftr.
  • Ásta Björg Pálmadóttir sveitarstjóri
  • Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá

1.Kosning formanns byggðarráðs

1206307

Borin upp tillaga um Stefán Vagn Stefánsson sem formann byggðarráðs.
Tillagan samþykkt samhljóða.

2.Kosning varaformanns byggðarráðs

1206308

Lögð fram tillaga um Bjarna Jónsson sem varaformann byggðarráðs.
Tillagan samþykkt samhljóða.

3.Erindi frá fjárlaganefnd

1206245

Lagt fram bréf frá fjárlaganefnd Alþingis varðandi breyttar áherslur nefndarinnar við fjárlagagerð. Fjárlaganefnd vill leggja áherslu á eftirfarandi þætti á væntanlegum fundum sínum með sveitarfélögunum; málefni sem tengjast fjármálasamskiptum ríkis og sveitarfélaga, málefni sem tengjast verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga, málefni sem tengjast fjárhagsstöðu sveitarfélaga, s.s. eins og skuldastöðu og fjárhagslegri getu til að takast á við lögbundin verkefni. Önnur mál sem sveitarstjórnir telja mikilvægt að ræða við fjárlaganefnd og eru á málefnasviði nefndarinnar.
Fjárlaganefnd óskar eftir viðbrögðum sveitarfélaga við þessum áherslum fyrir 1. ágúst 2012.
Byggðarráð leggur áherslu á að Sveitarfélagið Skagafjörður geti áfram átt milliliðalaus samskipti við fjárlaganefnd Alþingis. Byggðarráð samþykkir að bjóða fjárlaganefnd Alþingis í kynnisferð til Skagafjarðar til þess að fara yfir áherslur og sjónarmið sveitarfélagsins. Sveitarstjóra falið að finna dagsetningu sem hentar.

4.Skammtímalán

1206140

Byggðarráð veitir Ástu B. Pálmadóttur, sveitarstjóra hér með heimild til skammtímalántöku hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf. að fjárhæð allt að 150.000.000 kr. Heimildin gildi út árið 2012.

5.Gæran - tónlistarhátíð

1206292

Lögð fram styrkbeiðni frá aðstandendum tónlistarhátíðarinnar Gærunnar, þar sem er óskað er eftir fjárhagslegum stuðningi við hátíðina sem á að fara fram dagana 23.-25. ágúst 2012.
Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til atvinnu- og ferðamálanefnar og óskar eftir að sveitarstjóri eigi fund með aðstandendum tónlistarhátíðarinnar til að ræða aðkomu sveitarfélagsins varðandi búnað og mannskap.

6.Pylsuvagn á Hofsósi

1206294

Lagt fram erindi frá eigendum Sóltúns ehf., þar sem óskað er eftir að veitt verði leyfi fyrir staðsetningu pylsuvagns norðan við sundlaugina á Hofsósi eða á planinu þar sem íbúðarhúsið Sæland stóð.
Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til skipulags- og bygginganefndar til fullnaðarafgreiðslu.

7.Þjólendumál - svæði 8

1206297

Lagt fram erindi frá Stefáni Ólafssyni hrl. þar sem hann býður fram þjónustu sína og Páls Arnórs Pálssonar hrl., til sveitarfélaganna við kröfugerð til óbyggðanefndar á því svæði sem nefndin hefur skilgreint sem svæði 8, þ.e. hluti af Skagafirði og Húnavatnssýslur.
Byggðarráð þakkar fyrir áhuga lömannanna á að vinna fyrir sveitarfélagið, en þegar er búið að úthluta verkefninu til annars lögmanns.

8.Uppgröftur í Málmey

1206293

Lagt fram erindi frá fornleifadeild Byggðasafns Skagfirðinga, þar sem óskað er eftir leyfi til uppgraftar í Málmey á Skagafirði. Eyjan er eign ríkissjóðs, umsýslustofnun er Siglingastofnun (áður Vita- og hafnamálastofnun) og leigutaki Sveitarfélagið Skagafjörður sem yfirtók skyldur Hofshrepps. Siglingastofnun hefur heimilað fornleifakönnun.
Byggðarráð tekur jákvætt í erindið, en óskar eftir nánari útfærslu á umfangi verksins áður en hafist verður handa.

9.Framlög til eflingar tónlistarnámi

1206158

Lagt fram til kynningar bréf frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga varðandi framlög úr sjóðnum til eflingar tónlistarnámi og jöfnunar á aðstöðumun nemenda. Tilkynnt er m.a. um að sjóðurinn hafi ekki getað greitt viðmiðunarfjárhæðir samkvæmt samkomulagi við sveitarfélögin og einnig að sjóðurinn sjái sér ekki fært að uppfylla dagsetningamörk núgildandi reglna hvað varðar umsóknir frá sveitarfélögunum fyrir skólaárið 2012-2013. Unnið er að endurskoðun reglnanna.

10.Erindi frá 6. bekk Árskóla

1205354

Kynnt erindi barna úr 6.bekk Árskóla sem benda á að Litliskógur í Sauðárgili sé of lítið nýttur, t.d. fyrir leiki, grill og útiveru fjölskyldna. Þar sé fátt um leiktæki fyrir börn. Þá benda þau á að lítið sé um leikvelli á Sauðárkróki. Þau segjast tilbúin að aðstoða með ráðleggingar.
Á 186. fundi félags-og tómstundanefndar var svohljóðandi bókun gerð:
"Félags- og tómstundanefnd þakkar frumkvæðið og góðar ábendingar og vísar erindinu til kynningar í Byggðaráði. Nefndin mælir með að tekið verði tillit til þessara óska við gerð fjárhagsáætlunar 2013."
Byggðarráð samþykkir að eiga fund með nemendunum í Litlaskógi í upphafi næsta skólaárs um tillögur þeirra.

11.Lindargata 3 - Umsókn um rekstarleyfi

1206256

Lagt fram erindi frá sýslumanninum á Sauðárkróki, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Spíru ehf. um rekstrarleyfi fyrir Hótel Tindastól, Lindargötu 3, Sauðárkróki. Gististaður - flokkur V.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.

12.Reykir Reykjaströnd,gisting-Umsókn um rekstarleyfi

1206244

Lagt fram bréf frá sýslumanninum á Sauðárkróki, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Handtaks ehf. um rekstrarleyfi fyrir Reyki, Reykjaströnd. Reykir - gistiheimili, flokkur II.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.

13.Reykir Reykjaströnd,kaffihús-Umsókn um rekstarleyfi

1206242

Lagt fram bréf frá sýslumanninum á Sauðárkróki, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Handtaks ehf. um rekstrarleyfi fyrir Reyki, Reykjaströnd. Reykir - kaffihús, flokkur II.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.

14.Skýrsla um Sundlaug Sauðarkróks

1206196

Erindinu vísað til stjórnar eignasjóðs frá 186. fundi félags- og tómstundanefndar, sem gerði svohljóðandi bókun:
"Ótthar Edvardsson umsjónarmaður íþróttamannvirkja kynnir eftirlitsskýslu frá Heilbrigðiseftirliti Norðurlands vestra á Sundlaug Sauðárkróks. Þar koma m.a.fram aðfinnslur á aðstöðu í kvennaklefa. Nefndin vísar málinu til Eignasjóðs."
Byggðarráð óskar eftir tillögum um úrbætur og kostnaðaráætlun frá starfsmanni eignasjóðs.

15.SSNV Fundargerðir stjórnar 2012

1201010

Fundargerð stjórnar SSNV frá 25. maí 2012 lögð fram til kynningar á 596. fundi byggðarráðs.

16.Rekstrarupplýsingar 2012

1205003

Lagðar fram til kynningar upplýsingar um rekstur sveitarfélagsins og stofnana þess fyrir tímabilið janúar - maí 2012.

Fundi slitið - kl. 10:22.