Byggðarráð Skagafjarðar

762. fundur 27. október 2016 kl. 09:00 - 11:21 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Stefán Vagn Stefánsson formaður
  • Sigríður Svavarsdóttir varaform.
  • Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Friðrik Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
  • Ásta Björg Pálmadótttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá
Í upphafi fundar var samþykkt samhljóða að taka mál nr. 1610157 á dagskrá með afbrigðum.

1.Umsókn um stofnframlag til leiguíbúða

1610157

Byggðarráð samþykkir að stofnframlag og viðbótarframlag frá Sveitarfélaginu Skagafirði til byggingar átta leiguíbúða á vegum Skagfirskra leiguíbúða hses. verði annars vegar á formi niðurfellingar á lóða- og gatnagerðargjöldum og hins vegar með beinu viðbótarfjárframlagi til að mæta kröfu um 16% hlutfall stofnframlags (12% stofnframlag og 4% viðbótarframlag) sveitarfélagsins af stofnvirði íbúðanna.

2.Umsókn um niðurfellingu gatnagerðargjalda

1610079

Lagt fram bréf dagsett 10. október 2016 frá Húsfélaginu Víðigrund 5 þar sem sótt er um niðurfellingu á gatnagerðargjöldum vegna viðbyggingar við félagsheimili Oddfellowreglunnar, Víðigrund 5. Vísað er til 6. gr. samþykkta sveitarfélagsins um gatnagerðargjald, stofngjald fráveitu og byggingarleyfis- og þjónustugjöld, nr. 1300/2013.Byggðarráð samþykkir að fella niður 30% af útgefnum reikningi vegna gatnagerðar- og byggingarleyfisgjalda.

3.Kynning á starfsemi Markaðsstofu Norðurlands

1610319

Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands kom á fundinn og kynnti starfsemi stofunnar. Einnig sátu fundinn undir þessum dagskrárlið nefndarmenn atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar, Gunnsteinn Björnsson, Viggó Jónsson og Hanna Þrúður Þórðardóttir, svo og Sigfús Ingi Sigfússon verkefnastjóri.

4.Skýrsla Flugklasans Air 66N september 2016

1610029

Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands kom á fundinn og kynnti skýrslu Flugklasans Air 66N. Einnig sátu fundinn undir þessum dagskrárlið nefndarmenn atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar, Gunnsteinn Björnsson, Viggó Jónsson og Hanna Þrúður Þórðardóttir, svo og Sigfús Ingi Sigfússon verkefnastjóri.

5.Víðigrund 22, 213-2399, kaup á íbúð

1610255

Lagður fram kaupsamningur og afsal um fasteignina Víðigrund 22, Sauðárkróki, fastanúmer 213-2399. Seljandi er Óli Þór Ásmundsson og kaupandi Sveitarfélagið Skagafjörður. Fjárheimild fyrir kaupunum er í fjárhags- og fjárfestingaáætlun sveitarfélagsins árið 2016.Byggðarráð samþykkir að kaupa fasteignina Víðigrund 22, fastanúmer 213-2399.

6.Borgarflöt 1 - sala

1610321

Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að auglýsa fasteignina Borgarflöt 1, fastanúmer 213-1287, til sölu. Gert er ráð fyrir sölu fasteignarinnar í fjárhagsáætlun ársins 2016.

7.Samtök sveitarfélaga á köldum svæðum - aðalfundur 2016

1609131

Lögð fram til kynningar fundargerð aðalfundar Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum sem haldinn var 23. september 2016.

Fundi slitið - kl. 11:21.